Bæjarráð

3202. fundur 30. janúar 2025 kl. 08:15 - 10:43 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson, aðalmaður boðaði forföll og Björg Baldursdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Kolbeinn Reginsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá
Hjördís Ýr Johnson varaformaður stýrði fundi í fjarveru formanns.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.24101038 - Stefna um gervigreind

Frá stefnustjóra, dags. 27.01.2025, lögð fram uppfærð drög að nýrri gervigreindarstefnu til samþykktar bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar drögum að gervigreindarstefnu Kópavogsbæjar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Auður Finnbogadóttir stefnustjóri - mæting: 08:15
  • Steinn S. Finnbogason lögfræðingur - mæting: 08:15
  • Ásmundur R. Richardsson, persónuverndarfulltrúi - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.24042789 - Persónuverndarsamþykkt

Frá bæjarlögmanni, dags. 27.01.2025, lögð fram uppfærð drög að breytingum á persónuverndarsamþykkt til samþykktar bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Ásmundur R. Richardsson, persónuverndarfulltrúi - mæting: 08:25
  • Auður Finnbogadóttir stefnustjóri - mæting: 08:25
  • Steinn S. Finnbogason lögfræðingur - mæting: 08:25

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.25011086 - Þjónustukönnun sveitarfélaga 2024 - Gallup

Lögð fram þjónustukönnun sveitarfélaga fyrir árið 2024 sem unnin var af Gallup.
Frestað til næsta fundar.

Gestir

  • Jakob Sindri Þórsson sérfræðingur - mæting: 08:35

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.25012440 - Fjárstuðningur Kópavogsbæjar við stjórnmálaflokka

Frá bæjarstjóra, lögð fram svohljóðandi fyrirspurn um styrki sveitarfélagsins til sjórnmálaflokka:

"Undirrituð óskar eftir að teknar verði saman upplýsingar um styrki sveitarfélagsins til stjórnmálasamtaka og hvort styrkþegar uppfylli skilyrði til laganna. Samantektin taki til yfirstandandi kjörtímabils."

Ásdís Kristjánsdóttir.
Bæjarráð vísar fyrirspurninni til umsagnar bæjarritara.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2201231 - Urðarhvarf 12, afturköllun lóðar

Frá lögmanni lóðarhafa: Beiðni um endurupptöku ákvörðunar bæjarstjórnar frá 10. desember 2024 ásamt umsögn bæjarlögmanns dags. 14. janúar 2025.

Bæjarráð frestaði erindinu 23.01.2025.
Bæjarráð hafnar beiðni um endurupptöku með fjórum atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur.

Ýmis erindi

6.2501983 - Beiðni um styrk frá Krabbameinsfélagi höfuðborgarsvæðisins

Frá Krabbameinsfélaginu, dags. 08.01.2025, lögð fram beiðni um styrk.

Bæjarráð frestaði erindinu 23.01.2025.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarritara.

Ýmis erindi

7.25011326 - Bókun 52. fundar eigendavettvangs Sorpu - Endurvinnslustöð Lambhagavegur

Frá Sorpu bs. lagt fram erindi varðandi endurvinnslustöð við Lambhagaveg. Óskað er eftir að málið verði tekið til umræðu og afgreiðslu á vettvangi sveitarfélagsins.

Bæjarráð frestaði erindinu 23.01.2025.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur. fyrirliggjandi tillögu um fjármögnun uppbyggingar nýrrar endurvinnslustöðvar við Lambhagaveg og byggir á sviðsmynd 1. Bæjarráð áréttar jafnframt bókun eigendafundar þar sem stjórn Sorpu bs. var hvött til þess að leita leiða til að lágmarka þá fjárhæð sem taka þarf að láni vegna framkvæmda á vegum byggðasamlagsins.

Ýmis erindi

8.25012307 - Fundargerð 133. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar frá 17.01.2025

Fundargerð 133. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar frá 17.01.2025.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.2401538 - Gunnarshólmi. Breytt svæðisskipulag. Vaxtarmörk.

Á fundi bæjarráðs þann 23.01.2025 var lögð fram svohljóðandi tillaga undir máli nr. 7 í fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar:

"Undirrituð óskar eftir umsögn frá eftirfarandi aðilum er varðar Gunnarshólma (breytt svæðisskipulag) úr fundargerð skipulags-og umhverfisráðs.

Veðurstofu Íslands

Svæðisskipulagsstjóra Höfuðborgarsvæðisins

Skipulagsfulltrúa Kópavogsbæjar

Theódóra S. Þorsteinsdóttir.

Bæjarráð samþykkir að frestar tillögunni til næsta fundar með þremur atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Kolbeins Reginssonar.



Fundarhlé hófst kl. 9:21, fundi fram haldið kl. 10:19

Bæjarráð hafnar tillögunni með þremur atkvæðum, gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Kolbeins Reginssonar.

Bókun:
"Aftur hafnar meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks bæjarfulltrúa um umsögn í máli þar sem óskað er eftir sjónarmiðum áður en ákvörðun er tekin. Með því að hafna ósk um umsögn frá ólíkum aðilum er meirihlutinn að stuðla að því að málið fari til umfjöllunar einungis með gögn frá sérhagsmunaaðilum."

Bergljót Kristinsdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Sigurbjörg E. Egilsdóttir
Kolbeinn Reginsson


Bókun:
"Bókun minnihlutans lýsir vanþekkingu á skipulagsferlinu.  Til þess að kalla megi eftir umsögnum hagaðila þarf málið að fara fyrir svæðisskipulagsnefnd og samþykkja þarf að auglýsa skipulagslýsinguna. Aðkoma sérfræðinga, hagaðila og almennings er tryggð í auglýsingaferlinu lögum samkvæmt. Það felur í sér víðtækari og upplýstari umræðu sem styður við vandaða ákvörðunartöku í málinu."

Ásdís Kristjánsdóttir
Hjördís Ýr Johnson
Andri Steinn Hilmarsson
Björg Baldursdóttir


Bókun:
"Undirrituð vísa ásöknum um vanþekkingu á bug og eru fullkomlega meðvituð um að formleg aðkoma hagaðila, sérfræðinga og almennings sé tryggð í auglýsingaferlinu, í samræmi við lög og reglur um skipulagsmál.

Hins vegar telja undirrituð eðlilegt og ábyrgðarfullt að afla upplýsinga og sjónarmiða áður en málið fer til afgreiðslu í svæðisskipulagsnefnd. Slíkt stuðlar að vandaðri ákvarðanatöku og tryggir að við, sem sitjum í bæjarstjórn, höfum nægjanleg gögn til að meta áhrif tillögunnar áður en hún er send í formlegt ferli. Það er hvorki fordæmislaust né óeðlilegt að óska eftir faglegri ráðgjöf áður en formleg umsagnarferli hefjast.

Ef markmiðið er að taka upplýsta og vel rökstudda ákvörðun, ættum við að fagna frekari gögnum og sjónarmiðum, fremur en að líta á þau sem óþarfa inngrip í ferlið.

Nýverið voru nýjar siðareglur límdar upp á vegg í bæjarstjórnarsalnum. Í fyrstu grein segir að bæjarfulltrúar starfi í þágu allra Kópavogsbúa með opnu samtali, virku upplýsingaflæði og hlusti á ólík sjónarmið. Undirrituð sakna þess að meirihlutinn virði nýjar siðareglur. "

Bergljót Kristinsdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Sigurbjörg E. Egilsdóttir
Kolbeinn Reginsson

Bókun:
"Það eru vonbrigði að sjá nálgun minnihlutans á þetta mál. Kópavogsbær er að fylgja lögbundnu skipulagsferli sem tryggir aðkomu ólíkra sjónarmiða eins og rakið er betur í fyrri bókun meirihlutans."

Ásdís Kristjánsdóttir
Hjördís Ýr Johnson
Andri Steinn Hilmarsson
Björg Baldursdóttir

Fundargerðir nefnda

10.2212549 - Skemmtilegri leikskólalóðir

Lögð fram tillaga á fundi leikskólanefndar nr. 168, dags.16.01.2025 um framkvæmdir á leikskólalóðum 2025.

Leikskólanefnd þakkar Friðriki Baldurssyni, garðyrkjustjóra Kópavogs fyrir greinagóða kynningu og samþykkir tillögu um forgangsröðun leikskólalóða til endurbóta árið 2025 fyrir sitt leyti og vísar tillögunni áfram til samþykktar bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu með fimm atkvæðum.

Fundargerðir nefnda

11.2501011F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 410. fundur frá 17.01.2025

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2501008F - Menntaráð - 137. fundur frá 21.01.2025

Fundargerð í níu liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.2501007F - Ungmennaráð - 50. fundur frá 20.01.2025

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.2501013F - Velferðar- og mannréttindaráð - 1. fundur frá 27.01.2025

Fundargerð í tíu liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.25012520 - Fundargerð 30. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness frá 27.01.2025

Fundargerð 30. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness frá 27.01.2025.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

16.25012397 - Fyrirspurn um leikskólamál frá bæjarfulltrúa Samfylkingar

Frá bæjarfulltrúa Samfylkingar, dags. 27.01.2025, lögð fram fyrirspurn um leikskólamál.
Bæjarráð vísar fyrirspurninni til umsagnar sviðsstjóra menntasviðs.

Fundi slitið - kl. 10:43.