Bæjarráð

2496. fundur 19. mars 2009 kl. 15:15 - 15:45 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.902168 - Núpalind 7, Lindaskóli. Athugasemd Péturs Valdimarssonar til umboðsmanns Alþingis varðandi lokaúttek

Frá umboðsmanni Alþingis, dags. 16/3, afrit af bréfi til Péturs Valdimarssonar.

Lagt fram.

2.903180 - Fjárveitingar til tónlistarskóla í Kópavogi.

Sviðsstjóri tómstunda- og menningarsviðs mætti til fundar og lagði fram minnisblað vegna fjárveitinga til tónlistarskóla í Kópavogi.
Lagt fram.

3.903131 - Fannborg 6, lok leigusamnings.

Frá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi, dags. 10/3, varðandi leigusamning vegna Fannborgar 6, sem rennur út 31/8 nk.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

4.903126 - Umsókn um styrk vegna þátttöku í Ólympíukeppni í efnafræði.

Frá Erlendi Jónssyni, dags. 11/3, óskað eftir styrk vegna þátttöku í Ólympíukeppni í efnafræði.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

5.903125 - Unglingalandsmót UMFÍ 2011.

Frá UMFÍ, dags. 13/3, auglýst er eftir umsóknum frá sambandsaðilum um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 14. Unglingalandsmóts UMFÍ, sem haldið verður 2011.

Bæjarráð vísar erindinu til ÍTK til umsagnar.

6.903124 - Menningarlandið 2009 - Ráðstefna á Hótel Stykkishólmi 11. og 12. maí 2009.

Frá menntamálaráðuneytinu, dgs. 12/3, Menningarlandið 2009, ráðstefna, sem haldin verður á Hótel Stykkishólmi 11. og 12. maí nk.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra tómstunda- og menningarsviðs til afgreiðslu.

7.903122 - Kynning á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Álftaness 2005-2024 vegna fráveitu.

Frá sveitarfélaginu Álftanesi, dags. 13/3, óskað umsagnar um tillögu að breytingu á aðalskipulagi Álftaness 2005 - 2024 vegna fráveitu.

Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar til afgreiðslu.

8.804259 - Frá SSH varðandi Kársnes - Svæðisskipulag 2008.

Frá SSH, dags. 2/3, varðandi tillögu að verulegri breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna Kársness í Kópavogi.

Lagt fram.

9.903138 - Raf- og rafeindatækjaúrgangur.

Frá Umhverfisstofnun, dags. 16/3, varðandi meðhöndlun raf- og rafeindatækjaúrgangs.

Lagt fram.

10.903047 - Gervigrasblettur og upphífistöng við Sporthöllina.

Frá Sporthúsinu, ódags., óskað eftir heimild til að setja lítinn gervigrasblett bak við Sporthúsið ásamt upphífistöng, sem notist við æfingar.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs og skipulags- og umhverfissviðs til umsagnar.

11.903044 - Merking á bílastæðum við Kópavogsvöll og Sporthúsið.

Frá Sporthúsinu, ódags. óskað eftir merkingum á bílastæðum og akstursleiðum við Kópavogsvöll (og Sporthúsið).

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar.

12.903045 - Dalsmári 9-11, ný bílastæði fyrir viðskiptavini Sporthússins.

Frá Sporthúsinu, ódags. óskað heimildar til að leggja ný bílastæði á kostnað Sporthússins fyrir viðskiptavini þess.


Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs og skipulags- og umhverfissviðs til umsagnar.

13.903153 - Erindi frá SFSÍ um að standa vörð um rekstur sundstaða m.t.t. ástands í samfélaginu.

Frá Samtökum forstöðumanna sundstaða á Íslandi, SFSÍ, dags. 13/3, varað er við að draga úr þjónustu á sundstöðum, sem skert getur öryggi þjónustuþega.

Bæjarráð vísar erindinu til íþróttafulltrúa til afgreiðslu.

14.902158 - Tillaga að innheimtuferli fyrir Kópavogsbæ.

Frá bæjarritara, umsögn um erindi Veitu ehf.
Bæjarráð sér ekki ástæðu til að skipta um fyrirtæki í innheimtuþjónustu að svo stöddu.

15.903156 - Beiðni um niðurfellingu á útsvarssköttum fyrir árin 2004 og 2005.

Frá íbúum í bænum, tölvupóstur, dags. 18/2, varðandi niðurfellingu á útsvari.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálastjóra til umsagnar.

16.903021 - Almannakór 2, lóð skilað.

Frá Eygló Kristinsdóttur, dags. 3/3, lóðinni að Almannakór 2 skilað inn.

Lagt fram.

17.903059 - Austurkór 4, lóð skilað.

Frá Sigurði H. Hlöðverssyni og Þorbjörgu Sigurðardóttur, dags. 3/3, lóðinni að Austurkór 4 skilað inn.
Lagt fram.

18.903025 - Lundaþing 11, lóð skilað.

Frá Styrmi Steingrímssyni, dags. 25/2, lóðinni að Lundaþingi 11 skilað inn.

Lagt fram.

19.903112 - Iðuþing 52, lóð skilað.

Frá Björgvini Rúnari Pálssyni og Fríði Reynisdóttur, dags. 11/3, lóðinni að Iðuþingi 52 skilað inn.
Lagt fram.

20.902111 - Kollaþing 1-3 og 5-7, lóðaskil.

Frá ÁF-Húsum ehf., dags. 5/2, lóðunum að Kollaþingi 1 - 3 og 5 - 7 skilað inn.
Lagt fram.

21.903049 - Hlíðarendi 14 (lóð nr. 58). Lóðaskil.

Frá Óttari Kjartanssyni, tölvupóstur dags. 5/3, lóðinni nr. 58, gerð B (við Hlíðarenda) á Kjóavöllum skilað inn.

Bæjarráð vísar erindinu til skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs til afgreiðslu.

22.901053 - Örvasalir 4, lóðaskil.

Frá Ingólfi Erni Guðmundssyni og Önnu Mörtu Ásgeirsdóttur, dags 19/3, lóðinni að Örvasölum 4 skilað inn.
Lagt fram.

23.903161 - Lóðaúthlutun.

Aðalsteinn Árnason Guðmundsson og Þórný Heiður Eiríksdóttur sækja um byggingarrétt á lóðinni að Auðnukór 5.
Bæjarráð gefur Aðalsteini Árnasyni Guðmundssyni og Þórnýju Heiði Eiríksdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni að Auðnukór 5.

24.903171 - Lóðaúthlutun.

Arnþrúður S. Ólafsdóttir og Tryggvi Leósson sækja um byggingarrétt á lóðinni að Fróðaþingi 48.
Bæjarráð gefur Arnþrúði S. Ólafsdóttur og Tryggva Leóssyni kost á byggingarrétti á lóðinni að Fróðaþingi 48.

25.901067 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar 24. mars

I. Fundargerðir nefnda

II. Skipulagsmál

III. Kosningar

26.901162 - Fákahvarf 8, breytt deiliskipulag.

Liður 10, mál nr. 0901162.
Bæjarráð samþykkir framlagt erindi.

27.901304 - Fundargerð félagsmálaráðs 17/3

1259. fundur

28.901389 - Fundargerð húsnæðisnefndar 16/3

347. fundur

Liður 4. Bæjarráð óskar eftir nánari sundurgreiningu.

29.901074 - Fundargerð ÍTK 16/3

230. fundur

Liður 3.b. Bæjarráð frestar liðnum og óskar eftir að íþróttafulltrúi mæti á næsta fund ráðsins vegna málsins.

30.901390 - Fundargerð lista- og menningarráðs 3/3

336. fundur

31.803169 - Fundargerðir Samvinnunefndar um svæðisskipulag hbsv. 2008

13. fundur 11/8

32.803169 - Fundargerðir Samvinnunefndar um svæðisskipulag hbsv. 2008

14. fundur 8/9

33.803169 - Fundargerðir Samvinnunefndar um svæðisskipulag hbsv. 2008

15. fundur 10/10

34.803169 - Fundargerðir Samvinnunefndar um svæðisskipulag hbsv. 2008

16. fundur 14/11

35.903164 - Fundargerð Samvinnunefndar um svæðisskipulag hbsv. 27/2

17. fundur

36.901306 - Fundargerð skipulagsnefndar 17/3

1161. fundur

37.806145 - Smiðjuvegur 7. Breytt deiliskipulag

Liður 5, mál nr. 0806145.
Bæjarráð samþykkir framlagt erindi og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.

38.803127 - Vallargerði 31. Breytt deiliskipulag

Liður 6, mál nr. 0803127.
Bæjarráð samþykkir framlagt erindi.

Ólafur Þór Gunnarsson vék af fundi við afgreiðslu á ofangreindum lið.

39.901303 - Fundargerð byggingarnefndar 17/3.

1302. fundur, ásamt fskj. 3/2009.

Bæjarráð staðfestir fundargerðina ásamt fylgiskjali.

40.812078 - Skjólbraut 18, deiliskipulag

Liður 17, mál nr. 0812078.
Bæjarráð samþykkir framlagt erindi.

41.903133 - Ásaþing 1 - 11, breytt deiliskipulag.

Liður 24, mál nr. 0903133.
Bæjarráð samþykkir framlagt erindi.

42.803263 - Vatnsendablettur 730-739. Breytt deiliskipulag

Liður 23, mál nr. 0803263.
Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins.

43.903095 - Rekstrarstjóri fræðslusviðs. Starfslýsing.

Frá bæjarstjóra, starfslýsing rekstrarstjóra fræðslusviðs, sem frestað var í bæjarráði 12/3.

Bæjarráð samþykkir starfslýsingu rekstrarstjóra fræðslusviðs með áorðnum breytingum.


 


Bæjarráð felur starfsmannastjóra að auglýsa starfið laust til umsóknar.


 


Hlé var gert á fundi kl. 15.50. Fundi var fram haldið kl. 15.53.

44.903169 - Forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands. Starfslýsing.

Frá bæjarstjóra, lögð fram starfslýsing forstöðumanns Tónlistarsafns Íslands.
Bæjarráð samþykkir starfslýsingu forstöðumanns Tónlistarsafns Íslands.

45.903109 - Þróunarstjóri hugbúnaðar. Starfslýsing.

Frá bæjarstjóra, starfslýsing þróunarstjóra hugbúnaðar, sem frestað var í bæjarráði 12/3.
Bæjarráð samþykkir starfslýsingu þróunarstjóra hugbúnaðar.

46.901228 - Hönd í hönd. Samstarfsverkefni sem stofnað var til í kjölfar bankahruns í október 2008.

Frá bæjarstjóra, tölulegar upplýsingar frá samstarfsverkefninu Hönd í hönd.
Lagt fram.

47.903177 - Dómur héraðsdóms í máli Rósu Guðrúnar Bergþórsdóttur og Stefáns Pálssonar gegn Kópavogsbæ.

Kópavogsbær var sýknaður af öllum kröfum stefnanda.
Lagt fram.

48.807057 - Stöðubrot. Sektir og úrræði vegna sekta.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 17/3, umsögn sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum 5/3, varðandi samræmda álagningu og innheimtu gjalds á höfuðborgarsvæðinu vegna stöðubrota.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjóra til umsagnar.

49.805113 - Austurkór 97. Óskað eftir að kostnaður og gjöld vegna kaupa á lóð verði endurskoðuð.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 12/3, umsögn um erindi Kristins Helgasonar, sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum 5/3, ásamt tillögu að svari.
Með vísan til umsagnar sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs getur bæjarráð ekki orðið við því að veita frekari afslátt af lóðargjöldum.

50.902283 - Auðbrekka 23, Háhýsi ehf. Umsögn skv. lögum nr. 85/2007.

Frá bæjarlögmanni, dags. 17/3, lagt fram bréf Sýslumannsins í Kópavogi, dags. 24/2 2009, þar sem óskað er eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Háhýsis ehf., kt. 551199-2829, Fitjabraut 6b, 260 Njarðvík, um leyfi skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald til að reka gististað í flokki III að Auðbrekku 23.


Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar er innan þeirra marka, sem reglur og skipulag sveitarfélagins segja til um.

Fundi slitið - kl. 15:45.