Bæjarráð

2615. fundur 03. nóvember 2011 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Guðríður Arnardóttir formaður
  • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
  • Guðrún Pálsdóttir bæjarstjóri
  • Páll Magnússon
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1111016 - Landsskipulagsstefna 2012-2024

Frá Skipulagsstofnun, dags. 25/10, upplýsingar um undirbúning samráðsvettvangs og óskað eftir tilnefningu fulltrúa fyrir 15. nóvember nk.

Bæjarráð frestar afgreiðslu.

2.1111081 - Gjaldfrjáls aðgangur barna að sundlaugum. Tillaga frá Hjálmari Hjálmarssyni.

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður leggur til að aðgangur  barna 10 ára og yngri í Sundlaugar Kópavogs  verði gjaldfrjáls.

Fyrr á þessu ári voru samþykkt lög varðandi aldurstakmark í sundlaugar sem gera ráð fyrir því að börn séu orðin 10 ára gömul svo þau megi sækja sundstaði ein, án fylgdar fullorðinna.  Í því skyni að hvetja forráðamenn barna á aldrinum 6-10 ára til sundiðkunar,  legg ég því til að aðgangseyrir fyrir börn yngri en 10 ára verði enginn.

Hjálmar Hjálmarsson"

 

Hlé var gert á fundi kl. 10.58. Fundi var fram haldið kl. 11.03.

 

Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

3.1111079 - Breytt meðferð skipulagsmála. Bókun frá Ómari Stefánssyni.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Vek athygli á breyttri málsmeðferð skipulagsmála.

Áður: Gögn lögð fram. Kynning á málum í bæjarráði og umræða. Ítarleg kynning frá formanni skipulagsnefndar eða skipulagsstjóra í bæjarstjórn. Umræður og afgreiðsla

Nú: Gögn lögð fram.  Umræður og afgreiðsla í bæjarstjórn.

Ómar Stefánsson"

4.1111078 - Fundargerðir nefnda. Tillaga frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi tillögu:

"Undirritaðir leggja til að fundargerðir nefnda verði sendar út með fundarboði bæjarráðs.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson"

 

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

5.1111077 - Tími til að svara fyrirpurnum. Fyrirspurn frá Ármanni Kr. Ólafsson

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn til forseta bæjarstjórnar:

"Hvað telur forseti eðlilegt að það taki langan tíma að svara fyrirspurnum bæjarfulltrúa? Skriflegt svar óskast.

Ármann Kr. Ólafsson"

6.1111075 - Kostnaður við Punk-hátíð. Fyrirspurn frá Ómari Stefánssyni.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Hvað kostaði Punk-hátíðin?

Ómar Stefánsson"

7.1103299 - Digranesvegur 7. Húsnæði fyrir Héraðsskjalasafn

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Hvenær á að bjóða út innanhússfrágang að Digranesvegi 7?

Gunnar Ingi Birgisson"

 

Sviðsstjóri umhverfissviðs lagði fram eftirfarandi svar:

"Kostnaðaráætlun verður lögð fyrir framkvæmdaráð á næsta fundi og beiðni um útboð."

8.1109258 - Óskað eftir viðræðum við velferðarráðherra vegna stækkunar hjúkrunarheimilisins

Frá bæjarstjóra, drög að erindi til velferðarráðherra.

Bæjarráð vísar drögunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

9.1111039 - Dagur gegn einelti - 8. nóvember 2011. Þjóðarsáttmáli um baráttu gegn einelti undirritaður

Frá fjármála-, mennta- og menningarmála- og velferðarráðuneytinu, dags. 26/10, tilkynning um fyrirhugaðan dag gegn einelti 8. nóvember nk.

Lagt fram.

10.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

Dagskrá bæjarstjórnar 8. nóvember

I. Fundargerðir nefnda.

 

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég óska eftir að sviðsstjórar verði viðstaddir bæjarstjórnarfund.

Gunnar Ingi Birgisson"

11.1110437 - Óskað eftir styrk fyrir menntunarsjóð heyrnalausra

Frá Félagi heyrnarlausra, dags. 28/10, ósk um framlag til menntunarsjóðs félagsins.

Bæjarráð vísar erindinu til skólanefndar til afgreiðslu.

12.1110438 - Beiðni um styrk vegna þátttöku í aðalfundi Evrópusamtaka hótel- og ferðamálaskóla (AEHT)

Frá Menntaskólanum í Kópavogi, dags. 28/10, styrkbeiðni vegna nemendakeppni að upphæð 150.000,- kr.

Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 75.000,-.

13.1110179 - Stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytis í íþróttamálum, 2011-2015

Frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 26/10, svarbréf við athugasemd varðandi UMFÍ í tengslum við stefnumótun í íþróttamálum.

Lagt fram.

14.1110193 - Hagasmári 2, breytingar á húsnæði og útfærsla lóðar.

Frá lóðarhöfum Eyktarsmára 1, Engjasmára 9, Brekkusmára 2 og Arnarsmára 28, dags. 27/10, óskað skriflegra svara við spurningum varðandi fyrirhugaðar breytingar á Hagasmára 2.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

15.1101078 - Mánaðarskýrslur 2011

Frá bæjarritara, mánaðarskýrsla í október vegna starfsemi Kópavogsbæjar í september 2011.

Lagt fram.

Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.

16.1108384 - Kópavogsbakki 2-6. Fyrirspurn vegna óleyfisframkvæmda

Frá Landslögum, dags. 24/8 og 8/9, varðandi framkvæmdir við lóðir á Kópavogsbakka.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs og óskar eftir tillögu að svari.

 

Sviðsstjóri umhverfissviðs og bæjarlögmaður sátu fundinn undir þessum lið.

17.1011015 - Vatnsendablettur 102 (nú Ennishvarf 13), eignarnámsferli. Beiðni um rökstuðning

Frá Lex lögmannsstofu, dags. 13/9, álitsgerð varðandi kröfu um greiðslu málskostnaðar.

Bæjarráð hafnar á grundvelli framlagðs álits að Kópavogsbær taki þátt í lögfræðikostnaði lóðarhafa Vatnsendabletts 102.

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Þetta var samþykkt í júní og álitsgerðin er ein og hálf blaðsíða.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson"

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Álitið staðfestir það sem ég hef haldið fram og bendi jafnframt á að það staðfestir dóm hæstaréttar.

Ómar Stefánsson"

18.1110386 - Kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna afgreiðslu á beiðni um gögn varðandi vatnsvernd

Frá Sigurbirni Þorbergssyni hrl., dags. 28/10 og erindi úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dags. 31/10, varðandi afhendingu gagna í kærumálinu.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til umsagnar.

19.1111035 - Aðalfundur SSH 2011

Frá SSH, dagskrá aðalfundar SSH, sem haldinn verður í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli, Garðabæ, 4. nóvember nk. ásamt tillögu að breyttri samþykkt samtakanna.

Lagt fram.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Í fljótu bragði virðist vera verið að samþykkja að SSH verði yfirstjórn byggðasamlaganna.

Ómar Stefánsson"

20.1109142 - Styrkbeiðni vegna sumarbúða í Reykjadal 2011

Félagsmálaráð samþykkti styrkbeiðnina fyrir sitt leyti en vísaði erindinu til bæjarráðs þar sem upphæð er hærri en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir.

Bæjarráð staðfestir samþykkt félagsmálaráðs.

21.1109065 - Umsókn um skólavist 2011-2012

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 25/10, svar við fyrirspurn varðandi umsókn um styrk til tónlistarnáms.

Lagt fram.

 

Ármann Kr. Ólafsson vék af fundi undir þessum lið.

22.1109070 - Gerlamælingar. Umhverfisvöktun á vatni og sjó

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 1/11, bókun umhverfis- og samgöngunefndar þar sem kostnaðaráætlun fyrir vöktun heilbrigðiseftirlits á gerlamengun er vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012.

 

Sviðsstjóri umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið.

23.1110425 - Vatnsendaskóli, lóð

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 3/11, lögð fram verðkönnun í jarðvinnu á lóð Vatnsendaskóla, ásamt umsögn framkvæmdaráðs þar sem lagt er til að tekið verði tilboði lægstbjóðanda.

Bæjarráð samþykkir tillögu um að tekið verði tilboði lægstbjóðanda.

 

Sviðsstjóri umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið.

24.1110426 - Beiðni um styrk til að halda umhverfisdaga í Menntaskólanum í Kópavogi

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 1/11, umhverfis- og samgöngunefnd vísar styrkbeiðni Menntaskólans í Kópavogi til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 75.000,-.

25.1110420 - Endurskoðun ársreikninga, útboð

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 2/11, lagðar fram upplýsingar um útboð á endurskoðun ársreikninga Kópavogs.

Hlé var gert á fundi kl. 8:43.  Fundi var fram haldið kl. 8:46.

 

Lagt fram og vísað til bæjarstjórnar.

26.1109265 - Dagskrá bæjarráðsfunda. Bókun frá Guðríði Arnardóttur.

Frá bæjarlögmanni, dags. 2/11, svar við fyrirspurn um framlagningu fundargerða nefnda í bæjarráð, þar sem fram kemur að heimilt sé að leggja fundargerðir beint fyrir bæjarstjórn.

Lagt fram.

27.1111014 - Íþróttahús HK Digranesi v/Skálatún. Umsókn um tækifærisleyfi vegna Loi Kantong hátíðar með söngkonu

Frá bæjarlögmanni, dags. 2/11, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi dags. 28. október 2011 þar sem óskað er eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Thai menningarfélags, kt. 700611-0270, um tækifærisleyfi og tímabundið áfengisleyfi skv. lögum nr. 85/2007 til að mega halda Loi Kantong hátíð með söngkonu föstudaginn 11. nóvember 2011 frá kl. 19.00 til kl. 02.00 í íþróttahúsi HK Digranes, en umsóknin fellur undir flokk II, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar eru innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagins segja til um.

28.1111012 - Engihjalli 8, Gott Heitt Hratt. Beiðni um umsögn

Frá bæjarlögmanni, dags. 2/11, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi dags. 28. október 2011 þar sem óskað er eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Gott Heitt Hratt, kt. 521011-1810, um leyfi til að reka veitingastað í flokki 1 á staðnum Gott Hratt Heitt að Engihjalla 8, en umsóknin fellur undir flokk I, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar eru innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagins segja til um.

Fundi slitið - kl. 10:15.