Velferðarráð

32. fundur 10. september 2018 kl. 16:15 - 17:05 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varamaður
  • Ragnheiður S Dagsdóttir aðalmaður
  • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
  • Björg Baldursdóttir varaformaður
  • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir aðalmaður
  • Andrés Pétursson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Klara Georgsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

Ráðgjafa og íbúðadeild

1.1801140 - Teymisfundir 35 og 36

Lagt fram til upplýsingar
Kristín Sævarsdóttir óskaði eftir upplýsingum um mönnun og þjónustugetu í ráðgjafa- og íbúðadeild við afgreiðslu fjárhagsaðstoðar og í félagslegri ráðgjöf.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir - mæting: 16:15

Ráðgjafa og íbúðadeild

2.1802188 - Úthlutunarhópur um leiguhúsnæði

Fundargerð 147. fundar lögð fram til upplýsingar
Kristín Sævarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun: "Ég óska eftir upplýsingum um samsetningu á biðlista eftir félagslegu húsnæði, þ.m.t. aldri umsækjenda, fjölskyldugerð, biðtíma o.fl."

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir - mæting: 16:15

Þjónustudeild fatlaðra

3.1809029 - Umsagnarmál - stuðningsfjölskylda

Afgreiðslu frestað.

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir - mæting: 16:40

Þjónustudeild fatlaðra

4.18082430 - Umsagnarmál - stuðningsfjölskylda

Velferðarráð samþykkti umsókn um að gerast stuðningsfjölskylda

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir - mæting: 16:40

Þjónustudeild fatlaðra

5.1503702 - Umsagnarmál - Stuðningsfjölskylda

Velferðarráð samþykkti endurnýjun leyfis stuðningsfjölskyldu

Gestir

  • Guðlaug Ósk Gísladóttir - mæting: 16:40

Önnur mál

6.18082466 - Stefnumótun velferðarsviðs

Andrés Pétursson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
"Hver er staðan á stefnumótun velferðarráðs í samræmi við ákvæði í erindisbréfi velferðarráðs sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn?
Í samþykktinni segir að slík vinnu skuli hefast strax að loknu kjöri í ráðið."

Ritari greindi frá því að verið er að vinna drög að stefnumótun sem lögð verða fyrir ráðið sem grundvöllur þeirrar vinnu.

Önnur mál

7.1809222 - Fyrirspurn varðandi dagvistun og hjúkrunarrými eldri borgara

Lögð var fram eftirfarandi fyrirspurn:

"1. Hversu margir eldri borgarar bíða eftir dagvistun í dag? Óskað er eftir að áætlun verði lögð fram um hversu margir Kópavogsbúar muni þurfa á dagvistun að halda á næstu 15 árum.

2. Hversu margir Kópavogsbúar eru á biðlista eftir að komast á hjúkrunarheimili? Jafnframt er óskað eftir áætlun yfir fjölda einstaklinga í Kópavogi sem þurfa á hjúkrunarheimili að halda eftir 15 ár. Þá er átt við einstaklinga sem eru þá 84 ára gamlir. Er til áætlun um uppbyggingu hjúkrunarheimila í Kópavogi til að mæta fyrirséðri þörf eftir 15 ár?

Kristín Sævarsdóttir
Donata Honkowicz Bukowska"

Fundi slitið - kl. 17:05.