Velferðarráð

95. fundur 10. janúar 2022 kl. 16:15 - 16:55 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
  • Björg Baldursdóttir aðalmaður
  • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Halla Kari Hjaltested aðalmaður
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Rannveig María Þorsteinsdóttir yfirmaður ráðgjafa- og íbúðadeildar
  • Sigrún Þórarinsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
Fundargerð ritaði: Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

Ráðgjafa og íbúðadeild

1.2101134 - Teymisfundir 2021

Fundargerðir 46.-51. fundar lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Ráðgjafa og íbúðadeild

2.2009308 - Úthlutunarfundir velferðarráð

Fundargerð 186. fundar lögð fram til upplýsinga.
Lagt fram.

Þjónustudeild fatlaðra

3.2112771 - Umsagnarmál. Stuðningsfjölskylda

Umsókn ódagsett, ásamt þar til greindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti að veita leyfi til að starfa sem stuðningsfjölskylda.
Fært í trúnaðarbók.

Önnur mál

4.2111395 - Beiðni um styrk fyrir rekstur Stígamóta 2022

Styrkbeiðni og greinargerð verkefnastjóra velferðsviðs dags. 10.1.2022. Lagt fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti að veita Stígamótum styrk að upphæð kr. 1.000.000 fyrir árið 2022 gegn framvísun ársreiknings.

Önnur mál

5.2011078 - Teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar Covid-19

17. stöðuskýrsla uppbyggingarteymis og kynning Vinnumálastofnunar lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Önnur mál

6.2003639 - Viðbrögð við Covid-19 faraldrinum

Farið yfir stöðuna á velferðarsviði vegna áhrifa Covid 19 á starfsemina.
Sviðsstjóri fór yfir stöðuna á velferðarsviði vegna Covid-19 og áhrif á starfsemi og þjónustu sviðsins.

Velferðarráð Kópavogsbæjar vill koma á framfæri sérstöku þakklæti til alls starfsfólks velferðarsviðs sem staðið hefur vaktina á meðan heimsfaraldur hefur geisað, með eindæma æðruleysi, sveigjanleika og mikilli fórnfýsi í starfi. Starfsfólk velferðarsviðs er í framvarðasveit þar sem velferðarþjónustan er samfélagslega mikilvæg og hefur starfsfólk gert allt til þess að tryggja að nauðsynleg þjónusta falli ekki niður.

Fundi slitið - kl. 16:55.