Velferðarráð

141. fundur 09. desember 2024 kl. 16:15 - 16:53 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Björg Baldursdóttir formaður
  • Svava Halldóra Friðgeirsdóttir aðalmaður
  • Matthías Björnsson aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson, aðalmaður boðaði forföll og Sigrún Bjarnadóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Erlendur H. Geirdal áheyrnarfulltrúi
  • Hólmfríður Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigrún Þórarinsdóttir Sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri velferðarsviðs
Dagskrá

Skrifstofa Félagslegs húsnæðis

1.24041472 - Tillögur um breytingar á reglum um útleigu félagslegra leiguíbúða og breytingar á stigakerfi

Lagðar fram til afgreiðslu breytingar á reglum um útleigu félagslegra leiguíbúða og stigakerfi.
Velferðarráð samþykkir breytingar á reglum um útleigu félagslegra leiguíbúða og stigakerfi fyrir sitt leyti. Málinu er vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Gestir

  • Rannveig Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri - mæting: 16:15

Skrifstofa Félagslegs húsnæðis

2.2412076 - Félagsleg leiguíbúð. Áfrýjun

Áfrýjun dags. 2.12.2024, ásamt tilgreindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Rannveig Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri - mæting: 16:15

Skrifstofa Ráðgjafar

3.2407466 - Bókun 580. fundar stjórnar SSH. Fjölsmiðjan endurnýjun þjónustusamnings

Lagður fram til kynningar þjónustusamningur SSH við Fjölsmiðjuna.
Lagt fram.

Almenn erindi

4.2212314 - Fundaröð velferðarráðs

Tillaga að fundaröð velferðarráðs fyrir árið 2025 lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkir framlagða tillögu að fundaröð velferðarráðs fyrir árið 2025.

Almenn erindi

5.2411807 - Styrkbeiðni um fjárframlag til Kvennaráðgjafarinnar 2025

Lögð fram til afgreiðslu beiðni um rekstrarstyrk vegna ársins 2025 frá kvennaráðgjöfinni.
Frestað.

Almenn erindi

6.2409416 - Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2025

Lögð fram til afgreiðslu beiðni um rekstrarstyrk vegna ársins 2025 frá Samtökum um kvennaathvarf.
Velferðarráð samþykkir að veita Kvennaathvarfinu styrk að upphæð kr. 1.250.000- fyrir árið 2025 gegn framvísun ársreiknings.

Almenn erindi

7.24111895 - Fyrirspurn varðandi atvinnuþátttöku einstaklinga með skerta starfsgetu hjá stofnunum bæjarins

Björg Baldursdóttir formaður velferðarráðs lagði fram fyrirspurn sem vísað var til sviðsstjóra velferðarsviðs til úrvinnslu á fundi ráðsins þann 25.11.2024.

Lagt er til að velferðarráð vísi fyrirspurninni áfram til mannauðsstjóra Kópavogsbæjar til úrvinnslu.
Velferðarráð samþykkir að vísa fyrirspurninni til mannauðsstjóra Kópavogsbæjar til úrvinnslu.

Almenn erindi

8.22067459 - Kynning á starfsemi velferðarsviðs

Sviðsstjóri kynnir starfið á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.

Fundi slitið - kl. 16:53.