Bæjarráð

2936. fundur 29. nóvember 2018 kl. 08:15 - 10:15 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Ýmis erindi

1.1811500 - Guðmundarlundur. Beiðni um styrk vegna jarðvinnu og byggingu nýs grillskála

Frá Skógræktarfélagi Kópavogs, dags. 16. nóvember, lagt fram erindi um stuðning vegna byggingu grillskála á útivistarsvæði í Guðmundarlundi.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

Erindi frá bæjarfulltrúum

2.1811661 - Tillaga um aukið aðgengi að upplýsingum frá Pírötum.

Frá Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur bæjafulltrúa, tillaga um aukið aðgengi að upplýsingum sem felur að á vef bæjarins megi nálgast yfirlit yfir þau mál sem bæjarfulltrúar hafa lagt fram og eru til afgreiðslu inn í stjórnsýslunni. Þetta felur ekki endilega í sér birtingu gagna umfram það sem kemur fram í fundargerðum nú þegar, heldur snýr fyrst og fremst að því að þau séu aðgengileg á einum stað svo auðveldlega megi sjá hvaða mál eru í ferli og hvar þau eru stödd í kerfinu. Vönduð meðferð og miðlun upplýsinga eru afar mikilvægir þættir í starfsemi sveitarfélaga og með þessu móti eykst gagnsæi og skilvirkni í stjórnsýslunni.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til úrvinnslu.

Fundargerðir nefnda

3.1811589 - Fundargerð 295. fundar stjórnar Strætó bs. 16.11.2018

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

4.1811012F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 105. fundur frá 20.11.2018

Fundargerð í 11. liðum.
Lagt fram.
  • 4.3 1310510 Gámar í Kópavogi
    Lögð fram tillaga að samþykkt um stöðuleyfi í Kópavogi ásamt gjaldskrá fyrir stöðuleyfi fyrir gáma í Kópavogi. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 105 Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma samþykkt um stöðuleyfi í Kópavogi og gjaldskrá fyrir stöðuleyfi gáma. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.
  • 4.11 18082513 Skilti og auglýsingar - Verklag
    Lögð fram tillaga að samþykkt um skilti og auglýsingar í Kópavogi. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 105 Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma samþykkt um skilti og auglýsingar í Kópavogi. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

5.1811443 - Fundargerð 86. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 09.11.2018

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

6.1811479 - 7. fundargerð skólanefndar MK frá 6, nóvember 2018

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

7.1811011F - Menntaráð - 34. fundur frá 20.11.2018

Fundargerð í 7. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.1811014F - Leikskólanefnd - 100. fundur frá 15.11.2018

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Pétur Hrafn Sigurðsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
"Fyrir fundinum liggur fundargerð leikskólanefndar þar sem fram koma svör menntasviðs við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni.
Þar sem svör við sumum spurninganna eru í besta falli óskýr óska ég eftir svörum á næsta fundi bæjarráðs við neðangreindum spurningum.
Hver er kostnaður Kópavogsbæjar við rekstur leikskóla á árinu 2018. Hver er áætlaður kostnaður við rekstur leikskóla í Kópavogi á árinu 2018 ef allar stöður í skólunum væru mannaðar. Miða skal við núverandi hlutfall faglærðra og ófaglærðra.
Hvað hafa borist margar umsóknir um leikskólavist frá forráðamönnum barna í Kópavogi sem fædd eru í júní 2017 og síðar, sundurliðað eftir fæðingarmánuðum barnanna. Óskað er eftir að fá upplýsingar um hvernig og hvar slíkur listi er vistaður í kerfum Kópavogsbæjar. Enn fremur er óskað upplýsinga um undir hvaða nafni slíkur listi gengur fyrst ákveðið hefur verið að kalla hann ekki biðlista.
Pétur Hrafn Sigurðsson"

Fundargerðir nefnda

9.1811009F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 255. fundur frá 09.11.2018

Fundargerð í 11. liðum.
Lagt fram.

Ýmis erindi

10.1811546 - Styrkbeiðni vegna áramótabrennu í þingunum

Frá brennunefnd íbúa í Þingahverfi, dags. 21. nóvember, lögð fram beiðni um styrk vegna áramótabrennu í efri byggðum Kópavogs til að mæta útgjöldum í formi leyfisgjalda og trygginga að fjárhæð kr. 90.000.-.
Bæjarráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum.

Ýmis erindi

11.1811548 - Sótt um leyfi til að halda flugeldasýningu í Kópavogsdal 31.12.2018 frá 21:00-21:30

Frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi, dags. 23. nóvmber, lagt fram erindi þar sem óskað eftir umsögn bæjaryfirvalda vegna flugeldasýningar í Kópavogsdal á íþróttasvæði Breiðabliks þann 31. desember 2018 milli kl. 21-21:30 og leyfi til að halda flugeldasýninguna á fyrrgreindum stað.
Bæjarráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum.

Ýmis erindi

12.1811547 - Sótt um leyfi til flugeldasölu við Skeljabrekku 4, Versali 5 og Vallakór 4 frá 28.-31.12.2018

Frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi, dags. 23. nóvemer, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir leyfi fyrir flugeldasölu á þremur stöðum í bænum.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

13.1811393 - Ráðning starfsmannastjóra

Frá bæjarritara, dags. 16. nóvember, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að auglýsa starf starfsmannastjóra bæjarins laust til umsóknar.
Bæjarráð veitir heimild til að auglýsa laust til umsóknar starf starfsmannastjóra bæjarins með fimm atkvæðum.

Ýmis erindi

14.1811628 - Tillaga að breytingu á gjaldskrá vegna leyfisveitinga, eftirlits og annarra gjaldskyldra starfsemi og vegna hundahalds, 2019

Frá heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, lagðar fram tillögur um breytingar á gjaldskrám vegna matvæla-, heilbrigðis- og mengunareftirlits og vegna hundahalds.
Bæjarráð vísar tillögu að gjaldskrám heilbrigðiseftirlits 2019 til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Ýmis erindi

15.1811596 - Fjárhagsáætlun heilbrigðiseftirlits 2019

Frá heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, dags. 1. október, lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2019.
Bæjarráð vísar erindinu til fjármálastjóra til úrvinnslu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

16.1808095 - Húsnæði Kópavogsbæjar í Guðmundarlundi. Beiðni um greinargerð um fyrirhuguð afnot og lokauppgjör á kostnaði frá BF Viðreisn

Frá bæjarstjóra, dags. 28. nóvember, lagt fram svar við fyrirspurn varðandi Guðmundarlund.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

17.1811416 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 23. nóvember, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Glímufélagsins Ármanns um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 1.262.432,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 1.262.432,-. til greiðslu fasteignaskatts á fasteign Glímufélagsins Ármanns.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

18.1811594 - Gulaþing. Umsagnarbeiðni vegna áramótabrennu ofan við Gulaþing

Frá lögfræðideild, dags. 27. nóvember, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 23. nóvember, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Árna Þórs Árnasonar, kt. 240366-5179, um leyfi fyrir áramótabrennu ofan við Gulaþing í Kópavogi á gamlárskvöld 31. desember 2018 kl. 20:30.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

19.1811665 - Breiðablik, Smárahvammur. Umsagnarbeiðni vegna áramótubrennu

Frá lögfræðideild, dags. 27. nóvember, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 27. nóvember, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Breiðabliks, kt. 480169-0699, um leyfi fyrir áramótabrennu við Smárahvamm í Kópavogi á gamlárskvöld 31. desember 2018 kl. 20:30.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

20.1811582 - Smáratorg 1, Læknavaktin. Sviðslistahópurinn 16 elskendur. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tækifærisleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 23. nóvember, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 21. nóvember, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Sviðslistahópsins 16 Elskendur, kt. 570708-0150, um tækifærisleyfi vegna leiksýningar dagana 8-14. desember, frá klukkan 20:00-22:00, í Læknavaktinni að Smáratorgi 1, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/20017 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 30. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

21.1811141 - Fellahvarf 24, Steinakúnst ehf. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 23. nóvember, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 6. nóvember, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Steinakúnstar ehf. um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II, að Fellahvarfi 24, 203 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð veitir neikvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

22.1811127 - Sérstakur húsnæðisstuðningur - Íbúðarlánasjóður

Frá deildarstjóra rekstrardeildar, dags. 27. nóvember, lagðar fram til samþykktar breytingar á afgreiðslu sérstaks húsnæðisstuðnings í samvinnu við Íbúðalánasjóð og samningsdrög að þjónustusamningi milli aðila þar að lútandi.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar og óskar eftir að sviðsstjóri velferðarsviðs mæti til næsta fundar bæjarráðs.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

23.1810322 - Guðmundarlundur, samstarfssamningur við Skógrækt Kópavogs

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 8. október, lagt fram til samþykktar erindi með tillögum um samstarf Kópavogsbæjar og Skógræktar Kópavogs um nýtingu Guðmundarlundar. Bæjarráð óskaði eftir því að sviðsstjórar mennta- og umhverfissviðs myndu mæta á næsta fund ráðsins.
Lagt fram.

Sviðsstjórum mennta- og umhverfissviðs falið að vinna áfram með málið.

Gestir

  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:20
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 08:20

Fundi slitið - kl. 10:15.