Bæjarráð

2690. fundur 06. júní 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1304043 - Boðaþing 4, íb. 01-0306. Ólafía Hansdóttir. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Frá bæjarlögmanni, mál sem frestað var í bæjarráði þann 30. maí sl., lagt fram að nýju bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 27. mars, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Ólafíu Hansdóttur, kt. 060748-2099, um nýtt rekstrarleyfi til að mega reka gististað í íbúð í flokki II, á staðnum Boðaþingi 4, íbúð 01-0306, fnr. 230-3424, 203 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007.
Hvað staðsetningu varðar er ekki gert ráð fyrir atvinnustarfsemi samkvæmt gildandi skipulagi. Í 6.2. gr. skipulagsreglugerð 090/2013 kemur þó fram að minniháttar atvinnustarfsemi sem samrýmist búsetu eftir því sem nánar er kveðið á um í stefnu skipulagsins sé heimil.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með þremur atkvæðum gegn einu, en einn bæjarfulltrúi sat hjá, og staðfestir að afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 4. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég tel mikilvægt að fyrir liggi samþykki meðeigenda sameignar.

Ómar Stefánsson"

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Samkvæmt upplýsingum höfum við ekki heimild til að hafna umsóknum á grundvelli afstöðu annarra íbúa.

Ármann Kr. Ólafsson"

Hjálmar Hjálmarsson óskaði fært til bókar að hann styður samþykkt umsóknarinnar.

2.1306168 - Opið aðgengi að gögnum. Tillaga frá Pétri Ólafssyni.

Pétur Ólafsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Sú þróun í stjórnsýslu hefur átt sér stað undanfarin ár að opið aðgengi að gögnum og gagnasöfnum geta nýst á margan hátt. Þann 10. janúar sl. var skipaður starfshópur f.h. forsætisráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis um opin gögn og birtingu fjárhagsupplýsinga ríkisins. Hópurinn skilaði niðurstöðum í apríl sl þar sem m.a. kom fram að takmörkun á skilmálum opnunar geta leitt til þess að upplýsingar og gögn standi ótengd hvort við annað og því glatast samtengingartækifæri. Opnun gagna er mikilvægt lýðræðinu, það veitir aðhald, frelsar upplýsingar sem ella myndu lítið nýtast og ýtir undir góða og skynsama nýtingu almannafjár.

Undirritaður leggur til að Kópavogsbær leiti ráðgjafar um það hvernig bæjarfélagið getur tekið af fullum krafti, þátt í þessari öru þróun um birtingu upplýsinga og myndræna miðlun þeirra. Þar má m.a. skoða birtingu og miðlun 6 mánaðar uppgjörs bæjarins  á vefnum gogn.island.is sem ætlað er að halda utan um birtingu gagna og gagnasafna fyrir ríki og sveitarfélög. Ennfremur að skoða birtingu rekstrarreikninga, yfirlit yfir gjöld bæjarsjóðs eftir hagrænni skiptingu og tekjur. Auk þess verði skoðað hvort unnt sé að birta þar frávik frá fjárhagsáætlunum og einstaka rekstrar- og efnahagsreikninga stofnana bæjarins. Ennfremur að framvegis fari fjárhagsáætlun bæjarins inn á datamarket líkt og áætlanir Rekjavíkurborgar hafa gert undanfarin ár þar sem hægt er að rekja sig niður í smæstu einingar í fjárhagsáætlun á myndrænan og aðgengilegan hátt.
Pétur Ólafsson"
Bæjarráð vísar tillögunni til úrvinnslu bæjarritara.

3.1305483 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa - Guðríður Arnardóttir og Hjálmar Hjálmarsson

Pétur Ólafsson ítrekar fyrirspurn Guðríðar Arnardóttur frá síðasta fundi um skuldir og skuldabréf bæjarins.

4.807144 - Stækkun á íþróttahúsnæði Gerplu í Versölum.

Lagt fram bréf frá formanni Gerplu, dags. 5. júni varðandi stækkun á íþróttahúsnæði Gerplu að Versölum.

Bæjarráð vísar erindinu til viðræðunefndar bæjarins við íþróttafélögin til úrvinnslu.

5.1305722 - Ályktun samþykkt á Íshokkíþingi 26.maí 2013

Frá Íshokkísambandi Íslands, dags. 26. maí, ályktun frá 6. þingi sambandsins um að skora á bæjaryfirvöld að tryggja lóð undir yfirbyggt skautasvell í Kópavogi.

Bæjarráð vísar erindinu til íþróttaráðs til úrvinnslu.

 

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður tekur undir hugmyndir íshokkísambandsins.

Hjálmar Hjálmarsson"

 

 

6.1305687 - Styrkbeiðni v. Ólympíukeppni í efnafræði 2013

Frá Jóni Ágústi Stefánssyni, dags. 29. maí, óskað eftir styrk til þátttöku í Ólympíukeppni í efnafræði í Moskvu 15. - 24. júlí 2013.

Bæjarráð vísar erindinu til starfsmannastjóra til afgreiðslu.

7.1305725 - Boð á menningarhátíð (Grenzüberschreitungen) í Bonn í október 2013

Frá listaráði Bonn, dags. 28. maí, bæjarstjóra boðið ásamt nokkrum völdum listamönnum Kópavogsbæjar á menningarhátíð í október 2013.

Bæjarráð samþykkir erindið.

8.1306066 - Viðauki við fjárhagsáætlun. Leiðbeiningar til sveitarstjórna

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 31. maí, leiðbeiningar til sveitarstjórna um viðauka við fjárhagsáætlun.

Bæjaráð vísar erindinu til bæjarstjóra til afgreiðslu.

9.1306022 - Nýsköpunarráðstefna og nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2013

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. maí, fyrirhuguð ráðstefna í janúar 2014 kynnt og óskað eftir tilnefningu verkefna til nýsköpunarverðlauna.

Lagt fram.

10.1305724 - Óskað eftir formlegu samþykki um einfalda og hlutfallslega ábyrgð vegna lántöku. Tillaga til samþykk

Frá stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs., dags. 27. maí, óskað eftir formlegu samþykki sveitarfélagsins um einfalda og hlutfallslega ábyrgð vegna lántöku.

Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

11.1105502 - Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála

Frá Málflutningsstofu Reykjavíkur, dags. 28. maí, varðandi endurgreiðslu styrks.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

12.1305683 - Tillaga að breytingu á fjárhagsáætlun 2013

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 3. júní, umsögn sem óskað var eftir á fundi bæjarráðs 30. maí sl. um tillögu að breytingu á fjárhagsáætlun 2013. Lagt er til að tillögunni verði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2014.

Hjálmar Hjálmarsson óskar eftir að breytingartillaga sín að fjárhagsáætlun verði tekin til afgreiðslu.

Bæjarráð vísar tillögunni frá en forsvarsmönnum skapandi sumarstarfa í samstarfi við sviðsstjóra umhverfissviðs verði falið að skoða slík verkefni.

Kl. 11:30 vék Hjálmar Hjálmarsson af fundi.

13.1305689 - Umsókn um launað námsleyfi í 3 mánuði á vorönn 2014

Frá sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 27. maí, umsögn um beiðni félagsráðgjafa um þeiggja mánaða launað námsleyfi, þar sem mælt er með að leyfið verði veitt.

Bæjarráð vísar umsókninni til starfsmannastjóra og viðkomandi sviðsstjóra til umsagnar.

14.1306067 - Umsókn um launað námsleyfi 2013 - 2014

Frá skjalastjóra, dags. 4. júní, beiðni um þriggja mánaða launað námsleyfi á vorönn 2014.

Bæjarráð vísar umsókninni til starfsmannastjóra og viðkomandi sviðsstjóra til umsagnar.

15.1305688 - Svar við fyrirspurn frá Ólafi Þór Gunnarssyni um fundi atvinnu- og þróunarráðs.

Frá formanni atvinnu- og þróunarráðs, dags. 31. maí, svar við fyrirspurn í bæjarráði 30. maí.

Lagt fram.

16.1302436 - Lyngheiði 10. Heimagisting - Unnur Guðrún Óttarsdóttir. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarl

Frá bæjarlögmanni, mál sem frestað var í bæjarráði þann 30. maí sl., lagt fram að nýju erindi sýslumannsins í Kópavogi, dags. 13. febrúar, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Unnar Guðrúnar Óttarsdóttur, kt. 270862-2179, um nýtt rekstrarleyfi til að mega reka heimagistingu í flokki I, á staðnum Lyngheiði 10, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Hvað staðsetningu varðar er ekki gert ráð fyrir atvinnustarfsemi samkvæmt gildandi skipulagi. Í 6.2. gr. skipulagsreglugerð 090/2013 kemur þó fram að minniháttar atvinnustarfsemi sem samrýmist búsetu eftir því sem nánar er kveðið á um í stefnu skipulagsins sé heimil.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að  afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 4. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

17.1305016 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 22. maí

82. fundur

Lagt fram.

18.1304561 - Búðakór 1. Hverfisbarinn (Leikinn ehf). Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Frá bæjarlögmanni, mál sem frestað var í bæjarráði þann 30. maí sl., lagt fram að nýju bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 30. apríl, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Leikinn ehf., kt. 660213-0900, um nýtt rekstrarleyfi til að mega reka veitingahús, skemmtistað, veisluþjónustu og veitingaverslun, kaffihús og krá í flokki III, á staðnum Hverfisbarinn, að Búðakór 1, 203 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með þeim takmörkunum að opnunartími virka daga verði til 23.30 og um helgar til kl. 01.00. Bæjarráð staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir. Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.

Ómar Stefánsson og Pétur Ólafsson lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Við teljum eðlilegt að umsóknin verði samþykkt eins og hún er lögð fram til reynslu til eins árs.

Ómar Stefánsson, Pétur Ólafsson"

19.1301054 - Mánaðarskýrslur 2013

Frá bæjarritara, mánaðarskýrsla í maí yfir starfsemi í apríl 2013.

Lagt fram.

Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð Kópavogs felur bæjarritara að óska eftir útskýringum á útreikningum er varða útsvarstekjur Kópavogsbæjar frá fjársýslu ríkisins.

20.1306126 - Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015 - 2040

Frá svæðisskipulagsnefnd, tillaga að verkefnislýsingu svæðisskipulags hbsv. 2015 - 2040, sem kynnt var á fundi nefndarinnar þann 24. maí, sbr. lið 3 í fundargerð.

Bæjarráð vísar tillögunni til umsagnar skipulagsnefndar og umhverfis- og samgöngunefndar.

21.1301024 - Svæðisskipulagsnefnd hbsv., 24. maí

35. fundur

Lagt fram.

22.1301050 - Stjórn Sorpu bs., 3. júní

320. fundur

Lagt fram.

23.1306118 - Rekstur og stjórnun Reykjanesfólkvangs. Tillögur að næstu skrefum.

Frá stjórn SSH, dags. 5. júní, tillaga að mótun nýs samstarfssamnings um rekstur og stjórnun Reykjanesfólkvangs, send til sveitarfélaga til umfjöllunar, sbr. lið 4 í fundargerð frá 3. júní.

Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

24.1306115 - Tillaga um sameiginlegar reglur, forval og útboð vegna ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæð

Frá SSH, dags. 5. júní, tillaga verkefnahóps um sameiginlegar reglur, forval og útboð vegna ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu, sem samþykkt var á fundi stjórnar SSH þann 3. júní sl., sbr. lið 3 í fundargerð.

Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjóra til umsagnar.

25.1301043 - Stjórn SSH, 3. júní

390. fundur

Lagt fram.

26.1305023 - Skólanefnd, 3. júní

59. fundur

Lagt fram.

27.1305327 - Olíuflutningar við Þríhnúka.

Framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis mættu til fundar ásamt framkvæmdastjóra Þríhnúka ehf.

28.1305021 - Jafnréttis- og mannréttindanefnd, 29. maí

20. fundur

Lagt fram.

29.1305020 - Hafnarstjórn, 30. maí

91. fundur

Lagt fram.

30.1305149 - Greinargerð verktaka ferðaþjónustu

Bæjarráð felur bæjarlögmanni að fara yfir afgreiðslu félagsmálaráðs og skoða lagalega stöðu bæjarins hvað varðar uppsögn á samningi við Smartbíla. Niðurstaða liggi fyrir á næsta bæjarráðsfundi.

 

31.1305024 - Félagsmálaráð, 4. júní

1352. fundur

Lagt fram.

Hlé var gert á fundi kl. 8:40.  Fundi var fram haldið kl. 8:45.

32.1306001 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 4. júní

83. fundur

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:15.