Velferðarráð

121. fundur 12. júní 2023 kl. 16:15 - 18:02 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Björg Baldursdóttir formaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Erlendur H. Geirdal áheyrnarfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Hólmfríður Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Matthías Björnsson aðalmaður
  • Páll Marís Pálsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigrún Þórarinsdóttir Sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

Ráðgjafar- og íbúðadeild

1.2306155 - Fjárhagsaðstoð. Áfrýjun

Áfrýjun dags. 2.6.2023, ásamt tilgreindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Rannveig Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri - mæting: 16:15

Ráðgjafar- og íbúðadeild

2.23032804 - Kæra nr. 174-2023. Félagslegt leiguhúsnæði

Úrskurður úrskurðarnefndar velferðarmála nr. 174/2023, dags. 11.5.2023, lagður fram til kynningar.
Lagt fram.

Gestir

  • Rannveig Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri - mæting: 16:15

Almenn erindi

3.2306926 - Kynning frá skrifstofu félagslegs húsnæðis

Kynning á tölulegum upplýsingum frá skrifstofustjóra á skrifstofu félagslegs húsnæðis.
Lagt fram.

Gestir

  • Rannveig Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri - mæting: 16:15

Almenn erindi

4.2302384 - Tölulegar upplýsingar velferðarsviðs

Lagðar fram til kynningar tölulegar upplýsingar um starfsemi velferðarsviðs janúar til apríl 2023.
Lagt fram.

Almenn erindi

5.22067459 - Kynning á starfsemi velferðarsviðs

Sviðsstjóri kynnir starfið á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.

Almenn erindi

6.2002676 - Aðgerðaáætlun velferðarsviðs 2023

Kynning á stöðu aðgerða í aðgerðaáætlun velferðarsviðs 2023 til uppfyllingar stefnu velferðarsviðs.
Lagt fram.

Fundargerð

7.2305006F - Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks - 13. fundur frá 30.05.2023

Fundargerð í fimm liðum.
  • 7.3 23051835 Tillaga að ályktun vegna ákvæða byggingareglugerðar frá fulltrúa í notendaráði
    Með tölvupósti dags. 1. maí 2023 óskaði Ingveldur Jónsdóttir fulltrúi í notendaráði eftir því að eftirfarandi tillaga að ályktun notendaráðs yrði lögð fyrir fund ráðsins ásamt greinargerð.

    "Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks í Kópavogi krefst þess að ákvæði um hámarks fjarlægð milli bílastæða hreyfihamlaðra og inngangs húss verði sett aftur inn í byggingareglugerð þegar í stað."
    Niðurstaða Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks - 13 Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks í Kópavogi krefst þess að ákvæði um hámarks fjarlægð milli bílastæða hreyfihamlaðra og inngangs húss verði sett aftur inn í byggingareglugerð þegar í stað.

    Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks hvetur bæjaryfirvöld í Kópavogi til fara að ákvæði um hámarks fjarlægð milli bílastæða hreyfihamlaðra og inngangs húss þrátt fyrir að ákvæðið um hámarksfjarlægð hafi fallið úr byggingarreglugerð með breytingum dags. 3. maí 2016.
    Niðurstaða Velferðarráð tekur undir bókun Notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks frá fundi ráðsins dags. 30.05.23.
  • 7.4 23052163 Aðgengismál um þveranir gatna til notendaráðs fatlaðs fólks frá íbúa Kópavogs
    Erindi frá íbúa Kópavogsbæjar um aðgengismál í Kópavogi dags. 29. maí 2023 lagt fram til kynningar og umræðu. Niðurstaða Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks - 13 Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks bókaði á fundi sínum þann 12.11.2020 um sama mál og vekur aftur athygli á að huga þarf betur að niðurtektum á gönguþverunum í Kópavogsbæ. Niðurstaða Velferðarráð tekur undir bókun Notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks frá fundi ráðsins dags. 30.05.23 og óskar eftir að tryggt verði að viðeigandi aðilar á umhverfissviði Kópavogsbæjar verði upplýstir um málið.

Fundargerðir nefnda

8.2305005F - Öldungaráð - 22. fundur frá 23.05.2023

Fundargerð í þremur liðum.

Fundi slitið - kl. 18:02.