Bæjarráð

3157. fundur 04. janúar 2024 kl. 08:15 - 10:35 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.23041528 - Mánaðarskýrslur 2023

Deildarstjóri hagdeildar fer yfir mánaðarskýrslur fyrir tímabilið janúar - október 2023.
Lagt fram og kynnt.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson deildarstjóri hagdeildar - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2002676 - Stefna fjármálasviðs

Lögð fram drög að stefnu fjármálasviðs til samþykktar bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði málinu 30.11.2023 og 07.12.2023.
Bæjarráð vísar drögum að stefnu fjármálasviðs til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.23111907 - Mannauðsstefna Kópavogsbæjar

Lögð fram drög að mannauðsstefnu til samþykktar bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði málinu 30.11.2023 og 07.12.2023.
Bæjarráð vísar drögum að mannauðsstefnu Kópavogsbæjar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2312880 - Beiðni bæjarfulltrúa Bergljótar Kristinsdóttur um kynningu á fyrirhuguðum breytingum á grenndargerðum og upplýsingar um kostnað vegna sorphirðu

Breytingar á grenndargerðum - kynning.
Kynning og umræður.

Gestir

  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar - mæting: 09:11

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.23121564 - Fundir bæjarstjórnar 2024

Lögð fram áætlun um fundi bæjarstjórnar 2024.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.23121563 - Fundir bæjarráðs 2024

Lögð fram áætlun um fundi bæjarráðs 2024.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.23111455 - Digranesheiði 31, Ana Cristina. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild. dags. 02.01.2024, lögð fram umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II (íbúðagisting) að Digranesheiði 31, 200 Kópavogi. Gildandi aðalskipulag gerir ekki ráð fyrir atvinnustarfsemi og samrýmist rekstrarleyfið því ekki skipulagi á svæðinu. Lögfræðideild leggur til við bæjarráð að veitt verði neikvæð umsögn.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita neikvæða umsögn með vísan í minnisblað lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.23111605 - Engihjalli 8, Matarhjallinn. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild. dags. 02.01.2024, lögð fram umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir veitingarstað í flokki II að Engihjalla 8, 200 Kópavogi. Staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og opnunartími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015. Lögfræðideld leggur til við bæjarráð að veitt verði jákvæð umsögn.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan í minnisblað lögfræðideildar.

Ýmis erindi

9.2310520 - Fjárhagsáætlun heilbrigðiseftirlitsins og gjaldskrá fyrir árið 2024

Frá Heilbrigðiseftirliti Garðabæjar, Hafnarfjarðar Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness, lögð fram til samþykktar fjárhagsáætlun 2024 og gjaldskrár fyrir árið 2024.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Ýmis erindi

10.23121195 - Tillögur starfshóps um húsnæðismál Slökkviliðs höfuborgarsvæðisins bs.

Frá SHS, dags. 18.12.2023, lagðar fram tillögur starfshóps um húsnæðismál Slökkviliðs höfuborgarsvæðisins bs. Tillögurnar hafa verið samþykktar af stjórn SGS og er vísað til umfjöllunar í aðildarsveitarfélgunum. Ekki er gert ráð fyrir að tillögurnar hafi áhrif á fjárhagsáætlanir sveitarfélagana til næstu ára. Fjármálastjórum sveitarfélaganna verði falið að stilla upp tillögu að fjármögnun.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

11.2312014F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 383. fundur frá 21.12.2023

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.2311023F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 170. fundur frá 19.12.2023

Fundargerð í sjö liðum.
Framlagningu frestað.

Bæjarráð óskar eftir því að fá kynningu á máli nr. 4 um hámarkshraðaáætlun Kópavogsbæjar á næsta fundi ráðsins og frestar afgreiðslu þess.

Fundargerðir nefnda

13.23121551 - Fundargerð 940. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15.12.2023

Fundargerð 940. fundar frá 15.12.2023
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.23121456 - Fundargerð 570. fundar stjórnar SSH frá 18.12.2023

Fundargerð 570. fundar frá 18.12.2023.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.23121287 - Fundargerð 490. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 20.12.2023

Fundargerð 490. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 20.12.2023.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:35.