Velferðarráð

33. fundur 24. september 2018 kl. 16:15 - 17:46 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Guðmundur Gísli Geirdal formaður
  • Ragnheiður S Dagsdóttir aðalmaður
  • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
  • Björg Baldursdóttir varaformaður
  • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson varamaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
  • Anna Klara Georgsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri þjónustu- og ráðgjafardeildar aldraðra
Dagskrá

Ráðgjafa og íbúðadeild

1.1801140 - Teymisfundir 37 og 38

Lagt fram til upplýsingar

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir, deildarstjóri - mæting: 16:18

Þjónustudeild fatlaðra

2.1809537 - Umsagnarmál - stuðningsfjölskylda

Velferðarráð samþykkti umsókn um að gerast stuðningsfjölskylda.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:25

Þjónustudeild fatlaðra

3.1809540 - Umsagnarmál - stuðningsfjölskylda

Velferðarráð samþykkti umsókn um að gerast stuðningsfjölskylda.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir - mæting: 16:25

Þjónustudeild fatlaðra

4.1809565 - Umsagnarmál - stuðningsfjölskylda

Velferðarráð samþykkti umsókn um að gerast stuðningsfjölskylda.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:25

Þjónustudeild fatlaðra

5.1809490 - Umsagnarmál - stuðningsfjölskylda

Velferðarráð samþykkti endurnýjun leyfis.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:25

Þjónustudeild fatlaðra

6.1809498 - Umsagnarmál - stuðningsfjölskylda

Velferðarráð samþykkti umsókn um að gerast stuðningsfjölskylda.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:25

Þjónustudeild fatlaðra

7.1809029 - Umsagnarmál - stuðningsfjölskylda

Velferðarráð synjaði umsókn um að gerast stuðningsfjölskylda. Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:25

Þjónustudeild fatlaðra

8.1005111 - Beiðni um styrk frá Samskiptamiðstöð heyrnalausra.

Velferðarráð samþykkti að veita styrk að upphæð 450.000 kr. og vísaði til gerðar fjárhagsáætlunar.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir, deildarstjóri - mæting: 16:25

Þjónustudeild aldraðra

9.1809222 - Fyrirspurn varðandi dagvistun og hjúkrunarrými eldri borgara

Svar við fyrirspurn Kristínar Sævarsdóttur og Donötu Honkowicz Bukowska Sem lögð var fram á fundi velferðarráðs 10. september.
Lagt fram.

Guðmundur G. Geirdal þakkaði Kristínu og Donötu fyrir fyrirspurnina og velferðarsviði fyrir svarið. Einnig lagði hann fram eftirfarandi bókun:
"Málefni eldri borgara eru á hendi ríkisins og hefur bæjarstjóri fyrir hönd Kópavogs vakið athygli á slakri stöðu hjúkrunar- og dagvistunarmála eldri borgara við velferðarráðuneytið, bæði með bréfaskriftum og tveimur fundum með heilbrigðisráðherra og er sá síðari ný afstaðinn. Þar hefur verið lagt til að taka nú þegar í notkun tíu ný dagvistunarrými við hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð sem myndu nýtast allt að 25 manns. Jafnframt hefur hann haldið á lofti áhyggjum bæjarins yfir því að ekkert hefur gerst í að reisa 64 ný hjúkrunarrými að Boðaþingi, sem skrifað var undir fyrri hluta árs 2016. Lagði hann m.a. til að bærinn tæki framkvæmdir yfir til þess að þær gætu hafist sem allra fyrst." Ragnheiður S. Dagsdóttir tók undir bókunina.

Fulltrúar minnihluta lögðu fram eftirfarandi bókun: "Ljóst er að ríkisvaldið þarf að gera átak í málefnum aldraðra bæði hvað varðar dagvistun sem og hjúkunarheimili. Ekki liggur fyrir hjá Kópavogsbæ heildaráætlun um uppbyggingu og þróun dagvistar og hjúkrunarúrræða fyrir aldraða í Kópavogi á næstu fimmtán árum. Slík áætlun er nauðsynleg til að bregðast við þeim vanda sem er fyrirsjáanlegur á næstu árum.
Pétur Hrafn Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir, Donata Bukowska og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir"

Guðmundur G. Geirdal bókaði: "Eins og fyrr hefur komið fram eru málefni eldri borgara á hendi ríkisins og hvað áætlunargerð til næstu 15 ára varðar er Kópavogur á þeirri vegferð að innleiða heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna þar sem velferð eldri borgara, sem og annarra íbúa Kópavogs, er höfð að leiðarljósi." Ragnheiður S. Dagsdóttir, Björg Baldursdóttir og Baldur Þ. Baldvinsson tóku undir bókunina.

Fundi slitið - kl. 17:46.