Velferðarráð

78. fundur 08. febrúar 2021 kl. 16:15 - 17:50 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Halla Kari Hjaltested aðalmaður
  • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
  • Björg Baldursdóttir aðalmaður
  • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir aðalmaður
  • Andrés Pétursson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Anna Klara Georgsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

Ráðgjafa og íbúðadeild

1.2101134 - Teymisfundir 2021

Fundargerðir 1.- 5. fundar lagðar fram til upplýsingar
Lagt fram.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:15

Ráðgjafa og íbúðadeild

2.2102174 - Áfrýjun. Fjárhagsaðstoð.

Áfrýjun móttekin 3.2.2021, ásamt þar til greindum fylgigögnum lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:15

Ráðgjafa og íbúðadeild

3.2011586 - Kæra nr. 596, 2020. Fjárhagsaðstoð

Úrskurður úrskurðarnefndar velferðarmála dags. 21.1.2021 lagður fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:15

Þjónustudeild fatlaðra

4.2102189 - Umsókn. Stuðningsfjölskylda

Umsókn, dags. 1.2.2021, ásamt þar til greindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Samþykkt að veita leyfi til að starfa sem stuðningsfjölskylda. Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:01

Þjónustudeild fatlaðra

5.1901727 - Áfrýjun. Notendastýrð persónuleg aðstoð - NPA

Áfrýjun dags. 29.1.2021, ásamt þar til greindum fylgiskjölum lögð fram til afgreiðslu.
Afgreiðslu frestað og óskað eftir umsögn lögfræðideildar.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:01

Þjónustudeild fatlaðra

6.1810700 - Athugun Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar á upplýsingum um réttindi og þjónustu við fatlað fólk á vefsíðum sveitarfélaga

Niðurstöður athugunar dags. 4.12.2020 lagðar fram til umræðu að beiðni Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur, Andrésar Péturssonar, Kristínar Sævarsdóttur og Donötu Honkowicz-Bukowska.
Umræður.
Stofnaður hefur verið starfshópur sem mun fara yfir heimasíðuna og koma með tillögur að úrbótum hvað varðar upplýsingar varðandi þjónustu við fatlað fólk í samráði við notendur og notendaráð í málefnum fatlaðs fólks.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:01

Þjónustudeild aldraðra

7.2010563 - Tölulegar upplýsingar um starfsemi velferðarsviðs

Á fundi velferðarráðs þann 25. janúar sl. var óskað eftir upplýsingum um skiptingu notenda félagslegrar heimaþjónustu eftir hverfum. Lagt fram til upplýsingar.
Lagt fram.
Velferðarráð þakkar fyrir upplýsingarnar.

Önnur mál

8.2011201 - Styrkbeiðni frá Samskiptamiðstöð heyrnalausra, -skertra og daufblindra vegna ársins 2021

Styrkumsókn dags. 23.10.2020, ásamt þar til greindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti að veita styrk að upphæð 500.000 kr. fyrir árið 2021.

Önnur mál

9.2101419 - Tillaga bæjarfulltrúa Péturs Hrafns Sigurðssonar um skipun starfshóps til að skoða möguleika á sameiningu heimaþjónustu og heimahjúkrunar í Kópavogi

Lagt fram til umsagnar, sbr. bókun bæjarráðs þann 21.1.2021:

Tillaga frá bæjarfulltrúa Pétri Hrafni Sigurðssyni um skipan starfshóps sem verði falið að skoða möguleika á sameiningu heimaþjónustu og heimahjúkrunar í Kópavogi.
Meðal þess sem starfshópurinn skal skoða eru möguleikar á bættri þjónustu við Kópavogsbúa sem nýta heimaþjónustu og heimahjúkrun og aðstandendur þeirra. Enn fremur skal starfshópurinn skoða möguleika sem sameining gæti haft á rekstur heimaþjónustu og heimahjúkrunnar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar velferðarráðs og öldungaráðs.
Umræður.
Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 17:50.