Afgreiðslur byggingarfulltrúa

46. fundur 06. júní 2012 kl. 08:30 - 08:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Einar Sigurðsson embættismaður
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Anna Þóra Gísladóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Anna Gísladóttir
Dagskrá

1.1205487 - Kópavogsbrún 1, umsókn um byggingarleyfi.

Hörðuból ehf, Huldubraut 52, Kópavogi sækir 24. maí 2012 um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi, 16. hæð byggja fjölbýlishús að Kópavogsbrún 1.
Lögð fram beiðni lóðarhafa dags. 2. maí 2012 um undanþágu frá 6. til 16. hluta byggingarreglugerðar nr. 112/2012, með tilvísun í 1. tölulið í ákvæðum til bráðabirgða í reglugerðinni.
Teikn. Kristinn Ragnarsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 6. júní 2012.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

2.1205590 - Selbrekka 25, umsókn um byggingarleyfi.

Páll Ragnar Þórisson, Selbrekku 25, Kópavogi sækir 29. maí 2012 um leyfi til að setja glugga á vesturhlið 1. hæðar að Selbrekku 25.
Teikn. Þorleifur Eggertsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 6. júní 2012.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

3.1204359 - Smáratorg 3, umsókn um byggingarleyfi.

SMI Island, Smáratorg 3, Kópavogi sækir 24. maí 2012 um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi, 16. hæð að Smáratorgi 3.
Teikn. Þorvarður Björgvinsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 6. júní 2012.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

4.1108286 - Vesturvör 12, umsókn um byggingarleyfi.

Íslensk Ameríska verslunarfélagið,Tunguhálsi 11, 110 Reykjavík sækir 31. maí 2012 um leyfi til að gera breytingar á innra skipulagi á 2. hæð að Vesturvör 12.
Teikn. Hans-Olav Andersen.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 6. júní 2012.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

5.1103065 - Vesturvör 36, umsókn um byggingarleyfi.

Vélsmiðjan Hamar ehf, Vesturvör 36, Kópavogi sækir 27. febrúar 2012 um leyfi til að gera breytingar á skráningartöflu að Vesturvör 36.
Teikn. Haukur Ásgeirsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 31. maí 2012.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

6.1204373 - Vindakór 14-16, umsókn um byggingarleyfi.

Andrés Hafberg og Sólveig Guðjónsdóttir, Vindakór 16, Kópavogi sækir 27. apríl 2012 um leyfi til að stækka sólskála íbúð 0401 að Vindakór 16.
Teikn. Benjamín Magnússon.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 1. júní 2012.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

7.1206025 - Þrúðsalir 1 - umsókn um byggingarleyfi

S.G. Smiður ehf,Þrymsölum 6, 201 Kópavogi sækir 4. júní 2012 um leyfi til að gera beytingar á innra skipulagi að Þrúðsölum 1.
Teikn. Kjartan Sigurðsson.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 6. júní 2012.

Samrýmist lögum nr. 160/2010.

Fundi slitið - kl. 08:30.