Velferðarráð

66. fundur 22. júní 2020 kl. 16:14 - 17:56 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Guðmundur Gísli Geirdal formaður
  • Halla Kari Hjaltested aðalmaður
  • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
  • Björg Baldursdóttir aðalmaður
  • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
  • Ragnhildur Reynisdóttir varamaður
  • Andrés Pétursson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
  • Anna Klara Georgsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

Ráðgjafa og íbúðadeild

1.2006420 - Áfrýjun. Fjárhagsaðstoð

Áfrýjun dags. 3. júní 2020, ásamt þar til greindum fylgigögnum lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:14

Ráðgjafa og íbúðadeild

2.2006989 - Áfrýjun. Fjárhagsaðstoð

Áfrýjun dags. 16.júní 2020, ásamt þar til greindum fylgiskjölum lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:14

Ráðgjafa og íbúðadeild

3.2006943 - Þjónusta í Fjölsmiðjunni

Greinargerð deildarstjóra dags. 16.06.2020 ásamt þar til greindum fylgiskjölum lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:14

Ráðgjafa og íbúðadeild

4.2006424 - Fyrirspurn nefndarmanna. Biðlisti eftir leiguíbúð

Á fundi velferðarráðs þann 8. júní sl. var óskað eftir greiningu á biðlista eftir félagslegu húsnæði.
Greinargerð deildarstjóra dags. 09.06.2020 lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.
Sviðsstjóra var falið að afla upplýsinga um stöðu mála og áætlanir um uppbyggingu félagslegs húsnæðis.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:14

Þjónustudeild fatlaðra

5.1905591 - Teymisfundir þjónustudeildar fatlaðra

Fundargerðir 21.-24. fundar lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Þjónustudeild fatlaðra

6.20061022 - Áfrýjun. Ákvörðun deildarfundar 24.3.20

Áfrýjun dags 19. júní 2020, ásamt þar til greindum fylgiskjölum lögð fram til afgreiðslu.
Fært í trúnaðarbók.

Þjónustudeild fatlaðra

7.2006958 - Umsagnarmál. Stuðningsfjölskylda

Umsókn dags. 12.05.2020, ásamt þar til greindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti umsókn um leyfi til að starfa sem stuðningsfjölskylda. Fært í trúnaðarbók.

Barnavernd

8.1912120 - Búsetuúrræði fyrir börn með neysluvanda

Greinargerð deildarstjóra dags. 16.06.2020 ásamt þar til greindum fylgiskjölum lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti fyrir sitt leyti kostnað vegna vistunar barns á stuðningsheimili. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Gestir

  • Anna Eygló Karlsdóttir, deildarstjóri - mæting: 17:15

Barnavernd

9.2004314 - Framkvæmdaráætlun í barnaverndarmálum í Kópavogi árin 2019-2022

Framkvæmdaráætlun ásamt þar til greindum fylgiskjölum lögð fram til kynningar.
Afgreiðslu var frestað á fundi velferðarráðs þann 08.06.2020.
Lagt fram.

Gestir

  • Anna Eygló Karlsdóttir, deildarstjóri - mæting: 17:15

Þjónustudeild aldraðra

10.19031122 - Teymisfundir þjónustudeildar aldraðra

Fundargerðir 19.- 21. fundar lagðar fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Þjónustudeild aldraðra

11.2006834 - Útboð. Félagsleg heimaþjónusta

Greinargerð deildarstjóra dags. 15.06.2020 ásamt þar til greindum fylgiskjölum lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Þjónustudeild aldraðra

12.2006215 - Aukið félagsstarf fullorðinna sumarið 2020. Styrkur félagsmálaráðuneytis

Greinargerð deildarstjóra dags. 15.06.2020, ásamt þar til greindum fylgiskjölum lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.
Velferðarráð fagnar styrkveitingu ráðuneytisins til aukins félagsstarfs fullorðinna og skjótum viðbrögðum starfsmanna sem hafa undirbúið metnaðarfullt verkefni sem unnið verður innan bæjarfélagsins í sumar.

Önnur mál

13.2006698 - Styrkbeiðni 2020

Greinargerð verkefnastjóra dags, 11.06.2020, ásamt þar til greindum fylgiskjölum, lögð fram til afgreiðslu.
Samþykkt var að styrkja Klúbbinn Geysi um 600.000 kr. vegna starfsemi árið 2020.

Önnur mál

14.2006500 - Beiðni um samstarf sveitarfélaga varðandi félagsþjónustu fyrir heyrnarlausa og CODA börn á höfuðborgarsvæðinu

Erindi Félags heyrnarlausra dags. 18.05.2020 lagt fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti fyrir sitt leyti að taka þátt í kostnaði við samstarf sveitarfélaga í þjónustu við heyrnarlausa og börn þeirra. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
Ákveðið var að fundardagar verði með óbreyttu sniði út árið; 2. og 4. mánudag í mánuði frá og með ágúst.

Fundi slitið - kl. 17:56.