Velferðarráð

108. fundur 24. október 2022 kl. 16:15 - 17:46 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Erlendur H. Geirdal áheyrnarfulltrúi
  • Páll Marís Pálsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Rúnar Ívarsson varamaður
  • Svava Halldóra Friðgeirsdóttir varamaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Hólmfríður Hilmarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigrún Þórarinsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

Ráðgjafar- og íbúðadeild

1.2210264 - Áfrýjun. Félagsleg leiguíbúð

Áfrýjun dags. 19.08.2022, ásamt tilgreindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:15

Ráðgjafar- og íbúðadeild

2.2209681 - Fyrirspurn um móttöku flóttamanna frá áheyrnarfulltrúa Samfylkingar í velferðarráði

Erlendur Geirdal, áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar lagði fram fyrirspurn varðandi móttöku flóttamanna dags. 26. september 2022.

"Hve mörgum flóttamönnum hefur Kópavogsbær tekið á móti síðasta áratuginn og hve margir þeirra eru frá Úkraínu? Hve margir þeirra hafa voru umsækjendur um alþjóðlega vernd? Hvað eru margar fjölskyldur á flótta sem Kópavogur hefur tekið á móti og hve mörg börn alls, brotið niður eftir skólastigi? Eru í Kópavogi börn á flótta sem ekki eru skráð í skóla? Ef svo er, hversu mörg eru börnin og af hverju eru þau ekki skráð í skóla? Hvað gerir Kópavogsbær til að styðja við flóttamenn? Hvar stendur samningagerð við ríkið um móttöku einstaklinga frá Úkraínu í skjól í Kópavogi og hvenær er áætlað að þeim samningum verði lokið? Stendur til að Kópavogsbær geri þjónustusamning um samræmda móttöku annarra flóttamanna en frá Úkraínu. Ef ekki, af hverju?"

Greinargerð verkefnastjóra dags. 18.10.2022 lögð fram.
Ég þakka verkefnastjóra velferðarsviðs svör við fyrirspurnum mínum.

Áhyggjuefni er að ekki hefur verið samið um móttöku flóttamanna frá Úkraínu til Kópavogs og að engin ákvörðun hefur verið tekin um samræmda móttöku flóttafólks. Nú hefur félags- og vinnumálaráðuneytið lýst yfir því að það sé tilbúið að hjálpa sveitarfélögum við að finna húsnæði fyrir flóttafólk sé það vandamál.
Brýnt er að Kópavogsbær leggi sitt af mörkum við móttöku fólks á flótta og gangi frá samningum um það við stjórnvöld hið fyrsta.

Erlendur Geirdal
Áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar í velferðarráði

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:15

Þjónustu- og ráðgjafardeild fatlaðra

3.1306393 - Umsagnarmál. Stuðningsfjölskylda

Beiðni um endurnýjun á leyfi, ásamt tilgreindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:53

Þjónustu- og ráðgjafardeild fatlaðra

4.1411456 - Umsagnarmál. Stuðningsfjölskylda

Beiðni um endurnýjun á leyfi, ásamt tilgreindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:53

Fundargerðir nefnda

5.1909173 - Fundargerðir notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks

Fundargerð notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks dags. 22.9.2022 lögð fram.
Lagt fram.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:53

Þjónustudeild fatlaðra

6.2205696 - Skýrsla starfshóps um heildarendurskoðun laga nr.38-2018

Greinargerð deildarstjóra um NPA dags. 19.10.2022, ásamt tilgreindum fylgiskjölum, lögð fram til kynningar.
Velferðarráð fagnar skýrslu starfshóps um heildarendurskoðun á lögum nr. 38/2018 og tekur undir tillögur hópsins um að innleiðingartímabil notendastýrðar persónulegrar aðstoðar verði framlengt. Með lögum nr. 38/2018 voru tekin mikil framfararskref í þjónustu við fatlað fólk en mjög mikilvægt er að fjármögnun málaflokksins í heild sé tryggð og að ríkisvaldið endurskoði framlög til málaflokksins til samræmis við niðurstöður starfshópsins.

Velferðarráð vísar skýrslunni til notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks til kynningar.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:53

Þjónustudeild fatlaðra

7.2209801 - Fyrirspurn um stöðu eftirskólaúrræðis fyrir fötluð ungmenni frá aðalmanni Viðreisnar í velferðarráði

Einar Örn Þorvarðarson, aðalmaður Viðreisnar leggur fram fyrirspurn um stöðu eftirskólaúrræðis fyrir fötluð ungmenni þ.e. hvort úrræðið muni falla undir velferðarsvið eða menntasvið.

Greinargerð sviðsstjóra dags. 19.10.2022 lögð fram.
Einar Örn Þorvarðarson þakkar fyrir svör við fyrirspurn.

Önnur mál

8.2209908 - Samningur um samráðshóp á sviði velferðarmála

Drög að samstarfssamningi um velferðarmál á höfuðborgarsvæðinu ásamt fylgibréfi frá framkvæmdarstjóra SSH dags.10.10.22, minnisblaði lögfræðings SSH dags.27.09.22 og umsögn lögfræðideildar Kópavogs dags. 3.10.22 lögð fram til kynningar.
Lagt fram.

Önnur mál

9.22067459 - Kynning á starfsemi velferðarsviðs

Drög að heimsóknaráætlun velferðarráðs lögð fram til umræðu.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:46.