Velferðarráð

74. fundur 23. nóvember 2020 kl. 16:15 - 18:25 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Jón Finnbogason varamaður
  • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
  • Björg Baldursdóttir aðalmaður
  • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir aðalmaður
  • Andrés Pétursson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
  • Anna Klara Georgsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

Almenn erindi

1.1906388 - Heilsuefling eldri borgara

Verkefnastjóri heilsueflandi verkefnisins Virkni og vellíðan í Kópavogi kynnir verkefnið.
Lagt fram.

Gestir

  • Eva Katrín Friðgeirsdóttir - mæting: 16:15

Almenn erindi

2.1610408 - Breytingar á bæjarmálasamþykkt

Forsætisnefnd samþykkti þann 8.10.2020 að vísa meðfylgjandi tillögu að breytingu á bæjarmálasamþykkt til umsagnar velferðar-, skipulags-, mennta- og bæjarráðs.
Lagt fram til umsagnar.
Lagt fram.
Starfsmanni ráðsins var falið að koma umsögn til forsætisnefndar.

Almenn erindi

3.2011456 - Umsókn um styrk fyrir jaðarsetta einstaklinga vegna covid-19

Umsókn Kópavogs, Reykjavíkur og Hafnarfjarðar um styrk fyrir jaðarsetta einstaklinga vegna covid-19 lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Ráðgjafa og íbúðadeild

4.2011459 - Áfrýjun. Fjárhagsaðstoð.

Áfrýjun dags. 18.11.2020, ásamt þar til greindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:48

Ráðgjafa og íbúðadeild

5.2011370 - Áfrýjun. Fjárhagsaðstoð.

Áfrýjun dags. 5.11.2020, ásamt þar til greindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Afgreiðslu frestað.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:48

Þjónustudeild fatlaðra

6.1905591 - Teymisfundir þjónustudeildar fatlaðra

Fundargerðir 43.-46. fundar lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:26

Þjónustudeild fatlaðra

7.2011490 - Umsagnarmál. Stuðningsfjölskylda

Umsókn dags. 02.11.2020, ásamt þar til greindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti umsókn um leyfi til að starfa sem stuðningsforeldrar. Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:26

Þjónustudeild fatlaðra

8.1911750 - Reglur um ferðaþjónustu fatlaðs fólks og aldraðra í Kópavogi

Drög að reglum um ferðaþjónustu aldraðra lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti framlögð drög að reglum fyrir sitt leyti og vísaði til afgreiðslu bæjarráðs.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:26

Þjónustudeild fatlaðra

9.1909173 - Fundargerðir notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks

Fundargerð 4. fundar lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Velferðarráð tekur undir eftirfarandi bókun notendaráðs:

"Notendaráð fatlaðs fólks brýnir fyrir umhverfissviði að bæta úr aðgengismálum í bænum og að hugað verði sérstaklega að niðurtektum á kantbrúnum sem ekki mega vera hærri en 2 cm skv. reglum Vegagerðarinnar.
Notendaráð fatlaðs fólks fer fram á að gerð verði óháð úttekt á aðgengismálum í bænum. Málinu vísað til úrlausnar.
Notendaráð fatlaðs fólks bendir á mikilvægi þess að hugað sé að hálkuvörnum og snjómokstri sérlega m.t.t. almenningssamgangna og gönguleiða skólabarna."

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:26

Þjónustudeild aldraðra

10.2010563 - Tölulegar upplýsingar um starfsemi velferðarsviðs

Upplýsingar um stöðu mála í félagslegri og sértækri heimaþjónustu lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 17:26
  • Sigríður Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri - mæting: 17:38
  • Kristín Þyri Þorsteinsdóttir, forstöðumaður - mæting: 17:38

Þjónustudeild aldraðra

11.19031122 - Teymisfundir þjónustudeildar aldraðra

Fundargerðir 36. - 39. fundar lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Þjónustudeild aldraðra

12.1903670 - Þjónustusamningur vegna ráðningar félagsliða til starfa við Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Greinargerð framkvæmdastjóra Heimahjúkrunar höfuðborgarsvæðisins lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.
Óskað er eftir kynningu á starfsemi heimahjúkrunar og endurhæfingarteymis.

Önnur mál

13.2011198 - Velferðartækni. Umræður

Andrés Pétursson lagði fram eftirfarandi bókun sem velferðarráð tók undir:

Velferðarráð telur mikilvægt að gera átak í því að nýta betur þau fjölmörgu tækifæri sem nýjustu velferðartæknilausnir bjóða upp á. Mikil fjölgun mun eiga sér stað í hópi eldri Kópavogsbúa á næstu árum og kostnaður bæjarfélagsins mun aukast vegna þessa hóps. Því er mikilvægt að leita allra leiða til að nýta fjármagnið sem fer til þessa málaflokks sem allra best. Reynsla bæjarins af slíkum verkefnum eins og heimaþjónustukerfi Curron er góð og því mikilvægt að skoða aðra möguleika. Því samhliða gæti bærinn tekið þátt í Rannís og Evrópuverkefnum með íslenskum fyrirtækjum og háskólastofnunum á sviði velferðartæknilausna.

Fundi slitið - kl. 18:25.