Velferðarráð

128. fundur 11. desember 2023 kl. 16:15 - 18:48 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Björg Baldursdóttir formaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Erlendur H. Geirdal, aðalmaður boðaði forföll og Bergljót Kristinsdóttir vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Hólmfríður Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Matthías Björnsson aðalmaður
  • Páll Marís Pálsson, aðalmaður boðaði forföll og Baldur Þór Baldvinsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigrún Þórarinsdóttir Sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri velferðarsviðs
Dagskrá

Skrifstofa Félagslegs húsnæðis

1.23111965 - Félagsleg leiguíbúð. Áfrýjun

Áfrýjun dags. 27.11.2023, ásamt þar tilgreindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Ranveig Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri - mæting: 16:15

Skrifstofa Félagslegs húsnæðis

2.23112006 - Félagsleg leiguíbúð. Áfrýjun

Áfrýjun dags. 10.11.2023, ásamt þar tilgreindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Rannveig Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri - mæting: 16:15

Skrifstofa Félagslegs húsnæðis

3.2312363 - Félagsleg leiguíbúð. Áfrýjun

Áfrýjun dags. 6.12.2023, ásamt þar til greindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Rannveig Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri - mæting: 16:15

Skrifstofa Félagslegs húsnæðis

4.2312686 - Uppbygging íbúða á viðráðanlegu verði í Kópavogi

Mál tekið á dagskrá með samþykki allra fundarmanna.
Velferðarráð hvetur bæjarstjórn Kópavogs til þess að huga að uppbyggingu ódýrra íbúða við skipulag nýrra hverfa og þéttingarreita. Það er mikilvægt að fólk í öllum tekjuhópum eigi kost á öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði í Kópavogi.

Almenn erindi

5.22067459 - Kynning á starfsemi velferðarsviðs

Sviðsstjóri kynnir starfið á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.

Almenn erindi

6.2102649 - Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna

Lögð fram til kynningar skýrsla innleiðingarteymis um Fléttuna - farsæld barna og stöðu innleiðingar nýrra laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna í Kópavogi.
Velferðarráð þakkar fyrir góða kynningu.

Gestir

  • Sólveig Norðfjörð, verkefnastjóri - mæting: 17:00

Skrifstofa Þjónustu og sértæktrar ráðgjafar

7.1902197 - Notendastýrð persónuleg aðstoð - NPA

Lögð fram til afgreiðslu beiðni um undanþágu frá ákvæðum reglna um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk í Kópavogi.
Fært í trúnaðarbók.

Almenn erindi

8.2212314 - Fundaröð velferðarráðs

Tillaga að fundaröð velferðarráðs fyrir árið 2024 lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkir framlagða tillögu að fundaröð velferðarráðs fyrir árið 2024.

Fundargerðir nefnda

9.2311009F - Öldungaráð - 23. fundur frá 16.11.2023

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:48.