Bæjarráð

2492. fundur 19. febrúar 2009 kl. 15:15 - 17:30 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Þórður Clausen Þórðarson bæjarlögmaður
Dagskrá

1.902170 - Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 2009.

Tilkynning um að aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga verði haldinn 13/3 nk. á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu.

Vísað til bæjarstjóra og fjármála- og hagsýslustjóra.

2.902237 - Fjárhagsupplýsingar.

Gunnsteinn Sigurðsson óskar eftir að fjármála- og hagsýslustjóri taki saman upplýsingar um aðhaldsaðgerðir sem gripið hefur verið til af hálfu Kópavogsbæjar frá síðastliðnu hausti.

3.805019 - Bryggjuvör 2, Bakkabraut 4. Rekstrarsamningur

Gunnsteinn Sigurðsson spurðist fyrir um gerð rekstrarsamnings við Hjálparsveit skáta í Kópavogi.
Páll Magnússon, bæjarritari, svaraði fyrirspurninni og greindi frá því að fundað hafi verið með fulltrúum stjórnar sveitarinnar og að drög að rekstrarsamningi verði lögð fram fljótlega.

4.901067 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar 24. febrúar

1. Fundargerðir nefnda.


2. Skipulagsmál.


3. Kosningar.

5.902205 - Dalaþing 30. Lóðaskil.

Frá Davíð Wang, dags. 28/1, lóðinni að Dalaþingi 30 skilað inn.
Lagt fram.

6.902171 - Örvasalir 4, lóðaumsókn.

Frá Sölva Þór Sævarssyni og Ingu Huldu Sigurgeirsdóttur, dags. 11/2, viðbótarupplýsingar við lóðaumsókn um Örvasali 4.

Vísað til skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs til úrvinnslu.

7.902215 - Lögmenn Höfðabakka vegna íbúa í bænum.

Frá Lögmönnum Höfðabakka, dags. 17/2, óskað eftir upplýsingum varðandi samning við VÍS um slysatryggingar í Kópavogi.

Vísað til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

8.902206 - Bréf frá trúnaðarmönnum leikskólakennara í Kópavogi.

Frá trúnaðarmönnum félags leikskólakennara, dags. 26/1, óskað eftir að launakjör leikskólakennara og deildarstjóra verði leiðrétt til samræmis við laun félagsmanna í Reykjavík.


Vísað til sviðsstjóra fræðslusviðs og starfsmannastjóra til umsagnar.

9.810412 - Kórsalir 5. Vanefndir seljanda, frágangur, ekki tekist að framkvæma lokaúttekt.

Frá húsfélaginu Kórsölum 5, dags. 13/2, óskað eftir aðkomu bæjarráðs að álitamálum milli húsfélagsins og byggingarfulltrúa.

Vísað til umsagnar sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.

10.902203 - Aðstaða mötuneytis í Snælandsskóla

Frá skólaráði Snælandsskóla, dags. 11/2, óskað eftir úrbótum á mötuneyti skólans til samræmis við aðra skóla bæjarins.

Lagt fram.

11.902143 - Varðandi niðurfellingu heimgreiðslna.

Frá Jóhanni Albert Harðarsyni og Jóhönnu Kristínu Steinsdóttur, dags. 9/2, óskað eftir að Kópavogsbær endurskoði breytingu á reglum um heimgreiðslur frá 20/11 sl.

Bæjarráð óskar eftir umsögn félagsmálastjóra.

12.902144 - Nýbýlavegur 80.

Frá íbúum að Nýbýlavegi 80, dags. 11/2, óskað eftir girðingu og hljóðvarnargleri vegna hljóðmengunar.

Bæjarráð óskar umsagnar sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs.

13.805071 - Greiðsla Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna lengdrar viðveru fatlaðra grunnskólabarna.

Frá samgönguráðuneytinu, dags. 10/2, tilkynning um endanlegt framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrir haustönn 2008.


Vísað til fræðslustjóra til upplýsinga.

14.902168 - Úttekt á Lindaskóla.

Frá umboðsmanni Alþingis, dags. 11/2, óskað svars við erindi varðandi lokaúttekt á Lindaskóla.

Vísað til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til úrvinnslu.

15.902169 - Stytting útboðsferla við útboð á framkvæmdum á EES í ljósi efnahagsástands.

Frá fjármálaráðuneytinu, dags. 9/2, tilkynning um breytingar á svokölluðum lokuðum hraðútboðum á verkum sem eru yfir viðmiðunarmörkum EES.

Vísað til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til úrvinnslu.

16.901303 - Fundargerð byggingarnefndar 17/2.

1301. fundur, ásamt fskj. nr. 2/2009.

Bæjarráð staðfestir fundargerðina.

17.902217 - Landsráðstefna um Staðardagskrá 21.

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 12/2, tilkynning um landsráðstefnu Staðardagskrár 21, sem verður haldin á Hótel Stykkishólmi 20/3 og 21/3 nk.

Lagt fram.

18.902220 - Austurkór 3. Staða framkvæmda.

Frá félagsmálastjóra, lagður fram tölvupóstur frá Bjarna Kristjánssyni hjá félagsmálaráðuneytinu, dags. 13/2, varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir við byggingu sambýlis fyrir geðfatlaða við Austurkór 3.


Bæjarráð leggur áherslu á að hafist verði handa við framkvæmdir á árinu og ríkisvaldið standi við sinn hlut.  Ómar Stefánsson, Gunnsteinn Sigurðsson, Ármann Kr. Ólafsson, Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson og Guðbjörg Sveinsdóttir.

19.902058 - Tillaga um hlutverk þjónustustofnana í atvinnuleysi.

Frá félagsmálaráði, dags. 17/2, umsögn, sem óskað var eftir á fundi bæjarráðs þann 12/2 sl. um tillögu bæjarstjóra og félagsmálastjóra um þjónustu við atvinnulausa. Félagsmálaráð samþykkir framlagða tillögu fyrir sitt leyti.

Samþykkt.

20.812198 - Innheimta leikskólagjalda.

Frá sviðsstjóra fræðslusviðs og fjármála- og hagsýslustjóra, dags. 11/2, umsögn, sem óskað var eftir á fundi bæjarráðs þann 18/12 sl. um fyrirkomulag innheimtu leikskólagjalda.


Lagt fram.

21.902187 - Greinargerð gæðastjóra

Gæðastjóri mætti til fundar og gerði grein fyrir störfum að gæðamálum Kópavogsbæjar frá byrjun september 2008.

22.902218 - Heimild til að bjóða út í opnu útboði grasslátt.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 18/2, óskað eftir ofangreindri heimild. Gert er ráð fyrir að verkefninu verði skipt niður á fleiri en einn verktaka.
Bæjarráð veitir umbeðna heimild.

23.901002 - Beiðni um styrk fyrir árið 2009.

Frá bæjarritara, dags. 17/2, umsögn um styrkbeiðni Svifflugfélagsins. Í samþykktri fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2009 er gert ráð fyrir samdrætti í styrkveitingum og því er lagt til að erindinu verði hafnað.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

24.902126 - Umsókn um styrk vegna framkvæmda við Hallgrímskirkju í Vindáshlíð.

Frá bæjarritara, dags. 17/2, umsögn um styrkbeiðni KFUM og KFUK að upphæð 1.000.000,- kr. Í samþykktri fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2009 er gert ráð fyrir samdrætti í styrkveitingum og því er lagt til að erindinu verði hafnað.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

25.902214 - Fundargerð skólanefndar tónlistarskólans Tónsalir 28/1.

4. fundur.

26.902008 - Fundargerð skólanefndar 17/2.

4. fundur.

Bæjarráð óskar eftir því að fræðslustjóri mæti á næsta fund og geri grein fyrir fundi með skólastjórum sem haldinn var 17. febrúar s.l.

27.901306 - Fundargerð skipulagsnefndar 17/2.

1159. fundur.




Birgir Sigurðsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir málum. 


09.031 - 0901386-Háspennulínur, Landsnet.  Aðalskipulag Reykjavíkur. Bæjarráð samþykkir erindið.


09.032 - 0701193-Háspennulínur frá Hellisheiði til Reykjaness. Bæjarráð samþykkir erindið.


09.037 - Gunnsteinn Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.  0808065-Arnarnesvegur.  Reykjanesbraut-Fífuhvammsvegur.  Bæjarráð samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.


09.038 - 0811090-Dalvegur 24.  Breytt aðalskipulag.  Bæjarráð vísar aðalskipulagstillögu til afgreiðslu bæjarstjórnar.


09.039 - 0811090-Dalvegur 24.  Breytt deiliskipulag.  Frestað. 


09.042 - 0806258-Austurkór 76-92.  Breytt deiliskipulag.  Bæjarráð samþykkir erindið.


09.043 - 0810312-Smáratorg 1, bónstöð.  Bæjarráð samþykkir erindið.


09.045 - 0812081-Kársnesbraut 106.  Deiliskipulag.  Bæjarráð samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


09.052 - 0902151-Smiðjuvegur 68-72.  Breytt deiliskipulag.  Bæjarráð samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.


09.061 - 0902197-Kópavogsbrún 1.  Breytt deiliskipulag.  Samþykkt.  G


uðríður Arnardóttir og Hafsteinn Karlsson benda á  mikilvægi þess að bæjarráð móti stefnu varðandi breytingar á skipulagi vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu. 


 


 


 

28.902213 - Fundargerð jafnréttisnefndar 10/2.

283. fundur.

29.901304 - Fundargerð félagsmálaráðs 17/2.

1257. fundur.

 

Fundi slitið - kl. 17:30.