Velferðarráð

68. fundur 24. ágúst 2020 kl. 16:15 - 18:15 í Fannborg 6, fundarherbergi 1. hæð, Völlur
Fundinn sátu:
  • Karen E. Halldórsdóttir formaður
  • Halla Kari Hjaltested aðalmaður
  • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
  • Björg Baldursdóttir aðalmaður
  • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir aðalmaður
  • Andrés Pétursson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
  • Anna Klara Georgsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

Almenn erindi

1.2004314 - Framkvæmdaráætlun í barnaverndarmálum í Kópavogi árin 2019-2022

Framkvæmdaráætlun lögð fram að nýju til umsagnar.
Velferðarráð lýsir yfir ánægju með að fyrir liggi framkvæmdaráætlun í barnaverndarmálum til ársins 2022. Ekki eru gerðar athugasemdir við áætlunina.

Þjónustudeild fatlaðra

2.1905591 - Teymisfundir þjónustudeildar fatlaðra

Fundargerðir 31.-33. fundar lagðar fyrir til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:18

Þjónustudeild fatlaðra

3.2008847 - Áfrýjun. Ferðaþjónusta

Áfrýjun dags. 01.07.2020 ásamt þar til greindum fylgiskjölum lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:18

Þjónustudeild fatlaðra

4.2008801 - Umsagnarmál. Stuðningsfjölskylda

Umsókn dags. 07.08.2020, ásamt þar til greindum fylgiskjölum lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti umsókn um leyfi til að starfa sem stuðningsfjölskylda. Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:18

Þjónustudeild aldraðra

5.19031122 - Teymisfundir þjónustudeildar aldraðra

Fundargerðir 25. og 26. fundar lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Önnur mál

6.2008518 - Styrkbeiðni vegna félagsvina eftir afplánun

Styrkbeiðni og greinargerð deildarstjóra dags. 18. ágúst 2020 lagðar fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti að styrkja verkefnið Félagsvinir eftir afplánun um 600.000,- krónur, enda rúmast það innan fjárhagsáætlunar.

Önnur mál

7.2008800 - Fyrirspurn varðandi matarmál

Lögð var fram skrifleg fyrirspurn:

"1. Hvernig er háttað matarmálum í félagsmiðstöðum aldraðra og á þeim stöðum sem heyra undir velferðarsvið?
2. Hefur þessi starfsemi verið boðin út? Er í bígerð að gera einhverjar breytingar á þessu fyrirkomulagi?
Skriflegt svar óskast á næsta fundi Velferðarráðs.
Andrés Pétursson
Fulltrúi BF Viðreisnar í Velferðarráði"

Önnur mál

8.20081026 - Fyrirspurn varðandi nýtingu á úrræði

Lögð var fram skrifleg fyrirspurn:

"Undirritaðar óska eftir að fá upplýsingar um hvernig nýtingin hefur verið á félagslegu íbúðarúrræði að Nýbýlavegi frá því að úrræðið var tekið í notkun sundurliðað eftir mánuðum.
Donata H. Bukowska og Kristín Sævarsdóttir"

Hlé var gert á fundi kl. 16:48.
Fundur hófst að nýju kl.16:57.

Önnur mál

9.2002676 - Stefnumótun - nefndir ráð

Drög að stefnumarkandi áætlunum lögð fram til umsagnar.
Lagt fram.
Starfsmaður velferðarráðs mun koma ábendingum ráðsins til verkefnastjóra stefnumótunar.

Gestir

  • Auður Finnbogadóttir, verkefnastjóri - mæting: 16:57

Fundi slitið - kl. 18:15.