Hraunbraut 14

Á fundi skipulagsráðs Kópavogs 3. júlí 2023 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 26. maí 2023 þar sem umsókn Luigi Bartolozzi arkitekts dags. 11. mars 2021 um byggingarleyfi f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 14 við Hraunbraut er vísað til skipulagsráðs. Á lóðinni stendur steinsteypt þriggja hæða hús með þremur íbúðum og sambyggðum bílskúr, byggt 1968. Sótt er um að 57,6 m² rými undir bílskúrnum sem er skráð sem geymsla verði breytt í samþykkta íbúð.

Uppdrættir í mkv. 1:500 ásamt byggingarlýsingu dags. 11. mars 2021.

Á fundi skipulagsráðs þann 5. júní 2023 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar ásamt fylgiskjölum, dags. 30. júní 2023.

Skipulagsráð samþykkir með sex atkvæðum gegn atkvæði Kristins Dags Gissurarsonar og með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 1-16 við Hraunbraut og nr. 21B, 21D, 23 og 25 við Kársnesbraut.

Athugasemdum við ofangreinda tillögu skal skila í gegnum skipulagsgátt www.skipulagsgatt.is/issues/484, málsnr. 484/2023, eigi síðar en 14. september 2023. Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um tillöguna er hægt að senda tölvupóst á skipulag@kopavogur.is.

Umhverfissvið, skipulagsdeild Kópavogs, notar þær persónugreinanlegu upplýsingar sem settar eru fram vegna athugasemda við skipulag, s.s. kennitölu, nafn og netfang í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna borgarbúa. Að auglýsingarferli loknu eru gögn varðveitt í 30 ár og flytjast að þeim tíma liðnum til Þjóðskjalasafns Íslands skv. lögum nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

Vakin er athygli á því að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og birtast meðal annars nöfn bæjarbúa í fundargerðum skipulags- og samgönguráðs á netinu.