Bæjarráð

2795. fundur 05. nóvember 2015 kl. 08:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

1.1510745 - Víkurhvarf 2. Kæra vegna fasteignamats. Beiðni um umsögn.

Frá Yfirfasteignamatsnefnd, dags. 26. október, lagt fram erindi þar sem tilkynnt er um að nefndinni hafi borist kæra frá Tréfagi ehf. vegna Víkurhvarfs 2 og óskað eftir umsögn Kópavogsbæjar varðandi kæruna.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

2.1501346 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 16. október 2015.

227. fundur stjórnar Strætó í 4. liðum.
Lagt fram.

3.1510816 - Fundargerðir skólanefndar tónlistarskólans Tónsala, dags. 15. október 2015.

6. fundur skólanefndar tónlistarskólans Tónsala í 3. liðum.
Lagt fram.

4.1501326 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Hafnafjarðar- og Kópavogssvæðis, dags. 26. október 2015.

206. fundur heilbrigðisnefndar í 56. liðum.
Lagt fram.

5.1501326 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Hafnafjarðar- og Kópavogssvæðis, dags. 1. október 2015.

205. fundur heilbrigðisnefndar í 2. liðum.
Lagt fram.

6.1509024 - Barnaverndarnefnd, dags. 24. september 2015.

49. fundur barnaverndarnefndar í 9. liðum.
Lagt fram.

7.1510024 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 29. október 2015.

170. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 4. liðum.
Lagt fram.

8.1510803 - Nemendur 3H í Kársnesskóla óska eftir aðstöðu fyrir hjólabretti, BMX og línuskauta.

Frá nemendum í Kársnesskóla, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir að gerð verði aðstaða fyrir hjólabretti, BMX og línuskauta í hverfinu.
Bæjarráð vísar málinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til afgreiðslu.

9.1406593 - Smiðjuhverfi - Smiðjuvegur og Skemmuvegur - Skilti um að bifreiðarstöður séu bannaðar í götunum.

Frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, dags. 29. október, lögð fram tilkynning um að fallist sé á tillögur bæjarráðs Kópavogs um að banna stöðu ökutækja á Smiðjuvegi og Skemmuvegi.
Bæjarráð vísar málinu til deildarstjóra gatnadeildar og sviðsstjóra umhverfissviðs til úrvinnslu.

10.1511039 - Vesturvör 2 - Lóðarleigusamningur.

Frá bæjarstjóra, dags. 3. nóvember, lagt fram erindi um stöðu lóðarleigusamnings um lóðina Vesturvör 2 þar sem lagt er til, í ljósi breyttrar notkunar á svæðinu, að Kópavogsbær beiti 12. gr. samningsins og innleysi lóðarréttindin til sín.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að hefja viðræður við lóðarhafa í samræmi ákvæði 12. gr. lóðarleigusamnings.

11.1510746 - Dalvegur 24. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um ökutækjaleigu.

Frá Samgöngustofu, dags. 27. október, lagt fram erindi þar sem óskað er umsagnar um umsókn Thor bílaleigu ehf. um að reka ökutækjaleigu að Dalvegi 24 í Kópavogi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

12.1509321 - Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2016. Umsóknir, áætlanagerð, endanleg framlög.

Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 28. október, lögð fram áætlun um úthlutun framlaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum sveitarfélagsins fjárhagsárið 2016.
Lagt fram.

13.1509321 - Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2016. Umsóknir, áætlanagerð, endanleg framlög.

Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 28. október, lögð fram áætlun um úthlutun framlaga til sveitarfélagsins vegna nýbúafræðslu fyrir fjárhagsárið 2016.
Lagt fram.

14.1310188 - Brekkutún 13, kæra vegna viðbyggingar.

Frá lögfræðideild, dags. 27. október, lagt fram bréf vegna úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 86/2013.
Lagt fram.

15.1501257 - Glaðheimar - lóðamál.

Frá skipulagsstjóra, dags. 2. nóvember, lagt fram erindi til upplýsinga um stöðu mála varðandi undirbúning að uppbyggingu á Glaðheimareit skv. beiðni bæjarráðs.
Lagt fram.

16.1501353 - Mánaðarskýrslur 2015.

Frá bæjarritara, lagðar fram mánaðarskýrslur vegna starfsemi í ágúst og september.
Lagt fram.

Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.

17.1510046 - Beiðni um viðræður um úthlutun lóðar á Kársnesi fyrir höfuðstöðvar WOW air

Frá bæjarstjóra vegna erindis WOW air, dags. 30. september sl., þar sem óskað var eftir viðræðum við Kópavogsbæ um úthlutun lóðar á Kársnesi undir nýjar höfuðstöðvar WOW air. Bæjaráð vísaði á fundi sínum þann 8. okt. erindinu til bæjarstjóra til úrvinnslu. Lagt er til að bæjarráð feli bæjarstjóra að ganga til viðræðna við fulltrúa WOW air um staðsetningu nýrra höfuðstöðva félagsins vestast á Kársnesi á svæði sem er sunnan Vesturvarar 40 og 48 og vestan Vesturvarar 29. Svæðið er að hluta deiliskipulagt fyrir atvinnustarfsemi og því ljóst að gera þarf breytingar á skipulagi umrædds svæðis svo hugmyndir félagsins um 9.000 til 12.000 m2 atvinnu- og skrifstofuhúsnæði nái fram að ganga. Bæjarráð vísar erindi WOW air um hugmyndasamkeppni um breytingar á skipulagi svæðisins svo og hönnun höfuðstöðva félagsins vestast á Kársnesi til skipulagsnefndar til úrvinnslu.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu bæjarstjóra með fimm atkvæðum.

Pétur Hrafn Sigurðsson bókar:
"Samþykki þessa tillögu með þeim fyrirvara að hún hafi ekki áhrif á þá vinnu sem í gangi er vegna alþjóðlegrar hugmyndasamkeppni NBCC á Kársnesi."

Ólafur Þór Gunnarsson bókar:
"Ég tek undir bókun Péturs Hrafns Sigurðssonar."

Fundi slitið.