Velferðarráð

140. fundur 25. nóvember 2024 kl. 16:15 - 17:55 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Björg Baldursdóttir formaður
  • Svava Halldóra Friðgeirsdóttir aðalmaður
  • Matthías Björnsson aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Erlendur H. Geirdal áheyrnarfulltrúi
  • Hólmfríður Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigrún Þórarinsdóttir Sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri velferðarsviðs
Dagskrá
Á fundinum voru gerðar breytingar á dagskrá þar sem mál nr. 3 var tekið fyrir eftir að mál nr. 4 og 5 voru tekin fyrir.

Skrifstofa Starfsstöðva og þróunar

1.2411396 - Fyrirspurn um fjölda Kópavogsbúa á biðlista eftir hjúkrunarrými og dagdvöl frá aðalmanni Viðreisnar í velferðarráði

Á fundi velferðarráðs þann 28.10.2024 lagði Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður Viðreisnar í velferðarráði fram eftirfarandi fyrirspurn:

1. Hver er fjöldi hjúkrunar- og dagdvalarrýma á höfuðborgarsvæðinu og hvaða uppbygging er framundan í Kópavogi?

2. Hve margir Kópavogsbúar eru á bið eftir hjúkrunarrýmum?

3. Hve margir Kópavogsbúar eru á bið eftir dagdvalarrýmum?



Minnisblað skrifstofustjóra dags. 11.11.2024 lagt fram.
Lagt fram.

Velferðarráð óskar eftir að fá tölulegar upplýsingar um hjúkrunar- og dagdvalarrými og biðlista með reglubundnum hætti eins og aðrar lykiltölur sviðsins.

Gestir

  • Jón Rögnvaldsson, skrifstofustjóri - mæting: 16:15

Skrifstofa Starfsstöðva og þróunar

2.24111893 - Fyrirspurn varðandi húsnæði fyrir dagþjónustu við einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma frá áheyrnarfulltrúa Samfylkingar í velferðarráði

Erlendur Geirdal áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar í Velferðarráði leggur fram fyrirspurn:



Mikil og vaxandi þörf er í samfélaginu fyrir þjónustu við fólk með heilabilun og nú eru 60 manns á biðlista eftir þjónustu hjá Seiglunni á St. Jósefsspítala, sem er fyrsta úrræði fyrir fólk sem er skammt á veg komið í sínum heilabilunarsjúkdómi.



Mun Kópavogsbær koma til móts við þessa þörf með því að leggja til húsnæði fyrir dagþjónustu við einstaklinga með heilabilunarsjúkdóm?
Velferðarráð vísar fyrirspurn til sviðsstjóra velferðarsviðs til úrvinnslu.

Gestir

  • Jón Rögnvaldsson, skrifstofustjóri - mæting: 16:15

Skrifstofa Félagslegs húsnæðis

3.24041472 - Tillögur um breytingar á reglum um útleigu félagslegra leiguíbúða og breytingar á stigakerfi

Lagðar fram til afgreiðslu breytingar á reglum um útleigu félagslegra leiguíbúða og stigakerfi.
Velferðarráð frestar afgreiðslu nýrra reglna um útleigu félagslegra leiguíbúða og stigakerfis. Velferðarráð óskar eftir frekari greiningu á þeim þætti stigakerfisins sem varðar hjúskaparstöðu umsækjanda.

Gestir

  • Rannveig Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri - mæting: 17:12
  • Steinn Finnbogason, lögfræðingur - mæting: 17:12

Skrifstofa Ráðgjafar

4.2401489 - Reglur um fjárhagsaðstoð

Lagðar fram til kynningar og afgreiðslu breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð.
Velferðarráð samþykkir tillögur að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð fyrir sitt leyti að teknu tilliti til breytingartillögu vegna námskostnaðar sem rædd var á fundinum. Málinu er vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Vegna ákvæðis um námsaðstoð leggur velferðarráð til að áfram verði boðið upp á styrk til greiðslu náms- og skólagjalda allt að 60.000kr. á önn.

Gestir

  • Þóra Kemp, skrifstofustjóri - mæting: 16:30
  • Karítas Sandholt, lögfræðingur - mæting: 16:30

Skrifstofa Ráðgjafar

5.2411272 - Fjárhagsaðstoð. Áfrýjun

Áfrýjun dags. 4.11.2024 ásamt tilgreindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Almenn erindi

6.24111895 - Fyrirspurn varðandi atvinnuþátttöku einstaklinga með skerta starfsgetu hjá stofnunum bæjarins

Björg Baldursdóttir formaður velferðarráðs leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:



Er hafin vinna að áætlun eða stefnu um atvinnuþátttöku einstaklinga með skerta starfsgetu hjá stofnunum bæjarins? Ef svo er þá óskar undirrituð eftir að fá kynningu á því inn í velferðarráð. Ef ekki - hvenær er það áætlað?
Velferðarráð vísar fyrirspurn til sviðsstjóra velferðarsviðs til úrvinnslu.

Almenn erindi

7.2002676 - Endurmat velferðarstefnu

Leitað er heimildar velferðarráðs um að farið verði í reglubundið endurmat á velferðarstefnu.
Velferðarráð samþykkir að farið verði í reglubundið endurmat á velferðarstefnu.

Almenn erindi

8.2212314 - Fundaröð velferðarráðs

Tillaga að fundaröð velferðarráðs fyrir árið 2025 lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð frestar afgreiðslu á tillögu að fundaröð velferðarráðs.

Almenn erindi

9.22067459 - Kynning á starfsemi velferðarsviðs

Sviðsstjóri kynnir starfið á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.

Fundargerðir nefnda

10.2411001F - Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks - 18. fundur frá 11.11.2024

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:55.