Velferðarráð

101. fundur 25. apríl 2022 kl. 16:15 - 17:15 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Björg Baldursdóttir aðalmaður
  • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Halla Kari Hjaltested aðalmaður
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Anna Klara Georgsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra
  • Sigrún Þórarinsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri
Dagskrá
Áður en fundur hófst fóru nefndarmenn og starfsmenn í vettvangsferð þar sem heimsótt voru íbúðakjarninn í Austurkór, vinnustaðurinn Örvi og herbergjasambýlið í Vallargerði.

Þjónustudeild aldraðra

1.1611327 - Rammasamningur milli Sjúkratrygginga Íslands og hjúkrunarheimila um þjónustu hjúkrunarheimila

Framlengdur samningur um þjónustu hjúkrunarsambýlis Roðasölum 1 til 31.3.2025 lagður fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Þjónustudeild aldraðra

2.22031709 - Samningur um læknaþjónustu í Roðasölum

Þjónustusamningur við Grund dags. 17.3.2022 lagður fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Þjónustudeild aldraðra

3.2204449 - Félagsmiðstöðvar aldraðra. Breyting á skipuriti.

Minnisblað deildarstjóra, dags. 19.4.2022, lagt fram til umræðu.
Vísað til umsagnar öldungaráðs.

Kristín Sævarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun: "Ég óska eftir upplýsingum um nýtingu og starfsemi sundlaugarinnar í Boðaþingi, sérstaklega hvað varðar aldraða og fatlað fólk."

Önnur mál

4.1909173 - Fundargerðir notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks

Fundargerð 9. fundar notendaráðs lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Velferðarráð tekur undir eftirfarandi bókun:
"Notendaráð leggur áherslu á að eftirskólaúrræði fyrir framhaldsskólanemendur verði fundinn framtíðarstaður í bæjarfélaginu hið fyrsta. Uppbygging og þróun úrræðisins þarf að byggja á faglegri samvinnu á milli sviða og bjóða þarf upp á samfellu í þjónustu á milli aldursstiga, allan ársins hring."

Önnur mál

5.2108635 - Menningarstefna Kópavogsbæjar 2021

Lista- og menningarráð samþykkti drög að menningarstefnu Kópavogs þann 6.4. sl. og vísaði henni til umfjöllunar í samráðsgátt og til nefnda og ráða bæjarins.
Lagt fram.

Nefndarmenn munu senda athugasemdir sínar til formanns og starfsmanns lista- og menningarráðs.

Önnur mál

6.2204647 - Starfsaðstæður og öryggi starfsmanna á velferðarsviði

Í ljósi nýlegrar íkveikju í húsnæði velferðarsviðs í Fannborg 6 fóru fram umræður um starfsaðstæður í húsinu.
Velferðarráð vill leggja áherslu á nauðsyn þess að öryggismál á skrifstofum velferðarsviðs séu fullnægjandi. Tryggja þarf að starfsmenn sviðsins upplifi sig örugga í starfi sínu og að tekið sé tillit til óska þeirra og þarfa hvað varðar öryggi og aðgengi.
Auk þess ítreka nefndarmenn að brýnt er að huga að framtíðar húsnæði fyrir skrifstofu velferðarsviðs.

Fundi slitið - kl. 17:15.