Álfhólsvegur 20

Á fundi skipulagsráðs Kópavogs þann 18. október 2021 var lagt fram erindi Evu Huldar Friðriksdóttur arkitekt dags. 8. september 2021 fyrir hönd lóðarhafa Álfhólsvegar 20. Sótt er um leyfi til að koma fyrir óupphituðu 22,5 m² gróðurhúsi í garðrými Álfhólsvegar 20. Undirritað samþykki meðeigenda liggur fyrir að hluta. Uppdráttur og skýringar í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 8. september 2021. 

Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 22b, Hávegar 1, 3 og 5.

Kynning hófst 27. október 2021 og skal  ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skila skriflega til skipulagsdeildar Kópavogsbæjar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða með tölvupósti á skipulag@kopavogur.is  fyrir kl. 15:00 mánudaginn 29. nóvember 2021. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna.

Álfhólsvegur 20
Tímabil
27. október 2021 - 29. nóvember 2021