Velferðarráð

119. fundur 08. maí 2023 kl. 16:15 - 17:42 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Björg Baldursdóttir formaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Erlendur H. Geirdal, aðalmaður boðaði forföll og Bergljót Kristinsdóttir vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Hólmfríður Hilmarsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Helga Þórólfsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Matthías Björnsson aðalmaður
  • Páll Marís Pálsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigrún Þórarinsdóttir Sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

Barnavernd

1.2305419 - Starfshópur um vistheimili barnaverndar

Lögð fram til kynningar skýrsla starfshóps um stofnun sameiginlegs vistheimilis Barnaverndarþjónustu Kópavogs og Hafnarfjarðar ásamt minnisblaði verkefnastjóra velferðarsviðs dags. 4.5.2023.
Velferðarráð þakkar fyrir kynninguna og skýrslu starfshóps. Skýrslunni er vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.
Fylgiskjöl:

Gestir

  • Dagbjört Guðmundsdóttir, skrifstofustjóri - mæting: 16:15

Almenn erindi

2.22067459 - Kynning á starfsemi velferðarsviðs

Sviðsstjóri kynnir starfið á velferðarsviði á milli funda velferðarráðs.

Almenn erindi

3.2305421 - Vorfundur stjórnenda í velferðarþjónustu 2023

Kynning á umfjöllun um velferðarmál á vorfundi stjórnenda í velferðarþjónustu sem haldinn var dagana 4. og 5. maí 2023 í Vestmannaeyjum.

Almenn erindi

4.20081068 - Fléttan farsæld barna

Kynning á sameiginlegum starfsdegi mennta- og velferðarsviðs sem haldinn var 27. apríl 2023.

Fundi slitið - kl. 17:42.