Velferðarráð

56. fundur 13. janúar 2020 kl. 16:15 - 17:45 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Guðmundur Gísli Geirdal formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
  • Björg Baldursdóttir aðalmaður
  • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir aðalmaður
  • Andrés Pétursson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
  • Anna Klara Georgsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri þjónustu- og ráðgjafardeildar aldraðra
Dagskrá

Almenn erindi

1.1804413 - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna

Drög að aðgerðaráætlun auk ábendinga lögð fram til umsagnar.
Velferðarráð þakkar fyrir greinargóða kynningu.

Gestir

  • dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir, lýðheilsufræðingur - mæting: 16:15

Ráðgjafa og íbúðadeild

2.1903535 - Teymisfundir 2019

Fundir 49 og 50 lagðir fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:45

Ráðgjafa og íbúðadeild

3.2001152 - Teymisfundir 2020

1. fundur lagður fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:45

Þjónustudeild aldraðra

4.1904416 - Tillaga um að Kópavogsbær taki yfir heimahjúkrun aldraðra

Greinargerð dags. 26. nóvember 2019 sem tekin var fyrir á fundi bæjarráðs þann 28. nóvember sl. Bæjarráð vísaði málinu til velferðarráðs til úrvinnslu.
Lagt fram.

Þjónustudeild aldraðra

5.1812356 - Greinargerð um dagdvalar- og hjúkrunarrými

Á fundi velferðarráðs dags. 14. október 2019 var sviðsstjóra falið að fylgja því eftir að metnir yrðu möguleikar á að fjölga dagdvalarrýmum í bæjarfélaginu.
Bréf dags. 28. nóvember 2019, varðandi stöðu málsins, lagt fram til upplýsingar.
Velferðarráð fagnar þeim skrefum sem tekin hafa verið og felur sviðsstjóra að óska eftir samningi við heilbrigðisráðuneytið um fjölgun dagdvalarrýma í bænum.

Þjónustudeild aldraðra

6.1903714 - Saman gegn heimilisofbeldi

Drög að skýrslu starfshóps verkefnisins Saman gegn ofbeldi dags. 19. nóvember 2019 lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.
Velferðarráð vísar framlagðri skýrslu til Öldungaráðs.

Óskað var eftir yfirliti um fjölda heimilisofbeldismála í Kópavogi.

Önnur mál

7.1911416 - Styrkbeiðni um fjárframlag til Kvennaráðgjafarinnar fyrir rekstrarárið 2020

Greinargerð verkefnastjóra dags, 23. desember 2019, ásamt þar til greindu fylgiskjali, lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð samþykkti að styrkja Kvennaráðgjöfina um 190.000 kr. fyrir rekstrarárið 2020.

Fundi slitið - kl. 17:45.