Velferðarráð

137. fundur 23. september 2024 kl. 16:15 - 18:26 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Björg Baldursdóttir formaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Erlendur H. Geirdal áheyrnarfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson, aðalmaður boðaði forföll og Sigrún Bjarnadóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Hólmfríður Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Matthías Björnsson aðalmaður
  • Páll Marís Pálsson, aðalmaður boðaði forföll og Svava Halldóra Friðgeirsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigrún Þórarinsdóttir Sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri velferðarsviðs
Dagskrá
Sameiginlegur fundur velferðarráðs og notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks hófst kl. 16:15 og voru fundarliðir 1 og 2 til umfjöllunar á þessum sameiginlega fundi. Venjubundinn fundur velferðarráðs hófst síðan að því loknu.

Almenn erindi

1.2402420 - Erindi frá notendaráði í málefnum fatlaðs fólks til skipulagsráðs

Lagt fram svar umhverfissviðs dags. 26.6.2024 við erindi notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks vegna deiliskipulags.
Velferðarráð lýsir yfir áhyggjum af miklum töfum á framkvæmdum á Fannborgarreit og tengdum reitum í miðbæ Kópavogs og áhrifum þeirra á aðstæður íbúa á svæðinu sem um ræðir. Ráðið skorar á bæjaryfirvöld og lóðarhafa að hraða því eins og kostur er að leggja fram áætlanir um framkvæmdir til að losa íbúa úr þeirri óvissu sem nú ríkir.
Matthías Björnsson mætti til fundar 16:30 undir lið 1 í dagskrá.

Gestir

  • Guðrún Finnbogadóttir, skrifstofustjóri - mæting: 16:15
  • Auður Kristinsdóttir, skipulagsfulltrúi - mæting: 16:15

Skrifstofa Þjónustu og sértækrar ráðgjafar

2.2403081 - Frumkvæðisathugun á reglum sveitarfélaga um stoð- og stuðningsþjónustu

Lagðar fram til kynningar niðurstöður frumkvæðisathugunar Gæða- og eftirlitsstofnunar á reglum sveitarfélaga um stuðnings- og stoðþjónustu.
Lagt fram.

Skrifstofa Starfsstöðva og þróunar

3.2409224 - Samstarf - Hrafnista og félagsmiðstöð Boðaþingi

Lögð fram til afgreiðslu tillaga að samstarfi við Hrafnistu vegna Boðaþings.
Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að fela sviðsstjóra velferðarsviðs heimild til að ganga til samninga við Hrafnistu um rekstur félagsmiðstöðvarinnar í Boðaþingi með fyrirvara um jákvæða umsögn innkaupadeildar.

Velferðar ráð vísar málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Gestir

  • Jón Rögnvaldsson, skrifstofustjóri - mæting: 17:36

Fundargerðir nefnda

4.2409010F - Öldungaráð - 26. fundur frá 18.09.2024

Gestir

  • Jón Rögnvaldsson, skrifstofustjóri - mæting: 17:36

Skrifstofa Ráðgjafar

5.24092731 - Áfrýjun - Umsókn um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra vegna fötlunar

Áfrýjun dags. 18.9.2024 lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Almenn erindi

6.22067459 - Kynning á starfsemi velferðarsviðs

Sviðsstjóri kynnir starfið á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.

Fundi slitið - kl. 18:26.