Frá skipulagsstjóra, dags. 10. nóvember, að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Úti Inni arkitekta, f.h. lóðarhafa, þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Austurkórs 89. Í breytingunni felst að farið er 2,7 metra út fyrir byggingarreit á austurhlið húsanna. Lóðin skiptist í tvær lóðir, Austurkór 89a sem verður 438,6 m2 og Austurkór 89b sem verður 448,6 m2 að stærð. Heildarbyggingarmagn hvors húss verður 144m2 (samtals 288 m2) og nýtingarhlutfall um 0,3 pr. lóð. Á fundi skipulagsnefndar 24.8.2015 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Austurkórs 87, 91 og 93. Kynningu lauk 9.11.2015. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust við kynnta tillögu. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.