Bæjarráð

2651. fundur 23. ágúst 2012 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Pétur Ólafsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1208656 - Framlenging erlendra lána

Lagt fram minnisblað fjármála- og hagsýslustjóra, varðandi framlenginu erlendra lána.

Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Arionbanka um framlenginu erlendrar lánalínu og að henni verði breytt í lán í íslenskum krónum.

 

Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.

2.1205486 - Hálsaþing 9-11. Breyting á deiliskipulagi

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Ríkharðs Oddssonar, byggingafræðings, dags. 23.5.2012 f.h. lóðarhafa að Hálsaþingi 9-11. Í tillögunni felst breikkun á svölum um 42 cm á austurhlið bygginga og að útistigi á norður- og suðurhlið bygginga færist um 50 cm út fyrir byggingareit sbr. uppdrætti dags. 15.2.2012 í mkv. 1:100.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Hálsaþings 7, 13, 10, 12, Hafraþings 8, 10 og 12. Kynningu lauk 3. ágúst 2012. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

3.1206194 - Austurkór 94, umsókn um byggingarleyfi.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju, tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa að staðsetningu bílgeymslu austanvert á lóðinni nr. 94 við Austurkór og gönguramp frá bílastæði að aðalinngangi. Uppdrætti í mkv. 1:200 og 1:500 dags. 5.6.2012. Kynningu lauk miðvikudaginn 13. ágúst 2012. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

4.1205206 - Hafraþing 5 - Breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Gunnlaugs Jónssonar, arkitekts, dags. 9.5.2012 f.h. lóðarhafa Hafraþings 5 um breytingu á deiliskiplagi. Þar verði leyft að hafa tvær íbúðir í stað einnar, eins og gert er ráð fyrir í núgildandi skipulagi. Lagt fram skriflegt samþykki eftirtalinna lóðarhafa fyrir breytingunni: Hafraþing 7, Ásmundi Helgasyni og Sigurborgu S. Guðmundsdóttur; Hafraþing 10, Rut Gunnarsdóttur og Stefáni Rúnari Dagssyni; Hafraþing 12, Sigurði Erni Hallgrímssyni og Maríu Ósk Birgisdóttur.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Hafraþings 1, 3, 7, 9, 11, 2, 4, 6, 8, 10 og 12. Kynningu lauk 13. ágúst 201. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

5.1206525 - Kleifakór 1 - breytt deiliskipulag

Lagt fram að nýjy erindi lóðarhafa Árna Stefánssonar dags. 22. júní 2012 og teikningar frá verkfræðistofunni EFLU dags. 16. maí 2012 þar sem óskað er eftir heimild til að koma fyrir sólpalli / verönd við lóð efri hæðar húss með óupphitaðri geymslu undir palli. Að framlengja bílastæði með stækkun lóðar til austurs um 22 fermetra inn á bæjarland og fjölga bílastæðum um 4 stæði. Einnig að koma fyrir skjólveggjum á lóð og við verönd og setja hringstiga frá austuhluta svala í garð. Sótt er um að koma fyrir heitum potti í suðausturhluta lóðar. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:50 dags. 16. apríl 2012. Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Kleifakór 1a, Hamrakór 7, 9 og 16. Þá lögð fram kynningargögn með samþykki fyrrgreindra lóðarhafa.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

6.811098 - Lundur 2,4 og 6. Breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi Guðmunds Gunnlaugssonar, arkitekts, þar sem sótt er um að fá að hafa hluta þakhæða út í veggbrún, bæta við útskotun á efri hæðir húsa nr. 2, 4 og 6 og að þakhæð húss nr. 6 verði í 7 m fjarlægð frá norðurhlið hússins í stað 10 m. sbr. teikningar dags. 10.8.2012.
Með tilvísan í 3. mgr. 44. skipulagslaga nr. 123/2012 er það mat skipulagsnefndar að umrædd breyting hafi ekki grenndaráhrif og samþykkir því erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir erindið.

7.1208117 - Álaþing - skjólveggur

Lagt fram erindi íbúa við Álaþing 4, 6, 8, 10 og 12. Sótt um að byggja skjólvegg á lóðarmörkum sem liggja að göngustíg bæjarins. Óskað er eftir að fara út fyrir lóðarmörk með tvö útskot á hverri lóð. Meðfylgjandi ljósmyndir sýna aðstæður. Þá lagðir fram uppdrættir með samþykki lóðarhafa Álaþings 4, 6, 8, 10 og 12.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna. Skipulagsnefnd bendir á að rétt norðan lóðarmarka parhúsa við Álaþing 4, 6, 8, 10 og 12 er jarðstrengur sem þolir ekkert hnjask og þurfa framkvæmdir við fyrirhugað grindverk að taka mið af því. Ef færa þarf strenginn vegna þessa skal það gert á kostnað lóðarhafa. Framkvæmdir skulu jafnframt vera í samráði við OR og framkvæmdadeild Umhverfissviðs. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.

Bæjarráð samþykkir erindið.

8.1201285 - Stjórnarfundur SSH, 4. júní.

378. fundur

Lagt fram.

9.1201287 - Stjórnarfundur Sorpu bs, 10. júlí.

302. fundur.

Lagt fram.

10.1111016 - Landsskipulagsstefna 2012-2024

Kosningar í landsskipulagsráð/nefnd

Bæjarráð tilnefnir Kristinn Dag Gissurarson í landsskipulagsráð.

11.707011 - Tónlistarsafn Íslands í Kópavogi

Bréf bæjarritara, dags. 15. ágúst til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, vegna samnings milli Kópavogsbæjar og menntamálaráðuneytisins sem rennur út um næstu áramót.

Bæjarráð samþykkir drög að erindi til ráðuneytis.

12.1204267 - Kópavogsbraut 79, breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Kjartans Sigurðssonar, byggingatæknifræðings fh. lóðarhafa að byggingu þakhýsis á núverandi byggingu að Kópavogsbraut. Uppdrættir í mkv. 1:200 dags. 16. apríl 2012. Enn fremur lagt fram samþykki meðeiganda ódags. en móttekið 23. apríl 2012.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í gr. 44. skipulagslaga nr. 123/2012 að kynna erindið fyrir lóðarhöfum við Kópavogsbraut 76, 77, 78, 80, 81 og við Þingholtsbraut 40, 42 og 44. Kynningu lauk 25. júlí 201. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

13.1205628 - Endurnýjun á þjónustusamningi vegna félagsliða

Frá deildarstjóra þjónustudeildar aldraðra, dags. 15. ágúst, um þjónustusamning milli Kópavogsbæjar og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Á fundi félagsmálaráðs þann 14. ágúst samþykkti ráðið þjónustusamninginn um stöðugildi félagsliða.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu félagsmálaráðs.

14.1208154 - Vogatunga 23. Beiðni um undanþágu til kaupa á fasteigninni

Lögð fram umsögn yfirmanns ráðgjafa- og íbúðadeildar velferðarsviðs kópavogsbæjar, dags. 20. ágúst vegna erindis Ellerts Róbertssonar og Bryndísar Theódórsdóttur, þar sem óskað er eftir undanþágu til þess að kaupa Vogatungu 23 sem er eign fyrir 60+. Erindinu var frestað á fundi bæjarráðs 8. ágúst sl.

Bæjarráð hafnar erindinu.

15.1206392 - Dagforeldrar - þjónustusamningar og breytingar á niðurgreiðslum

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 21. ágúst, varðandi tillögu til bæjarráðs vegna framkvæmdar þjónustusamninga við dagforeldra. Lagt er til að ósk lögmanns Samtaka dagforeldra um að gildistöku breytinga á greiðslum verði frestað til 1. október verði samþykkt. Frestunin þýðir að hækkun á niðurgreiðslum til foreldra kemur ekki til framkvæmda fyrr en 1. október, að því gefnu að dagforeldrar samþykki þjónustusamninga, en tekur eftir sem áður gildi 1. september. Hækkunin sem foreldrar fara á mis við þessi mánaðamót koma því til leiðréttingar mánaðamótin á eftir. Niðurgreiðslur verða samkvæmt þessu óbreyttar 1. september.

Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra menntasviðs.

16.812069 - Samningur um uppbyggingu íbúðabyggðar á norðanverðu Kársnesi. Björgun ehf., Gylfi og Gunnar ehf. og

Lögð fram beiðni, dags. 15. ágúst, frá Þrónuarfélagi BRB og Byggingarfélagi Gylfa og Gunnars, um heimild til að veðsetja lóðir á norðanverðu Kársnesi.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs og fjármála- og hagsýslustjóra til umsagnar og óskar eftir nánari lýsingu á áformum um uppbyggingu á svæðinu.

 

Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.

17.1208616 - Óskað eftir tilnefningu til nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu

Erindi frá fjármálaráðuneytinu, dags. 16. ágúst, þar sem óskar er eftir tilnefningu til nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra til úrvinnslu.

18.1208382 - Beiðni um styrk vegna Ólympíuskákmóts 2012

Erindi framkvæmdastjóra Skáksambands Íslands, dags. 7. ágúst þar sem óskað er eftir styrk til að taka þátt í Ólympíuskákmóti 2012.

Bæjarráð vísar erindinu til íþróttaráðs til afgreiðslu.

19.1208669 - Bæjarlind 6, SPOT. Beiðni um umsögn v. umsóknar Nemendafélags Kvennaskólans í Reykjavík um tækifæris

Lögð fram umsögn skrifstofustjóra umhverfissviðs þar sem lagt er til að bæjarráð samþykki erindið.

Bæjarráð samþykkir erindið.

20.1208670 - Bæjarlind 6, SPOT. V. MK, beiðni um umsögn v. umsóknar Menntaskólans í Kópavogi um tækifærisleyfi

Lögð fram umsögn skrifstofustjóra umhverfissviðs þar sem lagt er til að bæjarráð samþykki erindið.

Bæjarráð samþykkir erindið.

21.1208678 - Ósk um breytingar á reglum um atvinnuleysisskráningu

Samkvæmt gildandi reglum um skráningu atvinnulausra gætu tæplega 200 Kópavogsbúar misst rétt til atvinnuleysisbóta um áramóta. Bæjarráð hvetur stjórnvöld til að framlengja undanþágu í lögum um atvinnuleysistryggingar og tryggja þessum einstaklingum áframhaldandi rétt til töku atvinnuleysisbóta.

22.1208370 - Greiðsluyfirlit á úthlutuðum lóðum 2012

Lagt fram greiðsluyfirlit lóða 2012.
Afturköllun lóðarúthlutana.
Framkvæmdaráð leggur til afturköllun á úthlutun lóðanna Austurkór 133-141, Fróðaþing 7, Þorrasalir 13-15 og Austurkór 2 þar sem lóðagjöld hafa ekki verið greidd. Gunnar Birgisson sat hjá við afgreiðslu málsins að því er varðar Austurkór 133-141. Samþykkt að vísa til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir tillögu um afturköllun á úthlutun lóðanna Fróðaþing 7, Þorrasalir 13-15 og Austurkór 2 en vísar afgreiðslu er varðar Austurkór 133-141 að nýju til framkvæmdaráðs.

23.1208012 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 21. ágúst

54. fundur

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa.

24.1208011 - Atvinnu- og þróunarráð, 21. ágúst

5. fundur

Lagt fram.

25.1205409 - Fundargerðir starfshóps um Kópavogstún, Kópavogsbæinn og Kópavogshælið.

Atvinnu- og þróunarráð hvetur bæjarráð til að samþykkja tillögur starfshópsins.

Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

26.1208004 - Félagsmálaráð, 14. ágúst

1334. fundur.

Lagt fram.

27.1208009 - Félagsmálaráð, 21. ágúst

1335. fundur

Lagt fram.

28.1208007 - Framkvæmdaráð, 15. ágúst.

36. fundur

Lagt fram.

 

Sviðsstjóri umhverfissviðs sat fundinn við afgreiðslu fundargerðar framkvæmdaráðs.

29.1207449 - Almannakór 11. Umsókn um lóð.

Lögð fram umsókn um lóð.
Framkvæmdaráð lagði til að Vigni Steinþórssyni og Lilju Björk Guðmundsdóttur verði úthlutað lóðinni Almannakór 11.

Bæjarráð samþykkir tillögu framkvæmdaráðs um úthluta Vigni Steinþórssyni og Lilju Björk Guðmundsdóttur byggingarrétti á lóðinni að Almannakór 11.

30.1208297 - Álmakór 23. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Lögð fram umsókn um lóð. Málinu var vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

31.1207612 - Þorrasalir 8. Örvasalir 8. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Lögð fram umsókn um lóð.
Framkvæmdaráð leggur til að Kára Kárasyni Þormar og Sveinbjörgu Halldórsdóttur verði úthlutað lóðinni Þorrasalir 8.

Bæjarráð samþykkir tillögu um að Kára Kárasyni Þormar og Sveinbjörgu Halldórsdóttur verði úthlutað byggingarrétti á lóðinni Þorrasölum 8.

32.1208002 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 8. ágúst.

53. fundur

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa.

33.1203371 - Þorrasalir 13-15. Lóðarumsókn.

Lagt er til að Leigugörðum ehf. verði gefinn kostur á lóðinni Þorrasalir 13-15.

Bæjarráð samþykkir að gefa Leigugörðum ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Þorrasölum 13-15. Guðríður Arnardóttir sat hjá við afgreiðslu málsins og vísar til bókunar í fundargerð framkvæmdaráðs.

34.1208368 - Hólmaþing 7 - kauptilboð

Lagt fram kauptilboð í Hólmaþing 7 sem auglýst hefur verið til sölu.
Eftirfarandi bókun í framkvæmdaráði var vísað til bæjarráðs.
Guðríður Arnardóttir bókar: Það er ljóst að tilraun að selja lóðir í eigu bæjarins í gegnum fasteignasölu er ekki að skila sér í hærra verði á lóðunum. Undirrituð leggur til að lóðin Hólmaþing 7 verði auglýst á vef bæjarins og úthlutað eins og öðrum lóðum á uppsettu verði 19.9 m.kr.
Gunnar Birgisson: Leggur til að tillögu Guðríðar verði vísað til bæjarráðs.
Samþykkt með tveimur atkvæðum.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Undirrituð leggur til að lóðin Hólmaþing 7 verði auglýst á vef bæjarins á verðinu 19,9 milljónir og þannig standi öllum til boða að bjóða í lóðina uppsett verð.  Reynslan hefur sýnt að þær tvær fasteignasölur sem var falið að selja lóðina hafa ekki auglýst hana í dagblöðum og því vita fáir af því að þessi ein af bestu lóðum bæjarins sé til sölu.  Það er mér til efs að þessi aðferðarfræði skili okkur hærra verði fyrir lóðir.

Guðríður Arnardóttir"

 

Hlé var gert á fundi kl. 8.53. Fundi var fram haldið kl. 9.06.

 

Tillaga Guðríðar Arnardóttur var felld með þremur atkvæðum en tveir greiddu atkvæði með henni.

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Ég tel langt í frá fullreynt að selja lóðina.  Því legg ég til að haft verði samband við fleiri fasteignasölur og þeim gefinn kostur á að selja lóðina.  Tímamörkin verði gefin til 30 september. Verði lóðin óseld þá verði hún sett í hefðbundna úthlutun.  Jafnframt verði vakinn athygli á því á lóðavef Kópavogsbæjar næstu tvær vikur a.m.k. að lóðin sé til sölu á almennum markaði.

Ómar Stefánsson"

 

Tillaga Ómars Stefánsson samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

35.1010338 - Erindisbréf framkvæmdaráðs

Eftirfarandi tillögu var vísað til bæjarráðs á fundi framkvæmdaráðs þann 15. ágúst sl.
Tillaga frá Guðríði Arnardóttur um breytingu á erindisbréfi framkvæmdaráðs.
Guðríður Arnardóttir bókar: Undirrituð leggur til að erindisbréfi framkvæmdaráðs verði breytt og lóðaúthlutanir fari fram í bæjarráði. Rökstuðningur: Það er ljóst að framkvæmdaráð fundar mun oftar en áætlanir gerðu ráð fyrir m.a. vegna lóðaúthlutana. Nú þegar hefur fundakvóti ársins 2012 klárast og kostnaður ráðsins því komin fram úr áætlunum. Með því að úthluta lóðum í bæjarráði, sem fundar vikulega, má fækka fundum framkvæmdaráðs um leið og gera úthlutanir lóða skilvirkari.
Gunnar Birgisson bókar: Þetta er ekki vettvangur til að afgreiða þessa tillögu og því eðlilegra að vísa henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Ármann Kr. Ólafsson bókar: það er sérstakt ánægjuefni að kalla hafi þurft til margra funda í framkvæmdaráði, hefur það styrkt stöðu bæjarins að svona vel hafi gengið.
Guðríður Arnardóttir bókað: Það hlýtur að vera markmið að halda kostnaði við úthlutanir í lágmarki, ef okkur tekst að lágmarka kostnað við úthlutanir í bæjarráði hlýtur það að vera fagnaðarefni, líka fyrir Ármann.
Samþykkt að vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Tillaga Guðríðar Arnardóttur var felld með þremur atkvæðum en tveir greiddu atkvæði með henni.

 

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram tillögu um að fundum framkvæmdaráðs á árinu verði fjölgað um fjóra m.a. í samræmi við áherslur núverandi meirihluta við sölu byggingarlóða.

 

Tillaga Ármanns Kr. Ólafssonar samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur.

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Og enn eykur meirihlutinn kostnað við nefndarkerfi bæjarins, fjölgar nefndum, fjölgar fulltrúum í nefndum og nú síðast fjölgar fundum nefnda.  Bara til gamans getur undirrituð ekki staðist freistinguna að minna á kosningaloforð Lista Kópavogsbúa ? ”að minnka flækjustig og draga úr kostnaði við nefndir bæjarins með fækkun nefnda og fækkun funda.

Guðríður Arnardóttir"

 

Ólafur Þór Gunnarsson lagi fram eftirfarandi bókun:

"Báknið kjurrt.

Ólafur Þór Gunnarsson"

 

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:

"Í tíð síðasta meirihluta var samþykkt erindisbréf fyrir framkvæmdaráð og eftir því er unnið þegar kemur að lóðaúthlutunum. Átak í sölu lóða stefnir í að skila tekjum að upphæð tveimur milljörðum króna. Fjórir aukafundir þriggja manna framkvæmdaráðs geta því ekki talist mikið í því samhengi.

Ármann Kr. Ólafsson"

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

Ekkert ætti að meitla í stein hvað þetta varðar.  Framkvæmdaráð er ný nefnd og ekkert athugavert við það að erindisbréf ráðsins sé endurskoðað.  Amk. stóðu erindisbréf nefnda ekki í vegi fyrir því að núverandi meirihluti breytti nefndaskipan bæjarins þegar þau tóku við í febrúar á þessu ári með verulegum tilkostnaði.

Guðríður Arnardóttir"

 

Rannveig Ásgeirsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Listi Kopavogsbúa náði ekki fram því markmiði sínu að minnka flækjustig og fækka nefndum að fullu í samvinnu í fyrri meirihluta þegar framkvæmdaráð var stofnað m.a. fyrir tilstilli fulltrúa samfylkingar sem taldi nauðsyn á slíku ráði til þess að m.a. lengja ekki fundi bæjarráðs með umræðu um lóðaúthlutanir.

Það er merkilegur viðsnúningur sem nú hefur átt sér stað með framlagðri tillögu.

Rannveig Ásgeirsdóttir"

 

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Það er ljóst að meirihluti Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Y-lista  hefur farið fram úr sjálfum sér í lóðaúthlutunum á þeim stutta tíma sem liðinn er frá meirihlutaskiptum. Sú fljótaskrift,  hringlandaháttur og mikli hraði sem augljóslega hefur verið á mörgum afgreiðslum framkvæmdaráðs varðandi lóðaúthlutanir er stjórnsýslu bæjarins ekki til framdráttar. Þetta vekur upp spurningar hvort nýlega vottað gæðakerfi Kópavogsbæjar sé að virka eins og ætlast er til.

Hjálmar Hjálmarsson"

 

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi fyrispurn:

"Undirritaður óskar eftir upplýsingum um hve mikið af umræddum upphæðum hafa þegar skilað sér til bæjarsjóðs.

Ólafur Þór Gunnarsson"

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Eins og Rannveigu Ásgeirsdóttur ætti að vera full kunnugt um var framkvæmdarráð Kópavogs stofnað að ósk fyrrverandi bæjarstjóra.  Í tíð fyrrverandi meirihluta var nefndum bæjarins fækkað, ýmist sameinaðar eða lagðar niður sem fól í sér verulega lækkun á kosnaði.  Staðreyndir tala sínu máli og erfitt fyrir fulltrúa Lista Kópavogsbúa að skýla sér bak við falskar söguskýringar.

Guðríður Arnardóttir"

36.1208332 - Þríhnúkagígur - aðgengi, aðkoma og þjónustubygging.

Kl. 9.00 mættu Björn Barkarson frá VSÓ og Björn Ólafsson frá Þríhnúkum ehf. til fundar og gerðu grein fyrir matsskýrslu vegna umhverfisáhrifa við framkvæmdir við Þríhnúka. Þá lögðu þeir fram erindi dags. 20. ágúst um afmörkun gönguleiða.

Bæjarráð vísar erindi Þríhnúka ehf. til umhverfis- og samgöngunefndar til umsagnar.

 

Sviðsstjóri umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið.

37.1206613 - Úttekt á stjórnsýslu Kópavogsbæjar

Bréf bæjarritara, dags. 21. ágúst, þar sem lagt er til að leitað verð samninga við Capacent um verkið skv. mati á vertilboðum sem bárust vegna stjórnsýsluúttektar hjá Kópavogsbæ.

Hlé var gert á fundi kl. 10.19. Fundi var fram haldið kl. 10.20.

Guðríður Arnardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson og Hjálmar Hjálmarsson lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Umrædd stjórnsýsluúttekt er á engan hátt fullnægjandi skoðun á verklagi og vinnubrögðum í stjórnsýslu bæjarins. Óskað er eftir því að sérstaklega verið farið yfir skýrslu Deloitte varðandi gögn í peningaskáp bæjarins og skoðað í kjölinn hvað olli því að milljóna kröfur í eigu bæjarins voru við það að fyrnast og bærinn varð af vaxtatekjum í einhverjum tilfellum.  Jafnframt skoðað hvort einhverjir einstaklingar sem hafa fengið úthlutað lóðum síðustu 12 árin hafi fengið á einhvern hátt sérkjör er varðar greiðslur og vexti.

Í umræddri stjórnsýsluúttekt er fyrirhugað að leggja mat á sameiningu íþrótta- og tómstundasviðs og fræðslusviðs í eitt menntasvið.  Verð það niðurstaðan að sú sameining hafi raunverulega skilað sparnaði og aukinni skilvirkni hyggst þá núverandi meirihluti samt sem áður standa við fyrirheit sín um að skilja þessi tvö svið að?  En fulltrúar meirihlutaflokkana hafa lýst því yfir að þann 1. september skuli sviðin aðskilin og fyrrverandi bæjarstjóri taka við sviðsstjórastarfi.

Undirrituð saknar þess jafnframt að ekki skyldi hafa verið leitað samkomulags við minnihlutann vegna stjórnsýsluúttektarinnar sem rýrir verulega gildi hennar og trúverðugleika

Guðríður Arnardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Hjálmar Hjálmarsson"

Hlé var gert á fundi kl. 10.27. Fundi var fram haldið kl. 10.52.

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Vegna umræðu um stjórnsýsluútekt.

Á fundi bæjarráðs 17.02.2011 var lögð fram eftirfarandi tillaga Guðríðar Arnardóttur. Henni var frestað:

1102508 - Tillaga að stjórnsýsluútekt

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Bæjarráð veitir formanni bæjarráðs umboð til þess að hlutast til um að undirbúa stjórnsýsluúttekt á rekstri Kópavogsbæjar hið fyrsta.

Skal sú úttekt taka til síðustu 8 ára.

Þar skal m.a. skoða sérstaklega:

· Meðferð fjármuna bæjarins og skráningu gagna

· Ákvarðanatöku kjörinna fulltrúa og æðstu stjórnenda bæjarins

· Vinnubrögð við launagreiðslur

· Viðskipti við einstaklinga og fyrirtæki

Formaður bæjarráðs skal hafa samráð við oddvita minnihlutans varðandi fyrirkomulag slíkrar úttektar.

Guðríður Arnardóttir""

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar til næsta fundar.

Á  fundi bæjarráðs 17.03 var eftirfarandi skráð:

1102508 - Tillaga að stjórnsýsluútekt

Frestað mál frá fundi bæjarráðs 17/2, tillaga formanns bæjarráðs um stjórnsýsluúttekt.

Hlé var gert á fundi kl. 8:57. Fundi var fram haldið kl. 9:22.

Eftirfarandi tillaga lögð fram og fyrri tillaga dregin til baka:

Bæjarráð veitir fulltrúum allra flokka umboð til þess að hlutast til um að undirbúa stjórnsýsluúttekt á rekstri Kópavogsbæjar hið fyrsta. Skal sú úttekt ná til 1. 1. 2005. Guðnýju Dóru Gestsdóttur verði falið að kalla saman aðila hið fyrsta.

Bæjarráð samþykkir tillöguna einróma.

og svo í þriðja lagi:

Í fundargerð bæjarráðs 12.05.2011

1102508 - Tillaga að stjórnsýsluútekt

Guðný Dóra Gestsdóttir leggur fram eftirfarandi tillögu að stjórnsýsluúttekt:

"Skipuð verði nefnd þriggja óháðra sérfræðinga sem hafi það verkefni að skoða stjórnsýslu Kópavogsbæjar. Nefndin skal leggja fram tillögu að starfsáætlun fyrir 15. júní 2011 þar sem fram komi m.a. umfang og áhersla í starfi og áætlaður kostnaður við þessa vinnu.

Í nefndinni skulu valdir utanaðkomandi sérfræðingar á sviði stjórnsýsluendurskoðunar, stjórnsýslufræði og lögfræði.

Sérfræðinganefndin fái fullan aðgang að skjalasafni Kópavogsbæjar, öllum gögnum er varða stjórnsýslu. Þá leiti hún upplýsinga hjá aðilum utan og innan stjórnkerfisins eftir þörfum. Störf nefndarinnar verði bundin trúnaði. Lokaskýrsla nefndarinnar liggi fyrir eigi síðar en 1. september 2011.

Nefndinni skal sett erindisbréf þar sem kveðið er á um verksvið hennar og ábyrgð. Hún skal skila áfangaskýrslu til bæjarráðs

Með nefndinni starfi teymi skipað fulltrúum allra flokka, bæði úr meiri- og minnihluta. Teymið fundar reglulega með sérfræðinganefndinni og heldur fundargerðarbók.

Tilgangur úttektarinnar er:

- að gera Kópavog að enn betri bæ og gera stjórnsýsluna skilvirkari og gagnsæjari

- að koma með ábendingar og tillögur að breytingum á reglum, vinnubrögðum og skipulagi á stjórnsýslu bæjarins

- að koma með ábendingar og tillögur til úrbóta stjórnsýslu bæjarins

- endurskoða verklag og verkferla

Guðný Dóra Gestsdóttir.""

Bæjarráð samþykkir tillöguna með þremur samhljóða atkvæðum. Tveir fulltrúar sátu hjá.

Bæjarráð felur fjármála- og hagsýslustjóra að vinna kostnaðarumsögn um tillöguna.

Fulltrúar fyrri meirihluta samþykktu því einum rómi þau markmið sem eru höfð að leiðarljósi við núverandi tillögu að stjórnsýsluúttekt enda miði hún að því að gera góðan bæ betri. Oddvitar allra flokka fyrri meirihluta voru samþykkir þessari nálgun enda væri hún til marks um að horfa fram á veginn. Þá skal tekið fram að ráðgjafar munu eiga samtöl við kjörna fulltrúa við úttektina.

Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson, Rannveig Ásgeirsdóttir"

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Fyrrverandi meirihluti var lengst af að freista þess að ná samkomulagi við þáverandi minnihluta um framkvæmd stjórnsýsluúttektarinnar án árangurs.  Sú úttekt átti að vera mun viðameiri en sú sem hér er fjallað um eins og kemur fram hér á undan.  Leitað hafði verið til fjölmargra sérfræðinga svo standa mætti að slíkri úttekt með trúverðugum hætti og var málið að verða klárt um það leiti sem fyrrverandi meirihluti féll í Kópavogi.

Guðríður Arnardóttir"

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, og Ómar Stefánsson lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Undir forystu oddvita samfylkingarinnar var ráðist í breytingar á stjórnsýslu bæjarins sem m.a. leiddi til breytinga á skipuriti. Ekkert samráð var við þáverandi minnihluta varðandi þá vinnu, ekki var gerð verðkönnun milli fyrirtækja heldur var eitt handvalið. Þá tók marga mánuði að fá að vita hvað sú úttekt kostaði. Hér er hins vegar lagt fram með skýrum hætti verðkönnunarferli og upplýst með nákvæmum hætti hvernig staðið var að því hvernig embættismenn bæjarins mátu einstök tilboð.

Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson"

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Breytingar á stjórnsýslu bæjarins voru gerðar undir forystu fyrrverandi bæjarstjóra.

Guðríður Arnardóttir"

Bæjarráð samþykkir tillögu um að leitað verði samninga við Capacent með þremur samhljóða atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Þetta er stjórnsýsluúttekt meirihlutans undirbúin án nokkurs samráðs við minnihlutann.

Guðríður Arnardóttir"

38.1208005 - Íþróttaráð, 15. ágúst.

15. fundur

Lagt fram.

 

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður vekur athygli á því að athugasemdir hafa borist frá formanni Breiðabliks þar sem fram kemur að hann fyrir hönd félagsins lýsir andstöðu við framlagðar tímatöflur íþróttamannvirkja.

Hjálmar Hjálmarsson"

39.1208346 - Ársreikningar íþróttafélaga 2011

Lagðir fram ársreikningar íþróttafélaga 2011

Lagt fram.

40.1208006 - Lista- og menningarráð, 14. ágúst

6. fundur

Lagt fram.

41.1208001 - Skipulagsnefnd, 21. ágúst

1214. fundur

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:15.