Velferðarráð

135. fundur 26. ágúst 2024 kl. 16:15 - 17:52 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Björg Baldursdóttir formaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Erlendur H. Geirdal, aðalmaður boðaði forföll og Bergljót Kristinsdóttir vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Hólmfríður Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Matthías Björnsson, aðalmaður boðaði forföll og Sigrún Bjarnadóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Páll Marís Pálsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigrún Þórarinsdóttir Sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri velferðarsviðs
Dagskrá

Skrifstofa Félagslegs húsnæðis

1.24081356 - Félagsleg leiguíbúð. Áfrýjun

Áfrýjun dags. 25.7.2024 ásamt tilgreindum fylgiskjölum lögð fram til afgreiðslu.
Skráð í trúnaðarbók.

Gestir

  • Rannveig Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri - mæting: 16:15
Páll Marís Pálsson mætti til fundar að loknum fyrsta dagskrárlið kl. 16:25.

Almenn erindi

2.2102649 - Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna

Lögð fram til kynningar skýrsla verkefnastjóra innleiðingar farsældar - skólaárið 2023 - 2024.
Velferðarráð þakkar fyrir góða kynningu.

Gestir

  • Sólveig Norðfjörð, verkefnastjóri - mæting: 16:23

Almenn erindi

3.24021899 - Heimsóknarskýrsla vegna búsetuúrræðis Klettabæjar

Lögð fram til kynningar skýrsla umboðsmanns Alþingis vegna heimsóknar í búsetuúrræði Klettabæjar á grundvelli OPCAT eftirlits.
Velferðarráð þakkar fyrir góða kynningu.

Almenn erindi

4.22067459 - Kynning á starfsemi velferðarsviðs

Sviðsstjóri kynnir starfið á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:52.