Bæjarráð

3103. fundur 20. október 2022 kl. 08:15 - 12:21 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2209824 - Heildarsýn fyrir þróunarsvæðið á Kársnesi

Kynnig skipulagsfulltrúa.

Kynnt.

Gestir

  • Auður D. Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2208615 - Tillaga bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur um að hafin verði undirbúningur að gerð hverfisskipulags fyrir hvern bæjar/hlutahvert hverfi í Kópavogi.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 18.10.2022, lögð fram umsögn varðandi hverfisskipulag.
Bæjarráð hafnar tillögu Theódóru S. Þorsteinsdóttur með þremur atkvæðum, gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur og hjásetu Helgu Jónsdóttur.

Fundarhlé hófst kl. 9:33, fundi fram haldið kl. 9:55.

Bókun:
"Með hverfisskipulagi er mögulegt að setja fram framtíðarsýn hverfa með heildstæðri skipulagsáætlun sem nær yfir mörg minni svæði sem annars hafa verið skipulögð sem sjálfstæðar einingar og byggð upp á mismunandi tímabilum. Þar koma fram vísar að framtíðarþróun og leiðir að betri hverfum fyrir bæjarbúa alla.

Markmiðið með hverfisskipulagi er að móta stefnu um breytingar á húsnæði, fjölgun íbúða, samgöngur, græn svæði og styrking á verslun og þjónustu í hverfum. Einnig að fegra umhverfið og hvetja til heilsueflandi athafna. Með gerð hverfisskipulags er aðalskipulagið fært nær íbúum. Tekið er mið af þörfum þeirra sem búa og starfa í hverfinu, og innviðir hverfisins, starfsemi og notkun þess skilgreint með auknu samráði. Hverfisáætlanir ná engan veginn utan um markmið hverfisskipulags.
Þess vegna þykir undirritaðri miður að ekki sé vilji til þess að hefja faglegan undirbúning að hverfisskipulagi."
Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Bókun:
"Tek undir bókun Theódóru S. Þorsteinsdóttur."
Sigurbjörg E. Egilsdóttir.


Fundarhlé hófst kl. 10:00, fundi fram haldið kl. 10:19.

Bókun:
"Með byggðarkönnun, hverfisáætlun, rammaskipulagi og vandaðri deiliskipulagsvinnu byggðri á aðalskipulagi, samráði við íbúa um framtíðarsýn og mannlíf í hverfum, nást meginmarkmiðin sem bæjarfulltrúar Viðreisnar og Pírata tiltaka í bókun sinni. Að auki tekur þessi nálgun skemmri tíma og tilkostnaður er minni."
Orri V. Hlöðversson
Hjördís Ýr Johnson
Andri S. Hilmarsson
Ásdís Kristjánsdóttir
Helga Jónsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir

Fundarhlé hófst kl. 10:22, fundi fram haldið kl. 10:42.

Tillaga:
"Lagt er til að lokið verði við vinnu við gerð hverfisáætlana í Kópavogi sem unnið hefur verið að frá árinu 2014, með hverfisáætlanir fyrir Kársnes og Digranes í forgangi. Jafnframt verði sett í forgang vinna við deiliskipulag Borgarlínu og hafnarsvæðis á Kársnesi."
Orri V. Hlöðversson
Hjördís Ýr Johnson
Andri S. Hilmarsson
Ásdís Kristjánsdóttir
Helga Jónsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir

Bæjarráð samþykkir tillöguna með fjórum atkvæðum gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur.

Bókun:
"Það eru engar upplýsingar sem liggja fyrir um hvort byggðarkönnun, hverfisáætlun, rammaskipulag og deiliskipulagsvinna sé ódýrari leið en vinna við gerð á heildstæðu hverfisskipulagi. Áætluð fjölgun íbúða á Kársnesinu eru 1.390 samkvæmt nýju aðalskipulagi. Hverfisáætlanir kveða ekki á um fastar byggingarheimildir. Með gerð hverfisskipulags er aftur á móti hægt að móta stefnu um hvar fjölgun íbúða mun eiga sér stað, samgöngur, græn svæði og styrkingu á verslun og þjónustu í hverfinu. Þá einfaldar hverfisskipulag íbúum að sækja um breytingar á fasteignum sínum og lóðum, s.s. að byggja kvisti, svalir, eða viðbyggingar og fleira. Með tilkomu hverfisskipulags er byggðin þróuð í takt við breyttar áherslur í samfélaginu og unnið að því að gera hverfin vistvænni og sjálfbærari."
Theodóra S. Þorsteinsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir

Fundarhlé hófst kl. 10:51, fundi fram haldið kl. 11:01

Bókun:
"Það kemur skýrt fram í minnisblaði skipulagsfulltrúa að um er að ræða tímafreka og mjög kostnaðarsama vinnu. Að öðru leyti vísum við til fyrri bókunar."
Orri V. Hlöðversson
Hjördís Ýr Johnson
Andri S. Hilmarsson
Ásdís Kristjánsdóttir

Fundarhlé hófst kl. 11:02, fundi fram haldið kl. 11:05.

Bókun:
"Sá kostnaður sem vísað er til í minnisblaði skipulagsfulltrúa snýr aðeins að gerð hverfisáætlunar en ekki kemur fram hver kostnaðurinn er við gerð rammaskipulags, byggðakönnunar og allrar þeirrar deiliskipulagsvinnu sem þarf að fara fram ef ekki er unnið hverfisskipulag."
Theodóra S. Þorsteinsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:50
  • Auður D. Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi - mæting: 08:50

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2210331 - Kópavogur Menningarborg Evrópu 2028

Frá forstöðumanni menningarmála, dags. 11.10.2022, lögð fram beiðni um að Kópavogur sæki um að verða Menningarborg Evrópu 2028.
Bæjarráð frestaði erindinu þann 13.10 sl.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar lista- og menningarráðs.
Fylgiskjöl:

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2109582 - Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs - kynning

Kynning á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.
Frestað til næsta fundar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2210293 - Ögurhvarf 2, Borgarnesti ehf, Skalli. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 14.10.2022, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 11.10.2022, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Borgarnestis ehf., kt. 550988-1009, um leyfi til reksturs Skalla að Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, að staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð staðfestir að opnunartími og staðsetning sé í samræmi við lög og reglur bæjarfélagsins, með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2201119 - Vinnuskóli 2022

Frá verkefnastjóra vinnuskólans, lögð fram starfsskýrsla vinnuskóla og skólagarða Kópavogs fyrir 2022.
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.2010555 - Stytting vinnuvikunnar - Menntasvið

Frá menntasviði, dags. 17.10.2022, lagt fram samkomulag um styttingu vinnuvikunnar hjá kennurum í Snælandsskóla.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu að fyrirkomulagi vinnutímastyttingar Snælandsskóla.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.2209827 - Gjaldskrá Kópavogshafnar 2023

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, lögð fram til samþykktar gjaldskrá Kópavogshafnar.
Bæjarráð vísar málinu til nýrrar efnismeðferðar hafnarstjórnar.

Ýmis erindi

9.2210389 - Áætlun um loftgæði á Íslandi 2022-2033

Frá Umhverfisstofnun, dags. 12.10.2022, lögð fram drög að áætlun um loftgæði 2022-2033.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar.

Ýmis erindi

10.2210426 - Til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 44. mál.

Frá velferðarnefnd Alþingis. dags. 13.10.2022, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga umalmannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 44. mál.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Ýmis erindi

11.2210443 - Til umsagnar tillaga til þingsályktunar Endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, 9. mál.

Frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 14.10.2022, lagt fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar; Endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, 9. mál.


Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Ýmis erindi

12.2210437 - Fjárhagsáætlun heilbrigðiseftirlitsins og gjaldskrá fyrir árið 2023

Frá Heilbrigðiseftirliti Garðabæjar, dags. 13.10.2022, lögð fram fjárhagsáætlun og greinargerð með fjárhagsáætlun fyrir árið 2023.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bókun:
"Bæjarráð óskar eftir samantekt á kostnaðarþróun Kópavogsbæjar frá árinu 2018."

Ýmis erindi

13.2210526 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. 2023 til samþykktar

Frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðis bs, dags. 18.10.2022, lögð fram til samþykktar gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. 2023.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

14.2210005F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 90. fundur frá 12.10.2022

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.2210011F - Menntaráð - 103. fundur frá 18.10.2022

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.2210001F - Skipulagsráð - 129. fundur frá 17.10.2022

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.
  • 16.5 2012282 Vesturvör 36. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju tillaga Hauks Ásgeirssonar byggingarverkfræðings dags. í nóvember 2020 f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulag á lóðinni nr. 36 við Vesturvör. Í breytingunni felst að byggðar verði viðbyggingar við austur- og vesturhlið núverandi húss á lóðinni, hvor um sig 546, 25 m² að flatarmáli. Heildaraukning byggingarmagns á lóðinni yrði samtals 1.092,5 m². Fjöldi bílastæða og fyrkomulag breytist og gert er ráð fyrir breyttri aðkomu að bílstæðum á norðurhluta lóðar. Frágangur á lóðarmörkum breytist. Erindinu fylgja uppdrættir í mælikvarða 1:500 dags. í apríl 2021 og í nóvember 2020.
    Þá lagðar fram skýringarmyndir dags. 12. september 2022.
    Á fundi skipulagsráðs 3. maí 2021 var samþykkt að hafin yrði vinna við endurskoðun deiliskipulags á svæðinu.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 129 Skipulagsráð hafnar framlagðri tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 16.6 2207192 Aflakór 12. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Brynhildar Sólveigardóttur arkitekts f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Rjúpnahæðar, Austurhluta sem samþykkt var í bæjarráði 7. september 2006 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 9. október 2006. Breytingin nær aðeins til lóðarinnar Aflakórs 12.
    Í breytingunni felst að núverandi byggingarreitur er stækkaður til norðvesturs að hluta til um 2,5 metra. Gert er ráð fyrir að hluti núverandi verandar á norðvestur hlið húss verði lokað með gleri og þakkantur framlengdur.
    Við þessar breytingar eykst byggingarmagn íbúðarhússins úr 395,8 m² í 416,1 m² og nýtingarhlutfall verður 0.5 í stað 0.48.
    Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag fyrir Rjúpnahæð - austurhluta með síðari breytingu samþykkta í bæjarráði 31. júlí 2007 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 27. september 2007.
    Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur í mkv. 1:2000 ásamt skýringarmynd í mkv. 1:200 dags. 1. september 2022.
    Á fundi skipulagsráðs 5. september 2022 var samþykkt með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum í Aflakór 1-20.
    Kynningartíma lauk 10. október 2022, engar athugasemdir bárust.

    Niðurstaða Skipulagsráð - 129 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 16.11 2210283 Aðalskipulag Kópavogs. Fyrirspurn frá Skipulagstofnun.
    Lögð fram fyrirspurn frá Skipulagsstofnun dags. 10. október 2022 um áform um endurskoðun aðalskipulags og gerð eða endurskoðun svæðisskipulags.
    Jafnframt lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 12. október 2022.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 129 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að ekki sé ástæða til heildarendurskoðunar Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040 með fjórum atkvæðum gegn atkvæði Helgu Jónsdóttur.
    Gildandi aðalskipulag er í megindráttum í takt við tímann og í samræmi við aðrar áætlanir. Theódóra S. Þorsteinsdóttir og Hákon Gunnarsson sátu hjá við afgreiðslu málsins.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

17.2210007F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 157. fundur frá 18.10.2022

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.2210004F - Ungmennaráð - 32. fundur frá 17.10.2022

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

19.2210395 - Fundargerð 406. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 12.10.2022

Fundargerð 406. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 12.10.2022
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Fundargerðir nefnda

20.2210428 - Fundargerð 360. fundar stjórnar Strætó frá 16.09.2022

Fundargerð 360. fundar stjórnar Strætó frá 16.09.2022
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

21.2210499 - Fundargerð 470. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 26.08.2022

Fundargerð 470. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 26.08.2022
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

22.2210500 - Fundargerð 471. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 23.09.2022

Fundargerð 471. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 23.09.2022
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

23.2210501 - Fundargerð 472. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 29.09.2022

Fundargerð 472. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 29.09.2022
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

24.2210518 - Fundargerð 98. fundar Markaðsstofu Kópavogs frá 06.10.2022

Fundargerð 98. fundar Markaðsstofu Kópavogs frá 06.10.2022
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

25.2210538 - Fundargerð 110. fundar svæðisskipulagsnefndar frá 14.10.2022

Fundargerð 110. fundar svæðisskipulagsnefndar frá 14.10.2022
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

26.2203355 - Göngu- og hjólastígur meðfram Lindarvegi

Á fundi bæjarráðs þann 1. september sl. var samþykkt að vísa uppfærðri verkáætlun til umsagnar bæjarlögmanns. Undirrituð ítrekar beiðni um umsögn frá bæjarlögmanni.
Theódóra S. Þorsteinsdóttir.
Bæjarráð ítrekar erindið.

Erindi frá bæjarfulltrúum

27.2208346 - Fyrirspurn er varðar biðlista eftir leikskólavist í Kópavogi

Undirrituð óskaði eftir upplýsingum þann 18. ágúst sl. er varðar fjölda barna á biðlista eftir leikskóladvöl. Svar var lagt fram þann 1. sept . sl. Undirrituð óskar nú eftir uppfærðum upplýsingum er varðar biðlistana og hvernig framkvæmdir ganga við að stækka og laga leikskólahúsnæði sem samþykkt var í upphafi þessa árs. Upplýsingar um hvernig gangi að manna leikskólana, hlutfall leikskólakennara og hvort starfshópar hafi verið stofnaðir til undirbúnings endurbóta á þeim leikskólalóðum sem næst eru í forgangsröðinni þ.e lóðir við Sólhvarf, Baug, Fífusali og Kór.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar sviðsstjóra menntasviðs.

Erindi frá bæjarfulltrúum

28.2209396 - Tillaga um að hefja undirbúning við að endurgera Himnastigann

Undirrituð lagði fram erindi í bæjarráði þann 15. september. sl. Samþykkt var að vísa erindinu til bæjarstjóra. Óskað er eftir upplýsingum um málið.
Theódóra S. Þorsteinsdóttir.
Bæjarráð ítrekar erindið.

Erindi frá bæjarfulltrúum

29.2210553 - Ósk bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur að farið verði yfir stofnframkvæmdir fyrir árið 2022 í bæjarráði

Ósk bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur að farið verði yfir stofnframkvæmdir fyrir árið 2022 í bæjarráði
Bæjarráð óskar eftir yfirferð yfir stöðu framkævmda á næsta fundi ráðsins í samanburði við stofninn.

Erindi frá bæjarfulltrúum

30.2210554 - Ósk bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteindóttur um umræðu um Kópavogshöfn

Ósk bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteindóttur um umræðu um Kópavogshöfn
Umræður.

Fundi slitið - kl. 12:21.