Öryggisstefna

Kópavogsbær hefur sett sér það markmið að vera slysalaus vinnustaður. Til að svo megi verða þarf að efla öryggisvitund starfsmanna og stuðla að öflugri öryggismenningu

Kópavogsbær leggur áherslu á  að öryggi starfsmanna, nemenda og annarra þjónustuþega  sé í fyrirrúmi og að leita allra leiða til að efla öryggi.

Forvarnir og góð vinnubrögð skapa öruggara umhverfi sem fyrirbyggi óhöpp og slys. Í öryggisstefnu bæjarins felst meðal annars að á öllum vinnustöðum verði til staðar virkar öryggisnefndir og starfsmenn bæjarins vinni eftir samþykkt um öryggismál.

Fyrirspurnir og ábendingar sem varða öryggismál má senda á netfangið oryggi@kopavogur.is.

 

 Öryggi í forgang - samþykkt

 

Síðast uppfært 31. ágúst 2021