Velferðarráð

77. fundur 25. janúar 2021 kl. 16:15 - 18:49 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Halla Kari Hjaltested aðalmaður
  • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
  • Björg Baldursdóttir aðalmaður
  • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir aðalmaður
  • Andrés Pétursson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
  • Anna Klara Georgsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

Almenn erindi

1.2101548 - Kostnaðarsamanburður. Velferðarsvið 2019

Fjármálastjóri bæjarins og rekstrarstjóri velferðarsviðs kynna.
Lagt fram.

Gestir

  • Atli Sturluson, rekstrarstjóri - mæting: 16:15
  • Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri - mæting: 16:15

Almenn erindi

2.1804413 - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna

Lokaskýrsla vegna innleiðingar Barnasáttmála hjá Kópavogsbæ dags. 8.1.2021 lögð fram til kynningar.
Lagt fram.

Gestir

  • Anna Elísabet Ólafsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsumálum - mæting: 16:35

Ráðgjafa og íbúðadeild

3.2101528 - Áfrýjun. Fjárhagsaðstoð.

Áfrýjun dags. 8.1.2021, ásamt þar til greindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 17:09

Ráðgjafa og íbúðadeild

4.2101448 - Móttökuáætlun flóttafólks

Lagt fram til upplýsingar.
Lagt fram.
Velferðarráð lýsir yfir ánægju með áætlunina, sem verður unnin áfram innan sviðsins.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 17:09

Ráðgjafa og íbúðadeild

5.2012482 - Styrkbeiðni vegna starfsemi Alanó klúbbsins

Styrkumsókn Alanó klúbbsins dags. 20.12.2020, ásamt greinargerð deildarstjóra og þar til greindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkir að veita Alanó klúbbnum styrk að upphæð 600.000 kr. fyrir árið 2021.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 17:09

Þjónustudeild fatlaðra

6.1905591 - Teymisfundir þjónustudeildar fatlaðra

Fundargerðir 47. - 51. fundar 2020 og 1. - 3. fundar 2021 lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:50

Þjónustudeild fatlaðra

7.2101140 - Umsagnarmál. Stuðningsfjölskylda

Umsókn dags. 23.12.2020, ásamt þar til greindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti að veita leyfi til að starfa sem stuðningsfjölskylda. Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:50

Þjónustudeild fatlaðra

8.1909173 - Fundargerðir notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks

Fundargerð 5. fundar lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:50

Þjónustudeild aldraðra

9.19031122 - Teymisfundir þjónustudeildar aldraðra

Fundargerðir 40. - 44. fundar 2020 og 1. - 3. fundar 2021 lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Þjónustudeild aldraðra

10.2010563 - Tölulegar upplýsingar um starfsemi velferðarsviðs

Samantekt umsókna og málafunda ársins 2020 lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Þjónustudeild aldraðra

11.2101507 - Útvíkkun félagslegrar heimaþjónustu

Tillaga að breytingu á þjónustu dags. 21.1.2021 lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð fagnar framlagðri tillögu um aukinn sveigjanleika í félagslegri heimaþjónustu með áherslu á að sporna gegn einangrun.

Velferðarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti enda rúmast hún innan fjárhagsáætlunar.

Önnur mál

12.2101645 - Fyrirspurn vegna bólusetningar viðkvæmra hópa

Lögð var fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Undirrituð óska eftir upplýsingum um stöðu bólusetningar vegna Covid-19 meðal skjólstæðinga Kópavogsbæjar sem tilheyra viðkvæmum hópum og aðstoðarfólks þeirra. Eftir hvaða reglum og verkferlum er unnið og hver er áætlunin um bólusetningar viðkvæmra hópa? Hefur orðið misbrestur þar á sbr. fréttaflutning um helgina og ef svo er hvernig stendur til að bregðast við því?
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Kristín Sævarsdóttir
Donata H. Bukowska
Andrés Pétursson"

Eftirfarandi svar var lagt fram af starfsmönnum velferðarsviðs:

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu óskaði eftir því að sveitarfélögin myndu taka saman lista yfir einstaklinga sem búa á heimilum fatlaðs fólks og á hjúkrunarheimilum í viðkomandi sveitarfélagi. Í ljósi takmarkaðs magns bóluefnis var í framhaldi skipaður hópur til að forgangsraða einstaklingum úr þeim hópi; a) þá íbúa á heimilum fatlaðs fólks sem eru með hjúkrunarþarfir og b) þá íbúa sem búa á herbergjasambýlum.

Í desember óskaði NPA miðstöðin eftir því við heilsugæsluna að einstaklingar með NPA myndu vera í ákveðnum forgangi með bólusetningu. Heilsugæslan óskaði í framhaldi eftir því að sveitarfélögin myndu senda inn lista yfir notendur NPA.

Búið er að bólusetja alla þá sem eru í forgangshópi fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu þ.e. íbúa á heimilum fatlaðs fólks sem eru með hjúkrunarþarfir og þá sem búa í herbergjasambýlum. Næsti hópur í forgangi eru 70 ára og eldri. Þá liggur það einnig fyrir að það eigi að klára að bólusetja þá sem eru búsettir á heimilum fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu. Hvort þeir komi á undan eða eftir þeim sem eru 70 ára er heilsugæslunnar að ákveða.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 18:24

Fundi slitið - kl. 18:49.