Urðarhvarf 8

Grenndarkynning.

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs Kópavogs þann 20. janúar 2025 var samþykkt með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna umsókn um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðarinnar nr. 8 við Urðarhvarf.

Í breytingunni felst að nýrri innkeyrslu er komið fyrir á austurhluta á neðra bílaplani á suðurhluta lóðarinnar, núverandi inn- og útkeyrslurampur verður aðeins fyrir útkeyrslu og hluta akstursleiða á lóðinni frá neðra bílaplani í vesturátt að efra bílaplani er gerð að einstefnu.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdum og ábendingum við ofangreinda tillögu skal skila í gegnum skipulagsgátt www.skipulagsgatt.is, málsnr. 136/2025, eigi síðar en 7. mars 2025. Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um tillöguna er hægt að hafa samband við starfsfólk skipulagsdeildar með því að senda tölvupóst á skipulag@kopavogur.is

Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð. Skipulagsfulltrúi Kópavogsbæjar notar upplýsingar sem eru settar fram vegna athugasemda við skipulag til úrvinnslu og auðkenningar. Kópavogsbær er afhendingarskyldur aðili samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 og afhendir gögn til varðveislu til Þjóðskjalasafns Íslands.

Urðarhvarf 8
Tímabil
5. janúar - 7. mars 2025