Bæjarstjórn

1080. fundur 25. júní 2013 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Margrét Björnsdóttir forseti
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Aðalsteinn Jónsson 1. varaforseti
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varafulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir varafulltrúi
  • Tjörvi Dýrfjörð varafulltrúi
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

1.1306006 - Atvinnu- og þróunarráð, 12. júní

14. fundur

Lagt fram.

2.1205367 - Tilnefningar í stjórn Markaðsstofu Kópavogs

Tilnefningar í stjórn Markaðsstofu.

Tilnefndir voru:

  

Aðalmaður: Pétur Ólafsson

Varamaður: Hildur M. Jónsdóttir

Tillagan samþykkt með tíu atkvæðum og hjásetu eins fulltrúa.

Bókun Hjálmars Hjálmarssonar:

"Ég tek ekki þátt í þessari afgreiðslu."

Tillaga með vísan til 16. gr. bæjarmálasamþykktar:

"Bæjarstjórn samþykkir að fela forseta og skrifurum frágang fundargerðar og undirritun hið fyrsta að loknum fundi."

Tillagan samþykkt einróma.

3.1006278 - Kosning forseta, varaforseta og skrifara til eins árs

Kosning forseta, 1. og 2. varaforseta, tveggja skrifara og varamanna þeirra.

Hlé var gert á fundi kl. 22:48. Fundi fram haldið kl. 22:49

Margrét Björnsdóttir var kjörin forseti bæjarstjórnar með sex atkvæðum og hjásetu fimm fulltrúa.

Aðalsteinn Jónsson var kjörinn 1. varaforseti með sex atkvæðum og hjásetu fimm fulltrúa.

Hlé var gert á fundi kl. 22:51. Fundi fram haldið kl. 22:55

Hjálmar Hjálmarsson óskaði eftir því að kosning til 2. varaforseta færi fram með leynilegri kosningu og bauð sjálfan sig fram.

Hlé var gert á fundi kl. 22:56. Fundi fram haldið kl. 22:56

Kosning fór þannig að Gunnar Ingi Birgisson hlaut sex atkvæði og Hjálmar Hjálmarsson hlaut tvö atkvæði.  Auðir seðlar voru tveir og einn ógildur.

Hlé var gert á fundi kl. 22:56. Fundi fram haldið kl. 22:56

Kosning tveggja skrifara og jafnmargra til vara úr hópi bæjarfulltrúa:

Kosningu hlutu Rannveig H. Ásgeirsdóttir og Pétur Ólafsson.

Til vara:  Aðalsteinn Jónsson og Hjálmar Hjálmarsson

4.1006240 - Kosningar í bæjarráð

Kosningar skv. 57. gr. bæjarmálasamþykktar til eins árs, fimm fulltrúar.

Kosningu hlutu:

Af A-lista:

Rannveig Ásgeirsdóttir

Ármann Kr. Ólafsson

Ómar Stefánsson

Af B-lista:

Guðríður Arnardóttir

Ólafur Þór Gunnarsson

Áheyrnarfulltrúi:

Hjálmar Hjálmarsson

5.1306086 - Hafraþing 1-3, umsókn um lóð fyrir parhús

Á fundi framkvæmdaráðs 12. júní 2013 var til umfjöllunar umsókn um lóðina Hafraþing 1-3, frá HSH byggingameisturum ehf. kt. 681096-2059. Umsækjandi uppfyllir skilyrði úthlutunarreglna. Lóðin hefur verið auglýst á heimasíðu Kópavogsbæjar. Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að umsækjanda verði úthlutað lóðinni Hafraþing 1-3.

Bæjarstjórn samþykkir einróma að gefa HSH byggingameisturum ehf., kt. 681096-2059, kost á byggingarrétti á lóðinni Hafraþing 1 - 3.

6.1305334 - Vesturvör 50, umsókn um lóð undir iðnaðarhúsnæði.

Á fundi framkvæmdaráðs 12. júní 2013 var til umfjöllunar umsókn um lóðina Vesturvör 50, frá Steinbock þjónustunni ehf. kt. 460472-0249. Lóðin hefur verið auglýst á heimasíðu Kópavogsbæjar. Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að umsækjanda verði úthlutað lóðinni Vesturvör 50.

Bæjarstjórn samþykkir með tíu atkvæðum og hjásetu eins fulltrúa að gefa Steinbock þjónustunni ehf., kt. 460472-0249, kost á byggingarrétti á lóðinni Vesturvör 50.

7.1306003 - Framkvæmdaráð, 12. júní

52. fundur

Lagt fram.

8.1306008 - Forvarna- og frístundanefnd, 13. júní

17. fundur

Lagt fram.

9.1306019 - Forsætisnefnd, 21. júní

11. fundur

Lagt fram.

10.1306013 - Félagsmálaráð, 18. júní

1353. fundur

Lagt fram.

11.1306180 - Ný bæjarmálasamþykkt

Forsætisnefnd tók til umræðu breytingartillögur bæjarfulltrúa á tillögu um samþykktir Kópavogsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, sem lögð var fram til fyrri umræðu bæjarstjórnar á fundi 11. júní sl.
Forsætisnefnd vísar með breytingum tillögu að samþykktum Kópavogsbæjar og fundarsköpum bæjarstjórnar til seinni umræðu bæjarstjórnar.

Hlé var gert á fundi kl. 16:59. Fundi fram haldið kl. 17:08.

Hlé var gert á fundi kl. 18:21. Fundi fram haldið kl. 18:37.

Matarhlé var gert kl. 18:40. Fundi fram haldið kl. 19:15.

Hlé var gert á fundi kl. 19:25. Fundi fram haldið kl. 19:29.

Hlé var gert á fundi kl. 19:32. Fundi fram haldið kl. 19:33.

Hlé var gert á fundi kl. 19:39. Fundi fram haldið kl. 20:01.

Hlé var gert á fundi kl. 20:12. Fundi fram haldið kl. 20:15.

Hlé var gert á fundi kl. 20:25. Fundi fram haldið kl. 20:36.

Við seinni umræðu eru lagðar  fram eftirfarandi breytingartillögur við Samþykkt um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar:

·         1.gr.   [ÓÞG]

o    Í stað 11 standi 15.

Bæjarstjórn fellir tillöguna með sex atkvæðum en fimm bæjarfulltrúar greiddu atkvæði með henni.

·         1.gr.   [MJR]

o    Í stað 11 standi 13.

Bæjarstjórn fellir tillöguna með sex atkvæðum en fimm bæjarfulltrúar greiddu atkvæði með henni.

·         5. tl. 5. gr. [Frá bæjarstjóra]

o     Brott falli "bæjarstjórnar" og í stað komi "bæjarfélagsins".

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna einróma.

·         10. tl. 5. gr. [Frá forsætisnefnd]

o    Við bætist 10. tl.:

"Að staðfesta erindisbréf fyrir nefndir, ráð og stjórnir þar sem kveðið er á um hlutverk þeirra, valdsvið, starfshætti og framsal til fullnaðarákvörðunar og starfshætti þeirra í samræmi við lög, reglugerðir og almennar samþykktir bæjarstjórnar. Bæjarstjórn staðfestir erindisbréf til starfsmanna í þeim tilvikum þar sem þeim er framselt fullnaðarákvörðunarvald."

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna einróma.

·         1. mgr. 7. gr. [Frá bæjarstjóra]

o    Við bætist "tvo" [varaforseta].

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna einróma.

·         1. mgr. 10. gr. [Frá bæjarstjóra]

o    Við bætist: "sem skipuð er forseta bæjarstjórnar og varaforsetum".

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna einróma.

·         2. mgr. 10. gr. [Frá forsætisnefnd]

o    Við bætist: "fyrir fastan fundartíma nefndarinnar, næstan á undan bæjarstjórnarfundi"

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna einróma.

·         14. gr. [Frá forsætisnefnd]

o    Nýtt heiti: "Skrifarar og fundarritari"

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna einróma.

·         16. gr. [Frá bæjarstjóra]

o    Skiptist í tvo kafla;"I. Fundarsköp" og "II. Ritun fundargerða."

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna einróma.

·         g-liður 16. gr. [HH]

o    Út falli setningin "Bæjarstjóri hefur óbundið málfrelsi"

Bæjarstjórn fellir tillöguna með sex atkvæðum en fjórir bæjarfulltrúar greiddu atkvæði með tillögunni. Einn bæjarfulltrúi sat hjá við afgreiðsluna.

·         Nýr II. kafli 16. gr. um ritun fundargerða. [Frá bæjarstjóra]

o   "Í fundargerð skal getið hvar og hvenær fundur er haldinn og hverjir sitji fundinn. Skrá skal þau mál sem tekin eru fyrir, dagsetningu þeirra, aðila máls og meginefni og hvernig mál er afgreitt. Sé mál ekki afgreitt einróma skal greina í fundargerð hvernig atkvæði hafa skipst. Þegar lagðar eru fram fundargerðir nefnda nægir að skrá í fundargerð bæjarstjórnar um hvaða nefndir er að ræða, dagsetningu fundargerða og fjölda töluliða.

o    Um ritun fundargerða bæjarstjórnar skal að öðru leyti farið eftir leiðbeiningum um ritun fundargerða sveitarstjórna, sbr. auglýsingu þess efnis nr. 22/2013, eða síðari leiðbeiningum sem settar hafa verið samkvæmt 2. mgr. 19. gr. sveitarstjórnarlaga."

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með tíu atkvæðum og hjásetu eins bæjarfulltrúa.

·         18. gr. [Frá bæjarstjóra]

o    Við bætist: "Varamenn taka sæti í bæjarstjórn í þeirri röð sem þeir eru kosnir þegar aðalmenn þess lista sem þeir eru kosnir af forfallast". Og "að öðru leyti".

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna einróma.

·         2. mgr. 21. gr. [Frá forsætisnefnd]

o    Að brott falli: "nema með sérstöku leyfi bæjarstjóra".

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna einróma.

·         25. gr. [Frá forsætisnefnd]

o    Við heiti greinarinnar bætist: "starfsaðstaða"

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna einróma.

·         1. mgr. 25. gr. [PÓ]

o    Við bætist: sem taki mið af reglum nr. 39/1992 um greiðslu ferðakostnaðar.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með átta atkvæðum og hjásetu þriggja bæjarfulltrúa.

·         2. mgr. 25. gr. [MB og ÓS]

o    Þar sem stendur "Bæjarfulltrúum skal séð fyrir skrifstofuaðstöðu á bæjarskrifstofum" verði: "Bæjarfulltrúum skal séð fyrir sameiginlegri starfsaðstöðu á bæjarskrifstofum".

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með níu atkvæðum og hjásetu tveggja bæjarfulltrúa.

·         2. mgr. 25. gr. [ÓÞG]

o    Bætist við ný grein sem hljóði svo: "Bæjarfulltrúum skal séð fyrir skrifstofuaðstöðu á bæjarskrifstofum".

Bæjarstjórn fellir tillöguna með sex atkvæðum en fimm bæjarfulltrúar greiddu atkvæði með tillögunni.

·         1. mgr. 27. gr. [Frá bæjarstjóra]

o    Brott falli "og varamenn".

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með tíu atkvæðum og hjásetu eins bæjarfulltrúa.

·         1. mgr. 28. gr. [Frá forsætisnefnd]

o    Í stað komi : "skipunartíma þess, sbr. 47. gr. samþykktar þessarar" í stað "upphafi kjörtímabils".

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna einróma.

·         3. mgr. 29. gr. [Frá forsætisnefnd]

o    Við bætist: "gilda ákvæði 24. gr. samþykktar þessarar eftir því sem við á" í stað "Geti bæjarráðsmaður ekki sótt fund skal hann tilkynna bæjarstjóra um forföll og óska eftir því að varamaður verði boðaður eða tilkynna að hann muni boða sjálfur varamann í sinn stað".

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna einróma.

·         Ný 1. mgr. 31. gr. [Frá bæjarstjóra]

o    "Framboðslista, sem fulltrúa á í bæjarstjórn en ekki í bæjarráði, er heimilt að tilnefna áheyrnarfulltrúa til setu í bæjarráði".

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna einróma.

·         2. mgr. 31. gr. [Frá forsætisnefnd]

o    Hljóði svo: "Áheyrnarfulltrúi í bæjarráði skal vera aðalmaður í bæjarstjórn, sbr. 3. mgr. 50. gr. sveitarstjórnarlaga. Varaáheyrnarfulltrúi skal vera aðal- eða varamaður í bæjarstjórn."

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna einróma.

·         35. gr. [HH]

o    Inn komi ný málsgrein svo hljóðandi:

"Hlutfall fulltrúa hvers framboðslista í nefndir og ráð á vegum Kópavogsbæjar skal  taka mið af fjölda greiddra atkvæða sem hver framboðslisti hlýtur í undangengnum sveitarstjórnarkosningum."

Bæjarstjórn fellir tillöguna með sex atkvæðum en einn bæjarfulltrúi greiddi atkvæði með tillögunni. Fjórir bæjarfulltrúar sátu hjá við afgreiðsluna.

·         36. gr. [Frá forsætisnefnd]

o    Heiti greinarinnar verði: "Valdsvið nefnda og framsal bæjarstjórnar til nefnda á valdi til fullnaðarafgreiðslu mála"

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með tíu atkvæðum og hjásetu eins bæjarfulltrúa.

·         2. mgr. 36. gr. [Frá forsætisnefnd]

o    Ný málsgrein hljóði svo: "Bæjarstjórn getur falið kjörnum nefndum sem taldar eru upp í 47. gr. samþykktar þessarar, heimild til að afgreiða á grundvelli erindisbréfs skv. 10. tl. 5. gr., án staðfestingar bæjarstjórnar, mál á verksviði þeirra ef:

1.       lög eða eðli máls mæla ekki sérstaklega gegn því,

2.

12.1306009 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 11. júní

84. fundur

Bæjarstjórn samþykkir einróma afgreiðslur byggingarfulltrúa.

13.1306375 - Fundartímar bæjarráðs og bæjarstjórnar sumarið 2013

Forseti bar undir fundinn tillögu að sumarfundum bæjarstjórnar, sem samþykkt var í bæjarráði 20. júní, sbr. lið 13:
Lagt er til að fundartímar bæjarráðs í júlí og ágúst 2013 verði sem hér segir:
Þann 11. og 25. júlí og 8. og 22. ágúst.

Lagt er til að fundir bæjarstjórnar falli niður í júlí og ágúst.

Samkvæmt lögum nr. 138/2011 með síðari breytingum fer bæjarráð með vald bæjarstjórnar í sumarleyfi hennar, en sumarleyfi bæjarstjórnar hefst að loknum yfirstandandi fundi.

Bæjarstjórn staðfestir einróma afgreiðslu bæjarráðs og samþykkir einróma sumarleyfi bæjarstjórnar frá lokum yfirstandandi fundar.  Fundir bæjarstjórnar falli niður í júlí og ágúst og næsti fundur verði 10. september. Bæjarstjórn felur bæjarráði valdi sitt í sumarleyfi sínu, sbr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. 

14.1305690 - Eftirlit með kattahaldi í Kópavogi. Fyrirspurn frá Guðríði Arnardóttur.

Á fundi bæjarráðs 20. júní lagði Guðríður Arnardóttir fram eftirfarandi tillögu:
"Undirrituð þakkar svarið og óskar eftir skriflegri greinargerð bæjarlögmanns á hugsanlegum sektarákvæðum vegna lausagöngu katta ef reglum um kattahald er ekki framfylgt. Leggur jafnframt til að lausaganga katta verði bönnuð á varptíma fugla.
Guðríður Arnardóttir"
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Tillaga felld með fimm atkvæðum gegn þremur og hjásetu þriggja fulltrúa.

15.1306018 - Bæjarráð, 20. júní

2692. fundur

Lagt fram.

16.1106479 - Ferðaþjónusta fatlaðra í Kópavogi

Tillaga sem lögð var fram í bæjarráði 13. júní sl:
"Undirrituð leggja til að samningi við Smartbíla um ferðaþjónustu í Kópavogi verði sagt upp á grundvelli 6 mánaða uppsagnarákvæðis.
Guðríður Arnardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Hjálmar Hjálmarsson"
Tillaga um að vísa afgreiðslu tillögunnar til bæjarstjórnar var samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.
Einnig lögð fram greinargerð bæjarlögmanns og greinargerð lögfræðings velferðarsviðs.

Tillaga Páls Magnússonar:

"Lagt er til að tillögunni verði vísað til bæjarráðs til afgreiðslu".

Tillagan samþykkt með tíu atkvæðum og hjásetu eins fulltrúa.

17.1306010 - Bæjarráð, 13. júní

2691. fundur

Lagt fram.

18.1306643 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar 25. júní 2013.

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 13. og 20. júní, afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 11. júní, fundargerðir atvinnu- og þróunarráðs frá 12. júní, félagsmálaráðs frá 18. júní, forsætisnefndar frá 21. júní, forvarna- og frístundanefndar frá 13. júní og framkvæmdaráðs frá 12. júní.

Lagt fram.

19.1205409 - Kópavogsfélagið. Hressingarhælið, Kópavogsbærinn og Kópavogstún.

Frá stjórn Kópavogsfélagsins, dags. 14. júní, tillaga um starfsemi í byggingunum á Kópavogstúni og umhverfi bygginganna.

Hlé var gert á fundi kl. 22:10. Fundi fram haldið kl. 22:11

Tillaga frá Gunnari I. Birgissyni:

"Lagt er til að umhverfissvið kostnaðarreikni framkomnar tillögur Kópavogsfélagsins um byggingu og notkun Hressingarhælisins, gamla Kópavogsbæjarins með tilheyrandi útihúsum, ásamt bílastæðum og fleira. Umhverfissvið skili niðurstöðum til bæjarstjórnar í september n.k."

Tillagan felld með sex atkvæðum gegn fimm og hjásetu eins fulltrúa.

Tillaga frá Rannveigu H. Ásgeirsdóttur:

"Lagt er til að málinu verði vísað til bæjarráðs."

Tillagan samþykkt með sjö atkvæðum og hjásetu fjögurra fulltrúa.

Fundi slitið - kl. 18:00.