Velferðarráð

138. fundur 14. október 2024 kl. 16:15 - 18:20 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Björg Baldursdóttir formaður
  • Einar Örn Þorvarðarson, aðalmaður boðaði forföll og Soumia I. Georgsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Erlendur H. Geirdal áheyrnarfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Hólmfríður Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Matthías Björnsson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Svava Halldóra Friðgeirsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigrún Þórarinsdóttir Sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

Skrifstofa Starfsstöðva og þróunar

1.24051201 - Roðasalir

Lögð fram til kynningar og afgreiðslu tillaga um að Kópavogsbær endurnýi ekki samning við SÍ um rekstur hjúkrunarheimilisins að Roðasölum í lok mars 2025 heldur framlengi samninginn tímabundið á meðan íbúar flytjast í ný hjúkrunarrými í Boðaþingi.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir lagði fram tillögu um að afgreiðslu málsins yrðir frestað og málinu vísað til umsagnar öldungaráðs Kópavogs. Tillagan var felld með fimm atkvæðum gegn tveimur atkvæðum Sigurbjargar E. Egilsdóttur og Soumiu I. Georgsdóttur.

Hlé var gert á fundi kl. 16:55 og hófst hann aftur kl. 17:03.

Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögu um að Kópavogsbær endurnýi ekki samning við SÍ um rekstur hjúkrunarheimilisins að Roðasölum í lok mars 2025 heldur framlengi samninginn tímabundið á meðan íbúar flytjast í ný hjúkrunarrými í Boðaþingi og vísar málinu áfram til afgreiðslu í bæjarráði og bæjarstjórn með fimm atkvæðum gegn atkvæði Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur og hjásetu Soumiu I. Georgsdóttur.

Hlé var gert á fundi kl. 17:04 og hófst hann aftur kl. 17:13.

Bókanir:
Undirrituð harma að meirihluti fulltrúa í velferðarráði hafni frestun málsins og vísun þess til umsagnar öldungaráðs. Hlutverk öldungaráðs er skv. erindisbréfi að vera vera „formlegur vettvangur samráðs og samstarfs við bæjarstjórn um hagsmuni aldraðra þar sem fjallað er um þjónustu við aldraða, framkvæmd hennar og þróun“.

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Erlendur Geirdal
Soumia I. Georgsdóttir

Rekstur og starfsemi hjúkrunarheimila fellur ekki undir lögbundnar skyldur og þjónustu sveitarfélaga og því teljum við eðlilegasti farvegur þessa máls að fara fyrir bæjarráð og bæjarstjórn.

Björg Baldursdóttir
Svava Halldóra Friðgeirsdóttir
Matthías Björnsson

Hjördís Ýr Johnson

Hólmfríður Hilmarsdóttir

Gestir

  • Jón Rögnvaldsson, skrifstofustjóri - mæting: 16:15
  • Atli Sturluson, skrifstofustjóri - mæting: 16:15
  • Sólrún Friðriksdóttir, verkefnastjóri - mæting: 16:15
  • Þóranna Þórsdóttir, mannauðsráðgjafi - mæting: 16:15

Skrifstofa Starfsstöðva og þróunar

2.2205696 - Heildarendurskoðun laga nr. 38-2018

Lögð fram til kynningar áfangaskýrsla II um kostnaðar- og ábyrgðarskipting ríkis og sveitarfélaga í þjónustu við fatlað fólk.
Velferðarráð þakkar fyrir kynninguna og vísar málinu til kynningar í notendaráði fatlaðs fólks.

Gestir

  • Kristín Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri - mæting: 17:20
  • Jón Rögnvaldsson, skrifstofustjóri - mæting: 16:15

Skrifstofa Starfsstöðva og þróunar

3.2410763 - Drög að reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu við fatlað fólk

Lögð fram til kynningar umsögn samráðshóps um velferðarmál á höfuðborgarsvæðinu um drög að reglugerð um framlög jöfnunarsjóðs vegna þjónustu við fatlað fólk, ásamt fylgiskjölum.
Velferðarráð þakkar fyrir kynninguna og vísar málinu til kynningar í notendaráði fatlaðs fólks.

Gestir

  • Kristín Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri - mæting: 17:20
  • Jón Rögnvaldsson, skrifstofustjóri - mæting: 16:15

Skrifstofa Þjónustu og sértækrar ráðgjafar

4.2410811 - Áfrýjun vegna umsóknar um akstursþjónustu aldraðra

Áfrýjun dags. 2.10.2024 lögð fram til afgreiðslu.
Sviðsstjóra er falið að tryggja að ákvæði 7.gr. reglna um akstursþjónustu fyrir aldraða verði endurskoðuð og skýrð.

Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Kristín Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri - mæting: 17:20

Almenn erindi

5.23111597 - Lengri opnun á kaffistofu Samhjálpar

Lögð fram tillaga velferðarsviðs dags. 10.10.2024, um þátttöku í lengri opnun kaffistofu Samhjálpar, ásamt tilgreindu fylgiskjali.
Velferðarráð samþykkir tillögu velferðarsviðs um þátttöku í lengri opnun kaffistofu Samhjálpar fyrir sitt leyti og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarráði og bæjarstjórn.

Almenn erindi

6.22067459 - Kynning á starfsemi velferðarsviðs

Sviðsstjóri kynnir starfið á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.

Fundi slitið - kl. 18:20.