Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Jóns Guðmundssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 12.3.2014, að breyttu deiliskipulagi Kópavogsbrúnar 2-4. Í breytingunni felst að byggingarreitur 1. og 2. hæðar stækkar um 36m2 hvor. Svalir á vesturhliðum húsanna og á suðurhlið fara 1,6m út fyrir byggingarreit. Jafnframt munu útitröppur ganga út fyrir byggingarreit. Sameiginleg 520 m2 bílageymsla verður undir húsunum. Nýtingarhlutfall er innan marka gildandi deiliskipulags sbr. uppdráttum dags. 5.1.2014. Á fundi skipulagsnefndar 15.4.2014 var samþykkt með vísan í 43. gr. skipulagslag að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum að Kópavogsbrún 1, Kópavogsbraut 19, Kópavogsbarði 1-3 og 5-7. Kynningu lauk 6.6.2014. Athugasemdir bárust á kynningartíma.
Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21. júlí 2014. Einnig lögð fram yfirlýsing Brautargils ehf. dags. 16.7.2014 um frágang lóðar við lóðamörk Kópavogsbarðs 1, 3, 5 og 7.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu með því skilyrði að gengið verði frá lóðamörkum við Kópavogsbarð 1, 3, 5 og 7 í samræmi við yfirlýsingu byggingaraðila dags. 16.7.2014, ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 21. júlí 2014.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.