- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Lagt fram.
Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirritaðri finnst óeðlilegt að fyrirhugað sé að kjósa inn í stjórn lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar aðila utan bæjarstjórnar Kópavogs. Bæjarsjóður Kópavogs er í milljarða ábyrgðum fyrir sjóðinn og ætti því stjórnarmenn sjóðsins að sitja þar í lýðræðislegu umboði kópavogsbúa.
Guðríður Arnardóttir"
Eftirtaldir eru tilnefndir áheyrnarfulltrúar í nefndir og ráð fyrir NæstBestaFlokkinn, X-listann.
Félagsmálaráð: Ásdís Jóhannesdóttir
Framkvæmdaráð: Hjálmar Hjálmarsson
Umhverfis og samgöngunefnd: Tryggvi M. Þórðarsson
Skipulagsnefnd: Einar Ingvarsson
Skólanefnd: Erla Karlsdóttir.
Menningar- og þróunarráð: Hjálmar Hjálmarsson
Íþróttaráð: Böðvar Jónsson
Forvarna- og frístundanefnd: Karen Júlía Júlíusdóttir
Jafnréttis- og mannréttindaráð: Erla Karlsdóttir
Hafnarstjórn: Brynjar Örn Gunnarsson
"Hvert var handbært fé bæjarsjóðs Kópavogs mánaðamótin okt/nóv og nóv/des 2008 og des/jan 2008/2009? Skriflegt svar óskast.
Hjálmar Hjálmarsson"
"Hver er sundurliðaður heildarkostnaður bæjarins við ritun Sögu Kópavogs 1990-2010?
Hverjir hafa fengið greitt fyrir vinnu við ritun eða í tengslum við ritun Sögu Kópavogs 1990-2010 og hversu mikið?
Hver er afraksturinn af þeirri vinnu sem greitt hefur verið fyrir?
Skriflegt svar óskast.
Hjálmar Hjálmarsson"
"Undirrituð óskar eftir því að fyrir næsta fundi bæjarráðs liggi fyrir um hvaða ógreidda símakostnað er að ræða og hver sú upphæð er, eins og ef um annan kostnað er að ræða hver hann þá er og hversu mikið orlof bæjarstjóri á inni.
Guðríður Arnardóttir"
"Ármann Kr. Ólafsson sagði sig óvænt úr stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar í kjölfar þess að reglur um hæfi stjórnarmanna voru hertar. Þá var gerð sú krafa að stjórnarmenn lífeyrissjóða gerðu ítarlega grein fyrir öllum sínum viðskiptum með hlutabréf á markað, eignarhaldi og stjórnarsetu fyrirtækja. Undirrituð óskar eftir því að nýr bæjarstjóri geri grein fyrir þessum hagsmunatengslum og upplýsi um hlutabréfaeign sína eða maka síns og viðskipti með hlutabréf á síðustu 24 mánuðum sem og eignarhaldi eða stjórnarsetu fyrirtækja.
"Hvers vegna treystir nýr meirihluti ekki Guðrúnu Pálsdóttur til starfa áfram?
Þegar hafði náðst samkomulag milli samstarfsflokka í nýjum meirihluta um ópólitískan bæjarstjóra og oddviti Sjálfstæðisflokksins m.a. lýst því yfir í fjölmiðlum að hann myndi virða ófrávíkjanlega kröfu Lista Kópavogsbúa um ópólitískan bæjarstjóra. Oddviti Y lista lýsti því jafnframt yfir að fast yrði haldið í ófrávíkjanlega kröfu um ópólitískan bæjarstjóra í samstarfi við Sjálfstæðisflokk.
Eftir að þessir flokkar gagnrýndu svo harðlega uppsögn fráfarandi bæjarstjóra, hvers vegna treysta þeir henni ekki til áframhaldandi starfa? Eða snýst þetta um valdabrölt kjörinna fullrúa í nýjum meirihluta?
Við óskum því svara við eftirfarandi:
Hvers vegna gekk Listi Kópavogsbúa á bak orða sinna um ófrávíkjanlega kröfu um ópólitískan bæjarstjóra?
Hvers vegna gekk oddviti Sjálfstæðisflokksins á bak orða sinna þegar hann hafði þegar lýst því yfir í fjölmiðlum að Sjálfstæðisflokkurinn myndi virða kröfuna um ópólitískan bæjarstjóra?
Hvers vegna var Guðrún Pálsdóttir rekin svo oddviti Sjálfstæðisflokksins gæti tekið sæti hennar?
Guðríður Arnardóttir Hjálmar Hjálmarsson"
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar til umsagnar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kalla saman stýrihóp um Strætó bs.
Bæjarráð staðfestir tillögu að breytingu á þjónustusamningi.
Lagt fram.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra velferðarsviðs.
Lagt fram.
Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Reiknitaflan sem fylgir svarinu er röng þar sem hún tekur ekki tillit til tekjuaukningar sem verður óhjákvæmilega við þá lagabreytingu (1 .jan. 2011), sem skyldar foreldri/forráðamann að fylgja börnum 10 ára og yngri í sund.
Ef miðað er við forsendur gjaldskrár 2011 og gengið út frá 24.000 gestum á aldrinum 9-10 ára þá fylgja þeim áætlaðar viðbótartekjur upp á 7.200.000 kr. (m.v. 300 kr. meðalverð fullorðins. Stakt gjald var 450 kr.)
Niðurstöðurnar eru sömuleiðis rangar þar sem kostnaður við þá ákvörðun að vera með gjaldfrjálst í sund fyrir 10 ára og yngri, verður ekki áætlaður 3,2 milljónir, heldur tekjuaukning upp á áætlaðar 4 milljónir þegar tekið er tillit til áhrifa lagabreytingarinnar ef miðað er við gjaldskrá 2011.
Þá er ekki tekið tillit til þeirra sanngirnissjónarmiða að foreldrar greiði sama gjald fyrir öll börn sem þurfa fylgd og gæslu, og þess að innra samræmis sé gætt í gjaldskránni.
Lagabreytingin hefur því að líkindum jákvæð áhrif á fjárhagsáætlun og ákvörðun um að hafa gjaldfrjálst í sund fyrir börn 10 ára og yngri því engin teljandi á fjárhagsáætlun ársins 2012.
Fremur tel ég það hafa hvetjandi áhrif á foreldra barna í þessum aldurshópi að koma með börn sín í laugarnar ef heimsóknin væri gjaldfrjáls fyrir barnið. Það myndi þá einnig auka tekjurnar og hafa jákvæð áhrif á fjárhagsáætlun 2012.
Ég ber því upp að nýju tillögu mína frá 3/11 2011 svo hljóðandi:
"Undirritaður leggur til að aðgangur barna 10 ára og yngri í Sundlaugar Kópavogs verði gjaldfrjáls.
Fyrr á þessu ári voru samþykkt lög varðandi aldurstakmark í sundlaugar sem gera ráð fyrir því að börn séu orðin 10 ára gömul svo þau megi sækja sundstaði ein, án fylgdar fullorðinna. Í því skyni að hvetja forráðamenn barna á aldrinum 6-10 ára til sundiðkunar með börnum sínum, legg ég því til að aðgangseyrir fyrir börn 10 ára og yngri verði enginn.
Afgreiðslu tillögunnar var frestað.
Sviðsstjóri menntasviðs og deildarstjóri íþróttadeildar sátu fundinn undir þessum lið.
Lagt fram.
Bæjarráð samþykkir tillögu menningar- og þróunarráðs.
Bæjarráð vísar erindinu til skólanefndar til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir erindi leikskólastjóra.
Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirritaður fagnar því að samkomulagi hefur verið náð um þetta mál.
Hjálmar Hjálmarsson"
Hlé var gert á fundi kl. 8:45. Fundi var fram haldið kl. 8:46.
Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Í tíð fyrri meirihluta var leitað til vinnuréttarlögmanns varðandi starfslok bæjarstjóra. Undirrituð óskar eftir því að álit hans verði lagt fram samhliða starfslokasamningi bæjarstjóra.
Jafnframt ítrekar undirrituð að í ráðningarsamningi bæjarstjóra er skýrt ákvæði um starfslok hennar taki hún aftur við fyrra starfi sínu hjá bænum.
Guðríður Arnardóttir"
Hlé var gert á fundi kl. 8:57. Fundi var fram haldið kl. 9:00.
Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirritaður óskar eftir því að fyrir afgreiðslu málsins liggi fyrir greining á kostnaði sem þetta samkomulag hefur umfram ákvæði ráðningarsamnings.
Ólafur Þór Gunnarsson"
Rannveig Ásgeirsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Gögn sem voru unnin fyrir fyrrverandi formann bæjarráðs og voru ekki lögð fram fyrir þáverandi bæjarráð til upplýsingar teljast ekki hluti af málsgögnum núverandi samkomulags um starfslok Guðrúnar Pálsdóttur.
Rannveig Ásgeirsdóttir"
Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirrituð óskar engu að síður eftir því að álit lögmannsins verði lagt fram enda gagn unnið í tengslum við starfslok bæjarstjóra og skiptir vissulega máli í þessu sambandi.
Guðríður Arnardóttir"
Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
"Hver vann samkomulag um starfslok við fráfarandi bæjarstjóra fyrir hönd bæjarins? Hjálmar Hjálmarsson"
Afgreiðslu málsins frestað.
Lagt fram.
Lagt fram.
Vegna liðar 6c lögðu Ómar Stefánsson, Ármann Kr. Ólafsson og Ólafur Þór Gunnarsson fram eftirfarandi bókun:
"Undirritaðir óska eftir upplýsingum um hvaða hættu er átt við sem mögulega eru samfara auknu óheftu flæði fólks inn í landið.
Ómar Stefánsson, Ármann Kr. Ólafsson, Ólafur Þór Gunnarsson"
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 10:15.