Velferðarráð

30. fundur 25. júní 2018 kl. 16:15 - 18:15 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Guðmundur Gísli Geirdal formaður
  • Ragnheiður S Dagsdóttir aðalmaður
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir aðalmaður
  • Björg Baldursdóttir aðalmaður
  • Donata Honkowicz Bukowska aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Andrés Pétursson aðalmaður
  • Baldur Þór Baldvinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
  • Rannveig María Þorsteinsdóttir yfirmaður ráðgjafa- og íbúðadeildar
Fundargerð ritaði: Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri
Dagskrá

Almenn erindi

1.18061027 - Kosning formanns velferðarráðs

Guðmundur Gísli Geirdal er kosinn formaður með öllum atkvæðum.

Almenn erindi

2.18061001 - Kynning á velferðarsviði

Aðalsteinn Sigfússon sviðsstjóri heldur kynningu um velferðarsvið. Hann afhendir fulltrúum ársskýrlsu velferðarsviðs 2017.

Ráðgjafa og íbúðadeild

3.1801140 - Teymisfundir 2018

Fundir 21, 22, 23, 24 og 25.
Lagt fram.

Ráðgjafa og íbúðadeild

4.18051293 - Fjárhagsaðstoð. Áfrýjun

Skráð í trúnaðarbók.

Ráðgjafa og íbúðadeild

5.1803760 - Fjárhagsaðstoð. Áfrýjun

Niðurstaða Úrskurðarnefndar velferðarmála
Lagt fram til kynningar.

Ráðgjafa og íbúðadeild

6.1709959 - Kvörtun vegna úttektar af bankareikningi. Beiðni um skýringar

Niðurstaða Persónuverndar
Lagt fram til kynningar.

Ráðgjafa og íbúðadeild

7.1802188 - Úthlutunarhópur um leiguhúsnæði 2018

Lagt fram.

Þjónustudeild fatlaðra

8.1806962 - Umsagnamál - stuðningsfjölskylda

Velferðarráð samþykkir umsókn á leyfi stuðningsfjölskyldu.

Gestir

  • Jóhanna Lilja Ólafsdóttir - mæting: 17:10

Þjónustudeild fatlaðra

9.1806989 - Umsagnamál - stuðningsfjölskylda

Velferðarráð samþykkir umsókn á leyfi stuðningsfjölskyldu.

Gestir

  • Jóhanna Lilja Ólafsdóttir - mæting: 17:15

Þjónustudeild fatlaðra

10.1402518 - Áfrýjun vegna stuðningsþjónustu

Skráð í trúnaðarbók.

Gestir

  • Jóhanna Lilja Ólafsdóttir - mæting: 17:20

Þjónustudeild aldraðra

11.1806993 - Heimaþjónusta

Aðalsteinn Sigfússon kynnir tímabundið sérverkefni í heimaþjónustu sem fer af stað í haust.

Önnur mál

12.1806994 - Önnur mál

1. Guðmundur G. Geirdal óskar eftir að Jón Júlíusson deildarstjóri íþróttadeildar mæti ásamt forstöðumanni Salalaugar á næsta fund velferðarráðs til að gera grein fyrir notum af lyftu sem sett var upp fyrir fatlaða í Salalaug.

2. Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir leggur fram neðangreinda fyrirspurn um áfangaheimilið á Nýbýlavegi 30:
Hvað eru komnir inn margir heimilismenn og hvernig gengur að manna störfin? Hver er kostnaður við úrræðið fram að þessu og er hann innan áætlunar?

Fundi slitið - kl. 18:15.