Velferðarráð

53. fundur 11. nóvember 2019 kl. 16:15 - 19:03 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Guðmundur Gísli Geirdal formaður
  • Halla Kari Hjaltested aðalmaður
  • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
  • Björg Baldursdóttir aðalmaður
  • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir aðalmaður
  • Andrés Pétursson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Klara Georgsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri þjónustu- og ráðgjafardeildar aldraðra
Dagskrá
Gert var fundarhlé á meðan á fyrsta fundarlið stóð.

Almenn erindi

1.1911141 - Umræða um framkvæmd NPA samninga

Karen Halldórsdóttir og Ragnhildur Reynisdóttir, varamenn í velferðarráði, og Hákon Helgi Leifsson, varaáheyrnarfulltrúi, tóku þátt í umræðum. Einnig sátu umræðurnar Guðlaug Ósk Gísladóttir og Atli Sturluson deildarstjórar.

Velferðarráð þakkar Tryggva fyrir greinargóðar upplýsingar og góðar umræður.
Fundi var fram haldið kl. 17:03

Gestir

  • Tryggvi Þórhallsson, lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga - mæting: 16:15

Almenn erindi

2.1911147 - Kynning á stöðu innleiðingar heimsmarkmiða

Velferðarráð þakkar fyrir góða kynningu.

Gestir

  • Auður Finnborgadóttir, verkefnastjóri stefnumótunar - mæting: 17:03

Ráðgjafa og íbúðadeild

3.1903535 - Teymisfundir ráðgjafa og íbúðadeildar

41. til 44. fundir lagðir fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 17:40

Ráðgjafa og íbúðadeild

4.1911096 - Yfirlit v. vímuefnameðferðar í Svíþjóð

Greinargerð deildarstjóra dags. 4. nóvember lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 17:40

Ráðgjafa og íbúðadeild

5.1812760 - Úthlutunarhópur 2019

Fundir 160 og 161 lagðir fram til upplýsingar
Lagt fram.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 17:40

Ráðgjafa og íbúðadeild

6.1908323 - Málefni erlendra ríkisborgara í R&Í

Greinargerð deildarstjóra dags. 7. nóvember lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 17:40

Þjónustudeild fatlaðra

7.1910623 - Umsagnarmál. Stuðningsfjölskylda

Umsókn dags. 17. október 2019, ásamt þar til greindum fylgiskjölum lögð fram til afgreiðslu.
Velferðarráð synjaði umsókn um leyfi til að gerast stuðningsfjölskylda.
Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 18:05

Þjónustudeild fatlaðra

8.1901639 - Endurskoðun á reglum um NPA

Drög að reglum ásamt greinargerð deildarstjóra, dags. 7. nóvember 2019 lögð fram til afgreiðslu.
Lögð var fram eftirfarandi bókun:
"Undirrituð gera athugasemd við ákvæði um upphæð framlags í 12. grein, þar sem segir að taxti sólarhringsþjónustu miðist við sofandi næturvakt. Samkvæmt núgildandi kjarasamningum er gert ráð fyrir hærra tímakaupi þegar um vakandi næturvakt ræðir og því er mikilvægt að reglurnar komi ekki í veg fyrir að notandi geti greitt aðstoðarfólki sínu kjarasamningsbundin laun þegar svo ber undir.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Andrés Pétursson
Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir
Donata Honkowicz Bukowska"

Hlé var gert á fundi kl. 18:30.
Fundur hófst að nýju kl. 18:36.

Lögð var fram eftirfarandi bókun:
"Kópavogsbær greiðir næst hæsta taxta allra sveitarfélaga á landinu sem eru með NPA samninga og mun í þessum efnum eins og ávallt uppfylla kjarasamninga. En hins ber að gæta að fjármagn það sem ríkið leggur til málaflokksins er föst upphæð og hækkun á tímagjaldi þýðir einfaldlega færri tímar og eða færri samningar.
Guðmundur G. Geirdal
Björg Baldursdóttir
Halla Karí Hjaltested
Baldur Þór Baldvinsson"

Velferðarráð samþykkti reglurnar fyrir sitt leyti með fjórum atkvæðum Guðmundar G. Geirdals, Bjargar Baldursdóttur, Höllu Kari Hjaltested og Baldurs Þórs Baldvinssonar.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 18:05
  • Atli Sturluson, deildarstjóri - mæting: 18:13

Þjónustudeild fatlaðra

9.1909173 - Fundargerðir notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks

Fundargerð 2. fundar dags. 6. nóvember 2019 lögð fram til upplýsingar.
Lagt fram.

Lögð var fram eftirfarandi bókun:
"Tilgangur Notendaráðs fatlaðs fólks er að kalla eftir þekkingu og áherslum fulltrúa fatlaðs fólks og hlusta á hvað þeir hafa fram að færa. Pólitískir fulltrúar þurfa að standast þá freistni að nota þennan vettvang til að vinna sínum málum fylgi, tækifærin til þess eru næg annarstaðar í stjórnsýslunni.
Guðmundur G. Geirdal
Halla Karí Hjaltested
Baldur Þór Baldvinsson"

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirrituð furðar sig á því að formaður segi hana fallast í freistni til að vinna sínum málum fylgi með því einu að hefja umræður um mál í notendaráði. Í erindisbréfi notendaráðs segir: "Hlutverk samráðshóps um málefni fatlaðs fólks er að vera formlegur vettvangur samráðs og samstarfs við bæjarstjórn og nefndir og ráð Kópavogsbæjar um hagsmuni fatlaðs fólks þar sem fjallað er um þjónustu við fatlað fólk, framkvæmd hennar og þróun. Samráðshópurinn stuðlar þannig að skoðanaskiptum og miðlun upplýsinga milli fatlaðs fólks og bæjaryfirvalda um stefnu og framkvæmd í málefnum sem varða fatlað fólk.
Markmiðið með starfi samráðshópsins er að bæta þjónustu við fatlað fólk í Kópavogi með virkri aðkomu fatlaðs fólks að skipulagi og mótun þjónustunnar."
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir"
Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir, Andrés Pétursson og Donata Honkowicz Bukowska tóku undir bókunina.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 18:05
  • Atli Sturluson, deildarstjóri - mæting: 18:13

Þjónustudeild fatlaðra

10.1910492 - Kópavogsbraut 5-7

Deildarstjóri rekstrardeildar kynnti stöðu mála við undirbúning nýs úrræðis í Kópavogsbraut 5. Greinargerð verður lögð fyrir á næsta fundi ráðsins.
Velferðarráð fagnar þessu nýja úrræði.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 18:05
  • Atli Sturluson, deildarstjóri - mæting: 18:13

Fundi slitið - kl. 19:03.