Velferðarráð

69. fundur 14. september 2020 kl. 16:17 - 17:56 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Halla Kari Hjaltested aðalmaður
  • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
  • Björg Baldursdóttir aðalmaður
  • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir aðalmaður
  • Andrés Pétursson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Anna Klara Georgsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

Ráðgjafa og íbúðadeild

1.2001152 - Teymisfundir

Fundargerðir 31.-35. fundar lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:17

Ráðgjafa og íbúðadeild

2.2009292 - Áfrýjun. Fjárhagsaðstoð.

Áfrýjun dags. 08.09.2020 ásamt þar til greindum fylgiskjölum lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:17

Ráðgjafa og íbúðadeild

3.2009308 - Úthlutunarfundir félagslegra leiguíbúða

Fundargerð 171. fundar lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:17

Ráðgjafa og íbúðadeild

4.2009291 - Áfrýjun. Félagsleg leiguíbuð.

Áfrýjun dags. 13.08.2020 ásamt þar tilgreindum fylgiskjölum lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:17

Ráðgjafa og íbúðadeild

5.2009139 - Áfrýjun. Félagsleg leiguíbúð.

Áfrýjun dags. 17.02.2020 ásamt þar til greindum fylgiskjölum lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:17

Ráðgjafa og íbúðadeild

6.20081026 - Fyrirspurn varðandi nýtingu á úrræði

Svar við fyrirspurn sem lögð var fram á síðasta fundi velferðarráðs lagt fram til upplýsingar.
Lagt fram.
Í samræmi við framlagða tillögu er starfsmönnum velferðarsviðs falið að leggja fram tillögu að breytingu á nýtingu áfangaheimilisins við Dalbrekku í samstarfi við nágrannasveitarfélög.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:17

Önnur mál

7.2008800 - Fyrirspurn varðandi matarmál

Svar við fyrirspurn sem lögð var fram á síðasta fundi velferðarráðs lagt fram til upplýsingar.
Lagt fram.
Velferðarráð felur starfsmönnum velferðarsviðs að hefja endurskoðun núgildandi samninga um matarmál og undirbúning útboðs eða verðfyrirspurnar eftir atvikum.

Þjónustudeild aldraðra

8.1908788 - Fundargerðir öldungaráðs

Fundargerð 13. fundar lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Önnur mál

9.2009401 - Fyrirspurn um áhrif skertrar þjónustu vegna Covid-19

Donata H. Bukowska og Kristín Sævarsdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Í 6 mánaða uppgjöri Kópavogsbæjar kemur í ljós að kostnaður við heimaþjónustu er tæpum 26 milljónum undir fjárhagsáætlun þar sem margir hafa afþakkað þjónustu í Covid ástandinu.
Sama á við um ferðaþjónustu fyrir fatlaða en þar hefur ferðum fækkað verulega og er sá liður 28,8 milljónum undir fjárhagsáætlun.
Örvi og Hæfing hafa verið lokaðir en tekjur haldið sér þannig að þar er lækkun upp á 11,3 milljónir.
Þarna eru um 66 milljónir sem hafa "sparast" hjá þjónustuþegum velferðarsviðs.

Við óskum eftir að mati á þeim áhrifum sem þessi skerta þjónusta hefur haft á þjónustuþega sem ekki hafa fengið þjónustu. Gerð verði könnun hjá notandum umræddrar þjónustu um áhrif þess að þjónustan var ekki nýtt á þeim tíma sem fyrsta Covidbylgjan var í hámarki.

Við verðum að gæta þess að þeir sem minnst mega sín í Kópavogi séu ekki þeir sem skila mestu til bæjarins á þessum tímum. Hér er um að ræða þjónustu sem talin er nauðsynleg og því áhyggjuefni að ekki hafi tekist að veita hana. Mikilvægt er að það sé skoðað hvort og hverskonar áhrif það hefur haft á þjónustuþegana að þeir hafi ekki fengið þessa þjónustu og hvort leiðir séu til úrbóta þannig að hægt sé að veita þjónustuna á sem áhættuminnstan hátt."

Hlé var gert á fundi kl.17:26.
Fundur hófst að nýju kl.17:36.

Karen E. Halldórsdóttir, Halla Kari Hjaltested, Baldur Þór Baldvinsson og Björg Baldursdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Það er mikilvægt að það komi fram að sá “sparnaður" sem vísað er í var vegna minni eftirspurnar eftir þjónustu velferðarsviðs vegna heimsfaraldurs COVID 19.
Þau mögulegu áhrif sem veiran hefur haft á líðan margra, þar á meðal þjónustuþega velferðarsviðs, eru töluverð og verða væntanlega metin víða þegar frá líður."

Hlé var gert á fundi kl.17:39.
Fundur hófst að nýju kl.17:52.

Kristín Sævarsdóttir og Donata H. Bukowska lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Það er mikilvægt að meta stöðu og líðan þjónustuþega nú þegar fyrsta bylgja Covid er að baki. Við ítrekum nauðsyn þess að fram fari könnun á meðal notanda umræddrar þjónustu um áhrif þess að þjónustan hafi verið minna nýtt á meðan fyrsta bylgja Covid gekk yfir.
Þessi vitneskja getur verið okkur mjög dýrmæt þegar fram í sækir, ef Covid heimsfaraldurinn dregst mikið á langinn."

Í lok fundar var fundarmönnum afhent ársskýrsla velferðarsviðs 2019.
Velferðarráð þakkaði fyrir og lýsti yfir ánægju með útgáfu skýrslunnar.

Fundi slitið - kl. 17:56.