Bæjarráð

2577. fundur 13. janúar 2011 kl. 08:15 - 17:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1001169 - Umhverfisstefna Kópavogs

Umsögn lista- og menningarráðs vegna umhverfisstefnu Kópavogs. Lista- og menningarráð lýsir yfir ánægju sinni með umhverfisstefnuna.

Lagt fram.

2.1101370 - Starfsviðurkenningar

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Bæjarfulltrúar voru ekki látnir vita af heiðrunum starfsmanna sem höfðu unnið í 25 ár hjá bænum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka þessum starfsmönnum fyrir vel unnin störf í gegnum árin.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar I. Birgisson"

3.1012007 - Fyrirspurn um útboð

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ekki hefur enn borist skriflegt svar við fyrirspurn um tilboð eða verðkönnun varðandi ráðgjöf um skipulagsbreytingar á bæjarskrifstofum.

Ármann Kr. Ólafsson"

4.1101367 - Fyrirspurn um Glaðheima

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Í blaðaviðtali í Kópavogspóstinum lét Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs, hafa eftir sér að kostnaður vegna kaupa Kópavogsbæjar á Glaðheimasvæði næmi á annan tug milljarða. Óskað er eftir sundurliðun á þessu.

Gunnar Ingi Birgisson"

5.1010302 - Fjárhagsáætlun 2011

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Í desember sl. kom undirritaður með fyrirspurn um hvort halda eigi borgarafund um fjárhagsáætlun 2011 og tók formaður bæjarráðs vel í þá hugmynd. Spurt er hvar og hvenær slíkur fundur eigi að fara fram.

Gunnar Ingi Birgisson"

Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs, upplýsti að ákvörðun um slíkan fund liggi ekki fyrir.

6.1010302 - Fjárhagsáætlun 2011

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Í umræðum um fjárhagsáætlun í desember sl. fullyrti formaður bæjarráðs að bakvið 140 milljón króna hagræðingartillögu fyrir árið 2011 lægju kostnaðarútreikningar, sem sýndu í hverju þessar tillögur væru fólgnar. Óskað er eftir að fá þessa kostnaðarútreikninga.

Gunnar Ingi Birgisson"

7.1010302 - Fjárhagsáætlun 2011

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður óskar eftir því að fá skriflegar upplýsingar frá bæjarstjóra um hvaða nefndir eiga að vera stórar og hvaða nefndir eiga að vera litlar skv. framlögðum tillögum að breytingu á bæjarmálasamþykkt. Þá er óskað eftir upplýsingum á fyrirhuguðum sparnaði við hverja og eina nefnd.

Gunnar Ingi Birgisson"

8.1012323 - Almannakór 11. Lóðarumsókn

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs dags. 11/1, umsögn um umsókn Guðbjargar Maríu Gunnarsdóttur og Jóns Valgeirs Björnssonar um lóðina Almannakór 11.
Lagt er til að Guðbjörgu Maríu Gunnarsdóttur og Jóni Valgeiri Björnssyni verði úthlutað lóðinni Almannakór 11.

Bæjarráð samþykkir tillögu að úthlutun lóðarinnar Almannakór 11.

9.1101179 - Almannakór 8. Lóðarumsókn

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs dags. 11/1, umsögn um umsókn Örnu Guðrúnar Tryggvadóttur og Birgis Ingimarssonar um lóðina Almannakór 8.
Lagt er til að Örnu Guðrúnu Tryggvadóttur og Birgi Ingimarssyni verði úthlutað lóðinni Almannakór 8.

Bæjarráð samþykkir tillögu að úthlutun lóðarinnar Almannakór 8.

10.1101124 - Austurkór 92. Lóðarumsókn

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 11/1, umsögn um umsókn Eignafélags Akralindar ehf. um lóðina Austurkór 92. Lagt er til að Eignafélagi Akralindar ehf. verði úthlutað lóðinni Austurkór 92.

Bæjarráð samþykkir tillögu að úthlutun lóðarinnar Austurkór 92.

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Eins og sjá má á þessum og næstu dagskrárliðum (16,17,18) er varða úthlutanir lóða er ljóst að það mat fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem oft hefur komið fram, að lóðarúthlutun tæki fyrst við sér í Kópavogi á höfuðborgarsvæðinu er að ganga eftir.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson"

11.1101159 - Umhverfi og aðgengi við leikskólann Kópahvol

Frá Eygerði Margrétardóttur, dags. 4/1, varðandi umhverfi og aðgengi við Kópahvol og vistvænan ferðamáta í Kópavogi.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar.

12.1101284 - Gamli Kópavogsbærinn

Frá Marteini Bjarnari Þórðarsyni, dags. 11/1, óskað eftir afnotum af hluta húsnæðis gamla Kópavogsbæjarins til listsköpunar.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar.

13.1101007 - Félagsmálaráð 11/1

1299. fundur

14.1101134 - Svar við fyrirspurn um aðsókn í sundlaugar

Frá deildarstjóra ÍTK, dags. 12. janúar, svar við fyrirspurn Hjálmars Hjálmarssonar um minnkandi aðsókn í sundlaugar Kópavogs.

Bæjarráð vísar erindinu til ÍTK til frekari úrvinnslu.

 

Una María Óskarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð óskar eftir skýrslu um þá endurskoðun sem þegar hefur fram varðandi rekstur sundlauga Kópavogs.

Una María Óskarsdóttir"

 

Jón Júlíusson, deildarstjóri ÍTK, sat fundinn undir þessum lið.

15.1101303 - Stjórn SSH 10/1

358. fundur

16.1012171 - Styrkumsókn vegna tónleikaferðar

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Þetta lýsir forsjárhyggju meirihluta skólanefndar.

Gunnar Ingi Birgisson"

Rannveig Ásgeirsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Skólar eru starfræktir samkvæmt skóladagatölum, sem eru opinber á vefjum skóla, og starfa samkvæmt lögum um skólaskyldu. Það er lögbundið hlutverk skólanefndar að halda þau lög og til þess er henni skylt að benda á það sem hér um ræðir. Hins vegar er sveigjanleiki jafnan sýndur og við treystum fagaðilum í skólasamfélaginu öllu til þess að starfa saman í sátt og samlyndi til þess að þjónusta börn og ungmenni grunnskóla í Kópavogi sem best og auka þannig veg þeirra á fjölþættum vettvangi.

Rannveig Ásgeirsdóttir"

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð bendir á að skólanefnd var einhuga í afstöðu sinni.

Guðríður Arnardóttir"

17.1101002 - Skólanefnd 10/1

23. fundur

 

18.1012005 - Lista- og menningarráð 10/1

368. fundur

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun um liði 6, 7 og 8:

"Það er greinilegt að lista- og menningarráð hefur algerlega farið á mis við það að árið 2011 er ár sparnaðar og hagræðingar.

Gunnar Ingi Birgisson"

 

Bæjarráð frestar afgreiðslu á liðum 6, 7 og 8.

19.1101004 - Leikskólanefnd 11/1

15. fundur

20.1101010 - Gjaldskrá Kópavogshafnar

Hafnarstjórn leggur til að rafmagnsgjald hækki til samræmis við hækkun á heildsöluverði frá Orkuveitunni. Rafmagnsgjald verði kr. 14,10 pr. kwst. Gjaldskrárbreytingin taki gildi frá og með 1. janúar 2011.

Bæjarráð vísar tillögu hafnarstjórnar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

21.1101001 - Hafnarstjórn 4/1

71. fundur

22.1011180 - Leiðakerfi Strætó bs.

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Fulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa ítrekað komið með þessa tillögu í bæjarráði.

Gunnar Ingi Birgisson"

23.1101009 - Framkvæmdaráð 12/1

5. fundur

24.1101008 - Sérnefnd vegna tilflutnings málefna fatlaðra 10/1

12. fundur

Fundi slitið - kl. 17:15.