Melgerði 19.

Til kynningar er stækkun á stakstæðri bílgeymslu á lóðinni um 42,5 m² til suðurs.  Sbr. erindi byggingarfulltrúa 13. október 2022. Í stækkuninni er gert ráð fyrir að komið verði fyrir vinnustofu.
Núverandi íbúðarhús er 155,1 m² og stakstæð bílgeymsla 43 m², samtals 198,1 m². Lóðarstærð er 791 m². Núverandi nýtingarhlutfall er 0,25. Heildarbyggingarmagn á lóð eftir breytingu verður 240,6 m² sem mun gera nýtingarhlutfallið 0,30.
Meðaltalsnýtingarhlutfall á lóðum Melgerðis 15, 16, 17, 18, 20, 21, 22, 23, 24, 26 og Vallargerðis 16, 18, 20, 22 og 24 er 0,29 (hæst 0,18 og lægst 0,50).
Uppdráttur í mkv. 1:500 og 1:100 og skýringar dags. 29. september 2021.
Samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða, Melgerðis 15 og Vallargerðis 18 liggur fyrir.

Skipulagsráð samþykkti 17. október 2022 með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Melgerðis 15, 17, 18, 20, 21 og 22, Vallargerðis 16, 18, 20 og 22.

Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulagsdeildar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl. 16:00 mánudaginn 21. nóvember 2022.

Skipulagsfulltrúinn í Kópavogi.

Melgerði 19.
Tímabil
19. október til 21. nóvember 2022.