Velferðarráð

122. fundur 14. ágúst 2023 kl. 16:15 - 17:43 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Björg Baldursdóttir formaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Erlendur H. Geirdal, aðalmaður boðaði forföll og Bergljót Kristinsdóttir vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Hjördís Ýr Johnson, aðalmaður boðaði forföll og Sigrún Bjarnadóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Hólmfríður Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Páll Marís Pálsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigrún Þórarinsdóttir Sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

Almenn erindi

1.22067459 - Kynning á starfsemi velferðarsviðs

Sviðsstjóri kynnir starfið á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.

Ráðgjafar- og íbúðadeild

2.22114967 - Umsókn um félagslega leiguíbúð

Erindi frá Landspítala dags. 13.07.2023 lagt fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Ráðgjafar- og íbúðadeild

3.23081012 - Fjölgun félagslegra leiguíbúða

Málinu var bætt við á dagskrá fundarins með samþykki allra fundarmanna.
Velferðarráð vekur athygli á að brýnt er að fjölga félagslegum leiguíbúðum í Kópavogi. Meðalbiðtími eftir félagslegri leiguíbúð á árinu 2022 var 25 mánuðir fyrir einstaklinga og 19 mánuðir fyrir fjölskyldur.

Þjónustu- og ráðgjafardeild aldraðra

4.1706064 - Umsókn um akstursþjónustu aldraðra

Áfrýjun dags. 14.06.2023, ásamt tilgreindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Þjónustu- og ráðgjafardeild aldraðra

5.2308607 - Gott að eldast - Aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk 2023-2027

"Gott að eldast" Aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk 2023-2027, ásamt tilgreindum fylgiskjölum, lögð fram til kynningar.
Lagt fram.

Önnur mál

6.2002676 - Aðgerðaáætlun velferðarsviðs 2024

Umræður um áherslur í aðgerðaáætlun velferðarsviðs fyrir árið 2024.
Verkefnastjóri skráði niður ábendingar fundarmanna um áherslur í aðgerðaáætlun velferðarsviðs fyrir árið 2024.

Fundi slitið - kl. 17:43.