Bæjarráð

2967. fundur 22. ágúst 2019 kl. 08:15 - 11:15 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson varamaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Samkvæmt 35. gr. laga nr. 135/2011 og 32. gr. bæjarmálasamþykktar Kópavogsbæjar fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella í sumarleyfi hennar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1908042 - Auðbrekka 15. Heimild til framsals.

Frá lögfræðideild, dags. 20. ágúst, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Auðbrekku 15, Lunds fasteignafélags ehf., um heimild til að framselja lóðina til Property Fund ehf. Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar skipulagsstjóra á fundi sínum þann 8. ágúst sl.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum umbeðið framsal með sömu skilyrðum og fram koma í rammasamningi aðila frá 20. janúar 2016.

Gestir

  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri - mæting: 08:15
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1810889 - Fjárhagsáætlun 2019

Frá bæjarstjóra, dags. 20. ágúst, lögð fram tilkynning um breytingu á framlagi frá Jöfnunarsjóði fyrir árið 2019.
Lagt fram.

Bæjarráð óskar eftir skýringu á því hvers vegna Jöfnunarsjóður skerðir framlög sín með þessum hætti í endurskoðaðri áætlun og leggi fram útreikninga sem þar liggja til grundvallar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1903480 - Austurkór 72. Breytt deiliskipulag.

Frá lögfræðideild, dags. 14. ágúst, lagt fram erindi vegna beiðni lóðarhafa Austurkórs 72 um endurupptöku máls er varðaði breytingu á skipulagi lóðarinnar.
Bæjarráð hafnar beiðni lóðarhafa Austurkórs 72 um endurupptöku máls er varðaði breytingu á skipulagi lóðarinnar með fjórum atkvæðum gegn atkvæði Theódóru Þorsteinsdóttur.

Theódóra Þorsteinsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirrituð harmar að ekki sé hægt að verða við ósk þessara fjölskyldu um að breyta deiliskipulagi þannig að einbýlishús verði tvíbýli. Hvorki ætti að vera bílastæðavandi né fleiri íbúar en vænta megi í almennu fjölskylduhúsi af þessari stærð.
Theódóra Þorsteinsdóttir"

Ármann Kr. Ólafsson, Karen Halldórsdóttir, Birkir Jón Jónsson lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Bæjarráð er hér eingöngu að fjalla um endurupptöku málsins en samkvæmt fyrirliggjandi lögfræðiáliti eru ekki forsendur fyrir henni.
Ármann Kr. Ólafsson, Karen Halldórsdóttir, Birkir Jón Jónsson"

Hlé var gert á fundi kl. 10:31. Fundi var framhaldið kl. 10:44.

Theódóra Þorsteinsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirritaðri er það ljóst að hér er um að ræða beiðni um endurupptöku máls en er ósammála þeirri niðurstöðu sem fram kemur í minnisblaði og óttast ekki það fordæmi sem gæti skapast á svæðinu.
Theódóra Þorsteinsdóttir"

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1908544 - Fífuhvammur 20, niðurrif.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 19. ágúst, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til niðurrifs Fífuhvamms 20.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

Gestir

  • Steingrímur Hauksson - mæting: 09:10

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.1908445 - Dalsmári 5, Fífan. Yggdrasill. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tækifærisleyfi vegna ráðstefnu

Frá lögfræðideild, dags. 19. ágúst, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 15. ágúst, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Yggdrasils ehf., kt. 620917-0360, um tímabundið áfengisleyfi vegna Nörda ráðstefnuhátíðar sem verður haldin þann 13-15. september nk. frá kl. 12:00-23:00, í íþróttahúsinu Smáranum, Dalsmára 5, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 30. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.1907249 - Gulaþing 21. Beiðni um nafnabreytingu á lóðarhafa

Frá lögfræðideild, dags. 12. ágúst, lögð fram umsögn um beiðni lóðarhafa Gulaþings 21 um nafnabreytingu á lóðinni.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum beiðni um framsal lóðarréttinda Gulaþings 21.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.1712553 - Lindasmári 13 íbúð 0302 Fastanúmer 221-8957 Eignaumsjón. Framhaldsmál.

Frá fjármálastjóra, dags. 20. ágúst, lögð fram beiðni um heimild til sölu félagslegrar íbúðar að Lindasmára 13. Er óskað eftir að fjármálastjóra verði veitt heimild til að fullgilda kaupsamning vegna sölu fasteignarinnar og við fullnaðaruppgjör/afsal.
Bæjarráð veitir umbeðna heimild til sölu félagslegrar íbúðar að Lindasmára 13 með fjórum atkvæðum gegn atkvæði Péturs Hrafns Sigurðssonar.

Birkir Jón Jónsson og Karen Halldórsdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Undirrituð árétta að þrátt fyrir sölu umræddrar íbúðar fjölgar félagslegum íbúðum í bænum með kaupum nýrra íbúða.
Birkir Jón Jónsson, Karen Halldórsdóttir"

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.1906543 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar um mótun menntastefnu fyrir Kópavogsbæ

Frá sviðsstjóra menntasviðs, kynning á mótun menntastefnu fyrir Kópavogsbæ.
Lagt fram.

Gestir

  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 09:30

Ýmis erindi

9.1908223 - Styrkbeiðni vegna afrekssviðs við Menntaskólann í Kópavogi

Frá skólameistara Menntaskólans í Kópavogi, dags. 12. ágúst. lagt fram erindi þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 500.000,- vegna afrekssviðs við Menntaskólann í Kópavogi.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar sviðsstjóra menntasviðs.

Ýmis erindi

10.1908529 - Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019 - 2033

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 19. ágúst, lögð fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjóra til umsagnar.

Ýmis erindi

11.1907440 - Tilkynning varðandi eignaspjöll og ólöglegar byggingaframkvæmdir

Frá Þorsteini S. Thorseinsson, dags. 12. ágúst, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir gögnum er varða leyfi til að fjarlægja ljósastaur við Réttingarverkstæði Jóa að Dalvegi 16a.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til afgreiðslu.

Ýmis erindi

12.1908534 - Hlíðarvegur 61, 63 og 65. Ósk um úrbætur á bílastæðum

Frá íbúum Hlíðarvegar 61, 63 og 65, dags. 1. ágúst, lagt fram erindi um úrbætur á bílastæðum.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

Kosningar

13.18051283 - Kosningar í lista- og menningarráð 2018-2022

Kosning aðalamanns í lista- og menningarráð.
Margrét Tryggvadóttir kjörin aðalmaður í stað Þórunnar Sigurðardóttur.

Fundargerðir nefnda

14.1908003F - Leikskólanefnd - 109. fundur frá 15.08.2019

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

15.1907005F - Skipulagsráð - 56. fundur frá 19.08.2019

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.
  • 15.3 1908369 Fornahvarf 1. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi lóðarhafa Fornahvarfs 1 dags. 1. ágúst 2019 þar sem óskað er eftir að stækka byggingarreit bæði til vesturs og norðurs sbr. uppdrætti í mkv. 1:100 dags. 9. ágúst 2019. Niðurstaða Skipulagsráð - 56 Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
  • 15.7 1908440 Hafnarbraut 27a. Ný spennustöð.
    Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að staðsetningu spennistöðvar við Hafnarbraut norðan lóðarinnar nr. 27. Tillagan, sem unnin er í samvinnu við Veitur ohf. er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 dags. 15. ágúst 2019. Niðurstaða Skipulagsráð - 56 Skipulagsráð samþykkir tillöguna með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
  • 15.8 1908046 Skógarlind 1. Breytt deiliskipulag. Fyrirspurn.
    Lögð fram fyrirspurn Kristins Ragnarssonar arkitekts dags. 5. ágúst 2019 fh. lóðarhafa Skógarlindar 1 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi á lóðinni Skógarlind 1. Í breytingunni felst að á lóðinni verði reist 3 hús fyrir blandaða byggð, verslun þjónustu og íbúðir sbr. uppdrætti í mkv. 1:200 og 1:500 dags. í júlí 2019. Niðurstaða Skipulagsráð - 56 Hafnað. Samræmist ekki aðalskipulagi Kópavogs. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum og hafnar erindinu.
  • 15.9 1905800 Hafnarbraut 9. Breytt deiliskipulag.
    Á fundi skipulagsráðs 29. júlí 2019 var lagt fram erindi Teiknistofunnar Tröð dags. 27. maí 2019 fh. lóðarhafa Hafnarbrautar 9 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í samþykktu deiliskipulagi fyrir lóðina er gert ráð fyrir að atvinnuhúsnæði sé 460 m2 og íbúðir 2640 m2, 1,3 bílastæði á íbúð og 1 bílastæði fyrir hverja 50 m2 atvinnurýmis. Nú er óskað eftir því að deiliskipulagi verði breytt á þann hátt að heimilað verði að breyta þremur atvinnurýmum í 5 íbúðir; eina stúdíó íbúð, eina tveggja herbergja íbúð og þrjár þriggja herbergja íbúðir. Fyrir liggur samþykki allra eigenda íbúða í húsinu. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:200 dags. 11. febrúar 2019. Afgreiðslu málsins var frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

    Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15. ágúst 2019.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 56 Með tilvísan til umsagnar skipulags- og byggingardeildar dags. 15. ágúst 2019 hafnar skipulagsráð erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fjórum atkvæðum gegn atkvæði Theódóru Þorsteinsdóttur og hafnar erindinu.
  • 15.10 1905532 Gulaþing 21. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Kristins Ragnarssonar arkitekts dags. 22. maí 2019 fh. lóðarhafa Gulaþings 21 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að vegghæð suðaustur hliðar hækkar úr 6,3 m í 7,5 m og vegghæð norðvestur hliðar hækkar úr 6,3 m í 7,0 m Gert er ráð fyrir flötu þaki. Þannig fer byggingarreiturinn 1,2 m. upp úr gildandi byggingarreit á suðausturhluta þaksins og 0,7 m. á norðvestur hluta þaksins. Á fundi skipulagsráðs 15. júlí var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna erindið fyrir lóðarhöfum Gulaþings 15, 17, 19, 23, 25, 62, 64, 66 og 68. Kynningartíma lauk 14. ágúst 2019. Athugasemdir og ábendingar bárust.

    Lagt fram að nýju ásamt framkomnum athugasemdum og umsögn skipulags- og byggingardeildar. Er umsögnin dags. 15. ágúst 2019.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 56 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.

Fundargerðir nefnda

16.1908053 - 11. fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 18.06.2019

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.1908054 - 12. fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 21.06.2019

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.1908657 - Fundargerð 411. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 16.08.2019

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

19.1908661 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar um undirbúning fyrir fjárhagsáætlun

Fyrirspurn frá bæjarfulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar um vinnuáætlun bæjarstjórnar í tengslum við undirbúning fyrir fjárhagsáætlun:
Bæjarstjórn samþykkti á síðsta kjörtímabili að móta stefnu fyrir Kópavogsbæ með skýrri framtíðarsýn, fara í innri og ytri greiningu, gera nákvæma áætlun og mælikvarða sem lýsir hvernig viðfangsefnum verður mætt m.a. með fjármagni og beinum aðgerðum. Um verkefnið náðist þverpólitísk samstaða og vinnan hófst í október 2016. Nú liggur fyrir vinna við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020. Þar sem kjörnir fulltrúar eru þegar farnir að undirbúa sig og skipuleggja tíma sinn fyrir þá vinnu sem framundan er, þá er óskað eftir neðangreindum upplýsingum:
Hvort vinna við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020 byggja á því vinnulagi sem samþykkt var að fara í árið 2016?
Hvort fjármagni og beinum aðgerðum verði ráðstafað í samræmi við stefnu?
Hvort tímasett vinnuáætlun muni liggja fyrir þar sem fram kemur skýrt viðfangsefni fyrir hvern fund?
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

20.1908660 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar um lögfræðikostnað vegna Sorpu

Fyrirspurn frá bæjarfulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar um lögfræðikostnað vegna Sorpu bs:
Hversu hár er lögfræðikostnaður við ráðgjöf og sérfræðiaðstoð hjá Sorpu bs. síðustu 10 ár (skipt niður pr. ár)?
Frá hvaða lögfræðistofum eða sveitarfélögum/borg er sú vinna keypt (fyrir sama tímabil og getið er um í lið 1)?
Hvort útboð fari fram og hvenær þau útboð hafi farið fram (fyrir sama tímabil og getið er um í lið 1)?
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 11:15.