Velferðarráð

130. fundur 26. febrúar 2024 kl. 16:15 - 19:00 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Björg Baldursdóttir formaður
  • Einar Örn Þorvarðarson, aðalmaður boðaði forföll og Soumia I. Georgsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Erlendur H. Geirdal áheyrnarfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Matthías Björnsson aðalmaður
  • Páll Marís Pálsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigrún Þórarinsdóttir Sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

Skrifstofa Félagslegs húsnæðis

1.2402750 - Félagsleg leiguíbúð. Áfrýjun

Áfrýjun dags. 8.2.2024, ásamt tilgreindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Rannveig Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri - mæting: 16:19

Skrifstofa Þjónustu og sértæktrar ráðgjafar

2.24012093 - NPA. Áfrýjun

Áfrýjun dags. 24.1.2024, ásamt tilgreindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Velferðarráð hvetur til þess að endurskoðun reglugerðar um NPA verði hraðað hjá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti. Sviðsstjóra velferðarsviðs falið að sjá til þess að samningar sveitarfélaga við umsýsluaðila um NPA séu teknir til umræðu á samráðsvettvangi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Gestir

  • Kristín Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri - mæting: 16:25

Skrifstofa Ráðgjafar

3.24021404 - Áttan uppeldisráðgjöf

Kynning á starfsemi Áttunnar uppeldisráðgjafar frá forstöðumanni úrræðisins.
Velferðarráð þakkar fyrir góða kynningu.

Gestir

  • Lilja Rós Agnarsdóttir, forstöðumaður - mæting: 16:51
  • Þóra Kemp, skrifstofustjóri - mæting: 16:51

Skrifstofa Ráðgjafar

4.23032023 - Samræmd móttaka flóttafólks

Lögð fram til afgreiðslu drög að áframhaldandi samningi við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, vegna samræmdrar móttöku flóttafólks.
Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að ritað verði undir áframhaldandi samning um móttöku flóttafólks til sex mánaða, eða 31.júní 2024.

Sviðsstjóra velferðarsviðs er veitt heimild til að framlengja samninginn um sex mánuði til viðbótar, eða til 31. desember, að fengnum tillögum starfshóps um framtíðarsamning sbr. 10. gr. þjónustusamnings um samræmda móttöku flóttafólks.

Málinu vísað áfram til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.

Gestir

  • Atli Sturluson, skrifstofustjóri - mæting: 17:20
  • Þóra Kemp, skrifstofustjóri - mæting: 16:51

Skrifstofa Ráðgjafar

5.24021488 - Fjárhagsaðstoð og stuðningur við börn og fjölskyldur. Áfrýjun

Áfrýjanir dags.14.2.2024 og dags. 21.2.2024 ásamt tilgreindum fylgiskjölum, lagðar fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Þóra Kemp, skrifstofustjóri - mæting: 16:51

Almenn erindi

6.22067459 - Kynning á starfsemi velferðarsviðs

Sviðsstjóri kynnir starfið á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.

Almenn erindi

7.24021459 - Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2024

Lögð fram til afgreiðslu beiðni um rekstrarstyrk vegna ársins 2024 frá Samtökum um kvennaathvarf.
Velferðarráð samþykkir að veita Kvennaathvarfinu rekstrarstyrk að upphæð kr. 1.250.000.- fyrir árið 2024 gegn framvísun ársreiknings.

Fundargerðir nefnda

8.2402004F - Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks - 15. fundur frá 12.02.2024

Fundargerð í sex liðum.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:00.