Velferðarráð

22. fundur 22. janúar 2018 kl. 16:15 - 17:24 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Gunnsteinn Sigurðsson formaður
  • Ragnheiður S Dagsdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • Helga Sigrún Harðardóttir aðalmaður
  • Sverrir Óskarsson varaformaður
  • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir aðalmaður
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Signý Þórðardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
  • Sigríður Sigurjónsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sigríður Sigurjónsdóttir verkefnastjóri velferðarsviðs
Dagskrá

Ráðgjafa og íbúðadeild

1.1801140 - Teymisfundir 2018

Fært í trúnaðarbók.

Gestir

  • Rannveig María Þorsteinsdóttir - mæting: 16:15

Þjónustudeild fatlaðra

2.1409363 - Umsagnarmál - Stuðningsfjölskylda

Velferðarráð samþykkti umsóknina um endurnýjun á leyfi til að gerast stuðningsfjölskylda.

Þjónustudeild fatlaðra

3.1304477 - Stuðningsfjölskylda fyrir fatlaða, umsókn um leyfi

Velferðarráð samþykkti umsóknina um endurnýjun á leyfi til að gerast stuðningsfjölskylda.

Önnur mál

4.1710520 - Umsókn um rekstrarstyrk til Kvennaathvarfsins fyrir árið 2018

Velferðarráð samþykkir að veita 900.000kr. styrk til Kvennaathvarfsins.

Önnur mál

5.1710524 - Umsókn um rekstarstyrk til Bjarkarhlíðar fyrir árið 2018

Velferðarráð frestar málinu til næsta fundar ráðsins sem haldinn verður þann 12. febrúar nk.

Önnur mál

6.1705174 - Stofnun öldungaráðs

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:24.