Velferðarráð

98. fundur 07. mars 2022 kl. 17:00 - 18:44 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
  • Björg Baldursdóttir aðalmaður
  • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Halla Kari Hjaltested aðalmaður
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson varamaður
Starfsmenn
  • Anna Klara Georgsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

Ráðgjafa og íbúðadeild

1.22021145 - Fjárhagsaðstoð yfirlit frá 2005 og útskriftir 2020-21

Lagt fram til upplýsingar.
Lagt fram.
Velferðarráð þakkar greinargóða samantekt.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 17:00

Ráðgjafa og íbúðadeild

2.2203181 - Fjárhagsaðstoð. Áfrýjun

Áfrýjun dags. 2.3.2022, ásamt þar til greindum fylgiskjölum lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 17:00

Ráðgjafa og íbúðadeild

3.1707098 - Samningur við Hugarafl

Drög að nýjum þjónustusamningi við Hugarafl lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð felur sviðsstjóra velferðarsviðs að ganga frá samningi við Hugarafl enda rúmast hann innan fjárhagsáætlunar.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 17:00

Þjónustudeild fatlaðra

4.1905591 - Teymisfundir þjónustudeildar fatlaðra

Fundargerðir 4 - 9. fundar lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Þjónustudeild fatlaðra

5.2202306 - Umsagnarmál. Stuðningsfjölskylda

Umsókn, ódagsett, ásamt þar til greindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti umsókn um að starfa sem stuðningsfjölskylda. Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:30

Þjónustudeild fatlaðra

6.2202994 - Umsagnarmál. Stuðningsfjölskylda

Umsókn dags. 23.11.2021, ásamt þar til greindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti umsókn um að starfa sem stuðningsfjölskylda. Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:30

Þjónustudeild fatlaðra

7.22021019 - Umsagnarmál. Stuðningsfjölskylda

Umsókn dags. 02.08.2021, ásamt þar til greindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti umsókn um að starfa sem stuðningsfjölskylda. Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:30

Þjónustudeild fatlaðra

8.2203168 - Hækkun á jafnaðartaxta NPA samninga

Greinargerð deildarstjóra, dags. 1.3.2022, ásamt þar til greindum fylgiskjölum lögð fram til umræðu.
Afgreiðslu frestað.

Velferðarráð óskar eftir umsögn Sambands íslenskra sveitafélaga um útreikninga á jafnaðartaxta fyrir árið 2022 á grundvelli kjarasamnings NPA miðstöðvarinnar og Eflingar.

Einnig þarf að kalla eftir því að forsendur umsýsluaðila NPA samninga verði teknar til skoðunar samhliða endurskoðun laga nr.38/2018.
Starfsmönnum sviðsins er falið að leita eftir frekari upplýsingum, samstarfi og ráðgjöf.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:30

Þjónustudeild aldraðra

9.19031122 - Teymisfundir þjónustudeildar aldraðra

Fundargerðir 4 - 9. fundar lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Önnur mál

10.2203418 - Umræða um íbúa áfangaheimilisins Betra líf

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir óskaði eftir umræðu um stöðu áfangaheimilisins.
Vegna yfirvofandi lokunar áfangaheimilisins í Fannborg 4 vill velferðarráð vekja athygli á að sveitarfélög þurfa að vera meðvituð um þann húsnæðisvanda sem íbúar heimilisins geta lent í. Kópavogsbær sinnir þeim íbúum sem hafa lögheimili í Kópavogi áfram með félagslegri ráðgjöf og stuðningi.

Enn frekar áréttar velferðarráð að í aðgerðaráætlun ársins 2022 var ákveðið að leitast eftir samstarfi við nágrannasveitarfélögin um húsnæðisúrræði fyrir einstaklinga með fjölþættan vanda.

Fundi slitið - kl. 18:44.