Velferðarráð

120. fundur 22. maí 2023 kl. 16:15 - 18:12 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Björg Baldursdóttir formaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Erlendur H. Geirdal, aðalmaður boðaði forföll og Bergljót Kristinsdóttir vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Hólmfríður Hilmarsdóttir aðalmaður
  • Matthías Björnsson, aðalmaður boðaði forföll og Rúnar Ívarsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Páll Marís Pálsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigrún Þórarinsdóttir Sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

Almenn erindi

1.2210956 - Jafnréttisáætlun Kópavogs 2023-2026

Frá jafnréttis- og mannréttindaráði er drögum að jafnréttis- og mannréttindastefnu Kópavogs vísað til umsagnar velferðarráðs.
Velferðarráð gefur drögum að jafnréttis- og mannréttindastefnu Kópavogs jákvæða umsögn og óskar eftir þátttöku við mótun aðgerða í aðgerðaáætlun til að ná markmiðum stefnunnar.

Gestir

  • Auður Birgisdóttir, lögfræðingur - mæting: 16:15

Almenn erindi

2.23032023 - Samræmd móttaka flóttafólks

Minnisblað sviðsstjóra velferðarsviðs dags. 14.5.2023 með tillögu að samræmdri móttöku flóttafólks í Kópavogi, ásamt tilgreindum fylgiskjölum, lagt fram til afgreiðslu.
Fundarhlé hófst kl. 17:39, fundi var framhaldið kl. 17:49.

Bókun:
Undirrituð fagna því að loksins verði gengið til samninga um samræmda móttöku flóttafólks í Kópavogi en lýsa yfir vonbrigðum með að einungis sé gert ráð fyrir að taka á móti 81-101 einstaklingi. Þá er ekki vitað hversu stór hluti kvótans verður fylltur með fólki sem þegar hefur sest hér að, svo að endanlegur fjöldi fólks sem getur bæst við er óljós. Þess má geta að Hafnarfjarðarbær hefur samþykkt að taka á móti allt að 450 manns, Reykjavíkurborg 1500 manns og Garðabær 180 manns í samræmdri móttöku flóttafólks.

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Einar Örn Þorvarðarson

Fundarhlé hófst kl. 17:50, fundi var framhaldið kl. 17:57.

Bókun:
Undirrituð fagna því að Kópavogsbær gangi til samninga við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um samræmda móttöku flóttafólks, mikilvægt er að vel sé að móttöku staðið en ljóst er að framlög sem fylgt hafa samningum um samræmda móttöku duga ekki fyrir útlögðum kostnaði. Sveitarfélög hafa m.a. bent á að raunkostnaður vegna skólagöngu flóttabarna er hærri en framlög.
Undirrituð telja æskilegt að stuðningur mennta- og barnamálaráðuneytisins við skólaþjónustu sveitarfélaga sé hluti af samningi um samræmda móttöku flóttafólks til að tryggja betur fjármögnun sérhæfðrar þjónustu leik- og grunnskóla til flóttabarna.

Björg Baldursdóttir
Hjördís Ýr Johnson
Hólmfríður Hilmarsdóttir
Páll Marís Pálsson
Rúnar Ívarsson

Velferðarráð vísar tillögu um samræmda móttöku flóttafólks til afgreiðslu bæjarráðs.

Gestir

  • Atli Sturluson, skrifstofustjóri - mæting: 16:43
  • Rannveg Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri - mæting: 16:43

Almenn erindi

3.2212314 - Fundaröð velferðarráðs

Tillaga að fundaröð velferðarráðs út desember 2023 lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkir tillögu að fundaröð velferðarráðs út desember 2023.

Almenn erindi

4.22067459 - Kynning á starfsemi velferðarsviðs

Sviðsstjóri kynnir starfið á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.

Fundi slitið - kl. 18:12.