Velferðarráð

99. fundur 21. mars 2022 kl. 16:15 - 17:27 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
  • Björg Baldursdóttir aðalmaður
  • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson, aðalmaður boðaði forföll og Theódóra S Þorsteinsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Halla Kari Hjaltested aðalmaður
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Anna Klara Georgsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra
  • Sigrún Þórarinsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

Ráðgjafa og íbúðadeild

1.2201090 - Teymisfundir

Fundargerðir 8.-11. fundar lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:15

Önnur mál

2.2002676 - Aðgerðaáætlun velferðarsviðs

Staða aðgerðaáætlunar. Kynning og umræður.
Lagt fram.
Velferðarráð fagnar því hversu hratt og vel hefur gengið að vinna að aðgerðaáætluninni. Ráðið vill þó leggja áherslu á mikilvægi þess að dagdvöl fyrir aldraða og skammtímadvöl fyrir fötluð börn komist á laggirnar strax í upphafi næsta árs.
Rúmlega 100 Kópavogsbúar eru á biðlista eftir dagþjálfun fyrir aldraða og þolir málið því ekki bið. Ráðsmenn í velferðarráði tóku út húsnæði í bæjarfélaginu í samstarfi við starfsmenn velferðar- og umhverfissviðs í því skyni að finna úrræðinu hentugt húsnæði árið 2020. Var þá niðurstaðan sú að félagsmiðstöðin í Gjábakka hentaði best fyrir dagdvöli. Óskað er eftir skýrum svörum frá umhverfissviði um hvort það húsnæði sé ekki lengur fýsilegur kostur og þá hvaða húsnæði komi betur til greina.

Fundi slitið - kl. 17:27.